Fyrrverandi kennari þarf að greiða Landsbankanum 130 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2019 11:45 Deilunar snerust um tvö lán sem tekin voru fyrir hrun. Vísir/Vilhelm Maður sem starfaði sem kennari er hann tók tvö gengistryggð lán að andvirði 85 milljóna króna í erlendum myntum árið 2007 og 2008 hefur verið dæmdur til að greiða bankanum eftirstöðvar lánanna, samtals um 128 milljónir króna.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem deilur Landsbankans við manninn koma til kasta dómstóla en árið 2017 komst Héraðsdómur Reykjavíkur að sömu niðurstöðu og nú. Málinu var hins vegar áfrýjað til Hæstaréttar sem vísaði málinu aftur til héraðsdóms þar sem Hæstiréttur taldi að draga mætti í efa óhlutdrægni dómarans, Lárentsínusar Kristjánssonar sem kvað upp dóm í málinu í héraðsdómi, árið 2017.Var hann varamaður í bankaráði Landsbankans á árunum 2010 til 2011 auk þess sem hann var formaður skilanefndar Landsbankans frá 2009 til 2011. Skilanefndin hafði skömmu eftir hrun hafnað skaðabótakröfu mannsins sem hann taldi sig eiga rétt á vegna ófullnægjandi ráðgjafar starfsmanna bankans við lántökurnar.Ráðlagt að taka brúarlán Lántökurnar má rekja til þess að árið 2006 taldi maðurinn, sem starfaði þá sem kennari, nauðsynlegt að flytja í húsnæði sem myndi henta honum og konu hans betur, en kona hans var á þeim tíma óvinnufær vegna veikinda, auk dóttur þeirra. Treglega gekk hins vegar að selja heimili þeirra, stórt einbýlishús í Vesturbæ Reykjavíkur.Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/HannaLeitaði hann þá ráða hjá viðskiptabanka sínum, Landsbankanum. Þar var manninum ráðlagt að taka brúarlán í erlendri mynt á lágum vöxtum til kaupa á tveimur fasteignum í stað hússins, eitt fyrir hann og konu hans, annað fyrir dóttur hans. Sagðist maðurinn hafa, út á fyrirheit um slíkt lán, keypt tvær fasteignir.Þegar á reyndi gat bankinn hins vegar ekki staðið við lánsloforðið og fjármagnaði maðurinn því kaupin með skammtímaláni, á hærri vöxtum, að fjárhæð 55 milljón króna. Töluverð bið var á því að húsið seldist en árið 2007 var gengið frá láninu sem bankinn gat upphaflega ekki veitt manninum.Það lán var að upphæð 75 milljónir króna en ráðstafa átti láninu til að greiða upp skammtímalánið og önnur smærri lán. Ætlunin hafi svo verið að greiða upp lánið með söluandvirði fasteignar fjölskyldunnar, sem seldist síðla sumars 2007.Keypti í Peningabréfum í stað þess að greiða upp lánið með söluandvirðinu Sagði maðurinn að þegar ljóst var að stefndi í að fasteignin myndi seljast hafi starfsmaður Landsbankans átt frumkvæði að því að hvetja hann til þess að gera vaxtaskiptasamning við bankann. Í stað þess að greiða upp brúarlánið skyldi það sem fengist fyrir fasteignina notað til að kaupa Peningabréf Landsbankans. Lánið myndi þá standa áfram en umræddur fjárfestingarsjóður hafi verið kynntur af starfsmönnum bankans sem áhættulaus fjárfesting.Svo fór að maðurinn fjárfesti í Peningabréfum bankans og vildi hann meina að gerður hafi verið munnlegur samningur um að í stað þess að söluandvirði fasteignarinnar yrði nýtt til þess að greiða upp hið 75 milljón króna lán skyldu innlausnir á peningabréfunum notaðar til þess að greiða vexti og kostnað af láninu. Ljóst er að enginn skriflegur samningur var gerður vegna þessara viðskipta.Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/RakelSkömmu síðar seldi maðurinn aðra fasteigninna, sem hugsuð var fyrir dóttur hans, og keypti hann aðra íbúð í staðinn. Nokkrum mánuðum eftir það tók maðurinn annað lán að jafnvirði 10 milljóna króna í erlendum myntum og var gengið út frá því að sama fyrirkomulag yrði á greiðslu afborgana þess láns og hins lánsins, með innlausnum af inneign sinni og ávöxtun af peningabréfunuÁhættan gat ekki dulist manninum að mati héraðsdóms Deila bankans við manninn snerist um þessi tvö lán en maðurinn hafði ekki greitt skuld sína við bankann þráttt fyrir innheimtutilraunir. Samtals höfðu eftirstöðvar lánsins vaxið töluvert vegna gengisfalls íslensku krónunnar í Hruninu og stóðu þær í tæpum 250 milljónum áður en bankinn endurútreiknaði lánin vegna dóma Hæstaréttar Íslands um ólögmæti gengistryggðra lána. Eftir þann útreikning stóðu lánin í 128 milljónum og krafðist Landsbankinn þess að maðurinn myndi greiða skuld sína við bankann. Þessu hafnaði maðurinn enda taldi hann bankann ekki hafa veitt sér fullnægjandi ráðgjöf í tengslum við lántökurnar. Enginn skriflegur samningur hafi verið gerður um viðskiptin og bankinn hafi ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni í tengslum við ráðgjöfina. Kynning bankans hafi ekki verið í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti í ljósi þess að maðurinn hafi ekki sérþekkingu á viðskiptum með fjármálagerninga.Lánin voru meðal annars veitt í svissneskum frönkum.Getty/Ullstein BildViðskiptin hafi verið kynnt sem áhættulaus sem þau hafi ekki verið, enda hafi maðurinn glatað hluta þeirra fjármuna sem hann átti í Peningabréfunum þegar Landsbankinn varð gjaldþrota. Í því hafi falist forsendubrestur. Starfsmenn bankans hafi að auki valdið honum tjóni með saknæmum hætti með því að hvetja hann til að kaupa inneign í Peningabréfunum í stað þess að greiða upp fyrra lánið sem maðurinn tók.Héraðsdómur hafnaði öllum málsástæðum mannsins en í dóminum segir meðal annars að manninum geti ekki hafa dulist að að meiri áhætta fólst í því að nota innlausnir á peningabréfunum til þess að greiða af lánunum en að greiða niður fyrra lánið með söluandvirði fasteignarinnar í stað þess að auka lántökur.Þá renni framburðir ráðgjafa mannsins fyrir dómi, sem og yfirlýsing hans, stoðum undir það að manninum hafi verið kynnt áhættan sem fólgin væri í því að kaupa peningabréfin samhliða því að vera með gengistryggð lán hjá bankanum. Af þeirri ástæðu, sem og öðrum, væri ekki hægt að líta svo á að lánsammningarnir væru óskuldbindandi fyrir manninn.Var maðurinn því dæmdur til að greiða Landsbankanum 128.439.804 krónur en af þeirri skuld dregst 72 milljón króna greiðsla sem greitt hafi verið inn á skuldina þann 1. mars 2017.Dóm héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Hrunið Íslenskir bankar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Maður sem starfaði sem kennari er hann tók tvö gengistryggð lán að andvirði 85 milljóna króna í erlendum myntum árið 2007 og 2008 hefur verið dæmdur til að greiða bankanum eftirstöðvar lánanna, samtals um 128 milljónir króna.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem deilur Landsbankans við manninn koma til kasta dómstóla en árið 2017 komst Héraðsdómur Reykjavíkur að sömu niðurstöðu og nú. Málinu var hins vegar áfrýjað til Hæstaréttar sem vísaði málinu aftur til héraðsdóms þar sem Hæstiréttur taldi að draga mætti í efa óhlutdrægni dómarans, Lárentsínusar Kristjánssonar sem kvað upp dóm í málinu í héraðsdómi, árið 2017.Var hann varamaður í bankaráði Landsbankans á árunum 2010 til 2011 auk þess sem hann var formaður skilanefndar Landsbankans frá 2009 til 2011. Skilanefndin hafði skömmu eftir hrun hafnað skaðabótakröfu mannsins sem hann taldi sig eiga rétt á vegna ófullnægjandi ráðgjafar starfsmanna bankans við lántökurnar.Ráðlagt að taka brúarlán Lántökurnar má rekja til þess að árið 2006 taldi maðurinn, sem starfaði þá sem kennari, nauðsynlegt að flytja í húsnæði sem myndi henta honum og konu hans betur, en kona hans var á þeim tíma óvinnufær vegna veikinda, auk dóttur þeirra. Treglega gekk hins vegar að selja heimili þeirra, stórt einbýlishús í Vesturbæ Reykjavíkur.Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/HannaLeitaði hann þá ráða hjá viðskiptabanka sínum, Landsbankanum. Þar var manninum ráðlagt að taka brúarlán í erlendri mynt á lágum vöxtum til kaupa á tveimur fasteignum í stað hússins, eitt fyrir hann og konu hans, annað fyrir dóttur hans. Sagðist maðurinn hafa, út á fyrirheit um slíkt lán, keypt tvær fasteignir.Þegar á reyndi gat bankinn hins vegar ekki staðið við lánsloforðið og fjármagnaði maðurinn því kaupin með skammtímaláni, á hærri vöxtum, að fjárhæð 55 milljón króna. Töluverð bið var á því að húsið seldist en árið 2007 var gengið frá láninu sem bankinn gat upphaflega ekki veitt manninum.Það lán var að upphæð 75 milljónir króna en ráðstafa átti láninu til að greiða upp skammtímalánið og önnur smærri lán. Ætlunin hafi svo verið að greiða upp lánið með söluandvirði fasteignar fjölskyldunnar, sem seldist síðla sumars 2007.Keypti í Peningabréfum í stað þess að greiða upp lánið með söluandvirðinu Sagði maðurinn að þegar ljóst var að stefndi í að fasteignin myndi seljast hafi starfsmaður Landsbankans átt frumkvæði að því að hvetja hann til þess að gera vaxtaskiptasamning við bankann. Í stað þess að greiða upp brúarlánið skyldi það sem fengist fyrir fasteignina notað til að kaupa Peningabréf Landsbankans. Lánið myndi þá standa áfram en umræddur fjárfestingarsjóður hafi verið kynntur af starfsmönnum bankans sem áhættulaus fjárfesting.Svo fór að maðurinn fjárfesti í Peningabréfum bankans og vildi hann meina að gerður hafi verið munnlegur samningur um að í stað þess að söluandvirði fasteignarinnar yrði nýtt til þess að greiða upp hið 75 milljón króna lán skyldu innlausnir á peningabréfunum notaðar til þess að greiða vexti og kostnað af láninu. Ljóst er að enginn skriflegur samningur var gerður vegna þessara viðskipta.Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/RakelSkömmu síðar seldi maðurinn aðra fasteigninna, sem hugsuð var fyrir dóttur hans, og keypti hann aðra íbúð í staðinn. Nokkrum mánuðum eftir það tók maðurinn annað lán að jafnvirði 10 milljóna króna í erlendum myntum og var gengið út frá því að sama fyrirkomulag yrði á greiðslu afborgana þess láns og hins lánsins, með innlausnum af inneign sinni og ávöxtun af peningabréfunuÁhættan gat ekki dulist manninum að mati héraðsdóms Deila bankans við manninn snerist um þessi tvö lán en maðurinn hafði ekki greitt skuld sína við bankann þráttt fyrir innheimtutilraunir. Samtals höfðu eftirstöðvar lánsins vaxið töluvert vegna gengisfalls íslensku krónunnar í Hruninu og stóðu þær í tæpum 250 milljónum áður en bankinn endurútreiknaði lánin vegna dóma Hæstaréttar Íslands um ólögmæti gengistryggðra lána. Eftir þann útreikning stóðu lánin í 128 milljónum og krafðist Landsbankinn þess að maðurinn myndi greiða skuld sína við bankann. Þessu hafnaði maðurinn enda taldi hann bankann ekki hafa veitt sér fullnægjandi ráðgjöf í tengslum við lántökurnar. Enginn skriflegur samningur hafi verið gerður um viðskiptin og bankinn hafi ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni í tengslum við ráðgjöfina. Kynning bankans hafi ekki verið í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti í ljósi þess að maðurinn hafi ekki sérþekkingu á viðskiptum með fjármálagerninga.Lánin voru meðal annars veitt í svissneskum frönkum.Getty/Ullstein BildViðskiptin hafi verið kynnt sem áhættulaus sem þau hafi ekki verið, enda hafi maðurinn glatað hluta þeirra fjármuna sem hann átti í Peningabréfunum þegar Landsbankinn varð gjaldþrota. Í því hafi falist forsendubrestur. Starfsmenn bankans hafi að auki valdið honum tjóni með saknæmum hætti með því að hvetja hann til að kaupa inneign í Peningabréfunum í stað þess að greiða upp fyrra lánið sem maðurinn tók.Héraðsdómur hafnaði öllum málsástæðum mannsins en í dóminum segir meðal annars að manninum geti ekki hafa dulist að að meiri áhætta fólst í því að nota innlausnir á peningabréfunum til þess að greiða af lánunum en að greiða niður fyrra lánið með söluandvirði fasteignarinnar í stað þess að auka lántökur.Þá renni framburðir ráðgjafa mannsins fyrir dómi, sem og yfirlýsing hans, stoðum undir það að manninum hafi verið kynnt áhættan sem fólgin væri í því að kaupa peningabréfin samhliða því að vera með gengistryggð lán hjá bankanum. Af þeirri ástæðu, sem og öðrum, væri ekki hægt að líta svo á að lánsammningarnir væru óskuldbindandi fyrir manninn.Var maðurinn því dæmdur til að greiða Landsbankanum 128.439.804 krónur en af þeirri skuld dregst 72 milljón króna greiðsla sem greitt hafi verið inn á skuldina þann 1. mars 2017.Dóm héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Hrunið Íslenskir bankar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira