Sjáðu LeBron og Giannis velja stjörnuliðin sín Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2019 08:00 LeBron James og Giannis skemmtu sér bara ágætlega. skjáskot/nba LeBron James valdi Kevin Durant fyrstan í lið sitt fyrir stjörnuleik NBA-deildarinnar annað árið í röð en eins og í fyrra völdu fyrirliðarnir úr sitthvorri deildinni í liðin sín því ekki er keppt austur á móti vestri. NBA-deildin var gagnrýnd í fyrra fyrir að sýna ekki frá valinu þegar að LeBron James og Steph Curry voru fyrirliðar en úr því var bætt að þessu sinni og varð til skemmtilegt sjónvarp í nótt. LeBron var léttur, ljúfur og kátur og viðurkenndi að hafa valið Durant fyrstan í fyrra en hann var með fyrsta valrétt núna á móti gríska fríkinu og Milwaukee Bucks-manninum Giannis Antetokounmpo. Átta leikmenn fyrir utan fyrirliðana komu til greina sem byrjunarliðsmenn út frá atkvæðum aðdáenda deildarinnar og þurftu þeir að setja saman lið með tveimur bakvörðum og þremur framherjum. LeBron tók gamla félaga sinna Kyrie Irving annan og náði James Harden með síðasta valinu sínu sem verður að teljast nokkuð ótrúlegt miðað við hvernig hann er að spila. Grikkinn er með nokkuð alþjóðlegt lið en hann tók alla leikmennina sem í boði voru sem ekki eru fæddir í Bandaríkjunum. Steph Curry verður með Giannis í liði líkt og Paul George og stóri Kamerúninn, Joel Embiid. Í fyrsta sinn bætti NBA-deildin við sérstökum leikmönnum sem eru að kveðja deildina eftir tímabilið og valdi LeBron að sjálfsögðu Dwayne Wade í liðið sitt þar sem að þeir eru miklir vinir en Giannis fékk Dirk Nowitzki.Byrjunarlið LeBron: Kyrie Irving, Celtics (2. val) James Harden, Rockets (4. val) Kevin Durant, Warriors (1. val) Kawhi Leonard, Raptors (3. val) LeBron James, Lakers (fyrirliði)Bekkurinn (í réttri valröð): Anthony Davis, Pelicans Klay Thompson, Warriors Damien Lillard, Trail Blazers Ben Simmons, 76ers* LaMarcus Aldridge, Spurs Karl-Anthonhy Towns, Timberwolves Bradly Beal, RaptorsSérstök viðbót: Dwayne Wade, HeatByrjunarlið Giannis: Steph Curry, Warriors (1. val) Kemba Walker, Hornets (4. val) Paul George, Thunder (3. val) Giannies Antetokounmpo, Bucks (fyrirliði) Joel Embiid, 76ers (2. val)Bekkurinn (í réttri valröð): Khris Middleton, Bucks Nikola Jokic, Nuggets Russell Westbrook, OKC Thunder* Blake Griffin, Detroit Pistons D'Angelo Russell, Nets Nikola Vucevic, Magic Kyle Lowry, RaptorsSérstök viðbót: Dirk Nowitzki, Mavericks *LeBron og Giannis skiptu á leikmönnum. Simmons fór til LeBron og Westbrook kom til Giannis. NBA Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
LeBron James valdi Kevin Durant fyrstan í lið sitt fyrir stjörnuleik NBA-deildarinnar annað árið í röð en eins og í fyrra völdu fyrirliðarnir úr sitthvorri deildinni í liðin sín því ekki er keppt austur á móti vestri. NBA-deildin var gagnrýnd í fyrra fyrir að sýna ekki frá valinu þegar að LeBron James og Steph Curry voru fyrirliðar en úr því var bætt að þessu sinni og varð til skemmtilegt sjónvarp í nótt. LeBron var léttur, ljúfur og kátur og viðurkenndi að hafa valið Durant fyrstan í fyrra en hann var með fyrsta valrétt núna á móti gríska fríkinu og Milwaukee Bucks-manninum Giannis Antetokounmpo. Átta leikmenn fyrir utan fyrirliðana komu til greina sem byrjunarliðsmenn út frá atkvæðum aðdáenda deildarinnar og þurftu þeir að setja saman lið með tveimur bakvörðum og þremur framherjum. LeBron tók gamla félaga sinna Kyrie Irving annan og náði James Harden með síðasta valinu sínu sem verður að teljast nokkuð ótrúlegt miðað við hvernig hann er að spila. Grikkinn er með nokkuð alþjóðlegt lið en hann tók alla leikmennina sem í boði voru sem ekki eru fæddir í Bandaríkjunum. Steph Curry verður með Giannis í liði líkt og Paul George og stóri Kamerúninn, Joel Embiid. Í fyrsta sinn bætti NBA-deildin við sérstökum leikmönnum sem eru að kveðja deildina eftir tímabilið og valdi LeBron að sjálfsögðu Dwayne Wade í liðið sitt þar sem að þeir eru miklir vinir en Giannis fékk Dirk Nowitzki.Byrjunarlið LeBron: Kyrie Irving, Celtics (2. val) James Harden, Rockets (4. val) Kevin Durant, Warriors (1. val) Kawhi Leonard, Raptors (3. val) LeBron James, Lakers (fyrirliði)Bekkurinn (í réttri valröð): Anthony Davis, Pelicans Klay Thompson, Warriors Damien Lillard, Trail Blazers Ben Simmons, 76ers* LaMarcus Aldridge, Spurs Karl-Anthonhy Towns, Timberwolves Bradly Beal, RaptorsSérstök viðbót: Dwayne Wade, HeatByrjunarlið Giannis: Steph Curry, Warriors (1. val) Kemba Walker, Hornets (4. val) Paul George, Thunder (3. val) Giannies Antetokounmpo, Bucks (fyrirliði) Joel Embiid, 76ers (2. val)Bekkurinn (í réttri valröð): Khris Middleton, Bucks Nikola Jokic, Nuggets Russell Westbrook, OKC Thunder* Blake Griffin, Detroit Pistons D'Angelo Russell, Nets Nikola Vucevic, Magic Kyle Lowry, RaptorsSérstök viðbót: Dirk Nowitzki, Mavericks *LeBron og Giannis skiptu á leikmönnum. Simmons fór til LeBron og Westbrook kom til Giannis.
NBA Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira