Sjáðu LeBron og Giannis velja stjörnuliðin sín Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2019 08:00 LeBron James og Giannis skemmtu sér bara ágætlega. skjáskot/nba LeBron James valdi Kevin Durant fyrstan í lið sitt fyrir stjörnuleik NBA-deildarinnar annað árið í röð en eins og í fyrra völdu fyrirliðarnir úr sitthvorri deildinni í liðin sín því ekki er keppt austur á móti vestri. NBA-deildin var gagnrýnd í fyrra fyrir að sýna ekki frá valinu þegar að LeBron James og Steph Curry voru fyrirliðar en úr því var bætt að þessu sinni og varð til skemmtilegt sjónvarp í nótt. LeBron var léttur, ljúfur og kátur og viðurkenndi að hafa valið Durant fyrstan í fyrra en hann var með fyrsta valrétt núna á móti gríska fríkinu og Milwaukee Bucks-manninum Giannis Antetokounmpo. Átta leikmenn fyrir utan fyrirliðana komu til greina sem byrjunarliðsmenn út frá atkvæðum aðdáenda deildarinnar og þurftu þeir að setja saman lið með tveimur bakvörðum og þremur framherjum. LeBron tók gamla félaga sinna Kyrie Irving annan og náði James Harden með síðasta valinu sínu sem verður að teljast nokkuð ótrúlegt miðað við hvernig hann er að spila. Grikkinn er með nokkuð alþjóðlegt lið en hann tók alla leikmennina sem í boði voru sem ekki eru fæddir í Bandaríkjunum. Steph Curry verður með Giannis í liði líkt og Paul George og stóri Kamerúninn, Joel Embiid. Í fyrsta sinn bætti NBA-deildin við sérstökum leikmönnum sem eru að kveðja deildina eftir tímabilið og valdi LeBron að sjálfsögðu Dwayne Wade í liðið sitt þar sem að þeir eru miklir vinir en Giannis fékk Dirk Nowitzki.Byrjunarlið LeBron: Kyrie Irving, Celtics (2. val) James Harden, Rockets (4. val) Kevin Durant, Warriors (1. val) Kawhi Leonard, Raptors (3. val) LeBron James, Lakers (fyrirliði)Bekkurinn (í réttri valröð): Anthony Davis, Pelicans Klay Thompson, Warriors Damien Lillard, Trail Blazers Ben Simmons, 76ers* LaMarcus Aldridge, Spurs Karl-Anthonhy Towns, Timberwolves Bradly Beal, RaptorsSérstök viðbót: Dwayne Wade, HeatByrjunarlið Giannis: Steph Curry, Warriors (1. val) Kemba Walker, Hornets (4. val) Paul George, Thunder (3. val) Giannies Antetokounmpo, Bucks (fyrirliði) Joel Embiid, 76ers (2. val)Bekkurinn (í réttri valröð): Khris Middleton, Bucks Nikola Jokic, Nuggets Russell Westbrook, OKC Thunder* Blake Griffin, Detroit Pistons D'Angelo Russell, Nets Nikola Vucevic, Magic Kyle Lowry, RaptorsSérstök viðbót: Dirk Nowitzki, Mavericks *LeBron og Giannis skiptu á leikmönnum. Simmons fór til LeBron og Westbrook kom til Giannis. NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
LeBron James valdi Kevin Durant fyrstan í lið sitt fyrir stjörnuleik NBA-deildarinnar annað árið í röð en eins og í fyrra völdu fyrirliðarnir úr sitthvorri deildinni í liðin sín því ekki er keppt austur á móti vestri. NBA-deildin var gagnrýnd í fyrra fyrir að sýna ekki frá valinu þegar að LeBron James og Steph Curry voru fyrirliðar en úr því var bætt að þessu sinni og varð til skemmtilegt sjónvarp í nótt. LeBron var léttur, ljúfur og kátur og viðurkenndi að hafa valið Durant fyrstan í fyrra en hann var með fyrsta valrétt núna á móti gríska fríkinu og Milwaukee Bucks-manninum Giannis Antetokounmpo. Átta leikmenn fyrir utan fyrirliðana komu til greina sem byrjunarliðsmenn út frá atkvæðum aðdáenda deildarinnar og þurftu þeir að setja saman lið með tveimur bakvörðum og þremur framherjum. LeBron tók gamla félaga sinna Kyrie Irving annan og náði James Harden með síðasta valinu sínu sem verður að teljast nokkuð ótrúlegt miðað við hvernig hann er að spila. Grikkinn er með nokkuð alþjóðlegt lið en hann tók alla leikmennina sem í boði voru sem ekki eru fæddir í Bandaríkjunum. Steph Curry verður með Giannis í liði líkt og Paul George og stóri Kamerúninn, Joel Embiid. Í fyrsta sinn bætti NBA-deildin við sérstökum leikmönnum sem eru að kveðja deildina eftir tímabilið og valdi LeBron að sjálfsögðu Dwayne Wade í liðið sitt þar sem að þeir eru miklir vinir en Giannis fékk Dirk Nowitzki.Byrjunarlið LeBron: Kyrie Irving, Celtics (2. val) James Harden, Rockets (4. val) Kevin Durant, Warriors (1. val) Kawhi Leonard, Raptors (3. val) LeBron James, Lakers (fyrirliði)Bekkurinn (í réttri valröð): Anthony Davis, Pelicans Klay Thompson, Warriors Damien Lillard, Trail Blazers Ben Simmons, 76ers* LaMarcus Aldridge, Spurs Karl-Anthonhy Towns, Timberwolves Bradly Beal, RaptorsSérstök viðbót: Dwayne Wade, HeatByrjunarlið Giannis: Steph Curry, Warriors (1. val) Kemba Walker, Hornets (4. val) Paul George, Thunder (3. val) Giannies Antetokounmpo, Bucks (fyrirliði) Joel Embiid, 76ers (2. val)Bekkurinn (í réttri valröð): Khris Middleton, Bucks Nikola Jokic, Nuggets Russell Westbrook, OKC Thunder* Blake Griffin, Detroit Pistons D'Angelo Russell, Nets Nikola Vucevic, Magic Kyle Lowry, RaptorsSérstök viðbót: Dirk Nowitzki, Mavericks *LeBron og Giannis skiptu á leikmönnum. Simmons fór til LeBron og Westbrook kom til Giannis.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira