Vísir var með beina textalýsingu frá ársþingi Knattspyrnusambands Íslands en það var haldið á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík.
Hér fyrir neðan var fylgst með öllu því helsta sem var á dagskrá þingsins en nánari upplýsingar um það má finna á vef KSÍ.
Helsta niðurstaða þingsins var sú að Guðni Bergsson var endurkjörinn formaður sambandsins eftir yfirburðasigur á Geir Þorsteinssyni.
