Plástralækning Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 09:00 Ríkið ætlar að styrkja einkarekna fjölmiðla um 300 til 400 milljónir króna á ári samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra. Stuðningurinn felst einkum í endurgreiðslu 25% ritstjórnarkostnaðar, þó þannig að hver einstakur miðill fái að hámarki 50 milljónir á ári. Ekki þarf mikið til að öðlast rétt til að sækja um styrki. Starfsmenn í fullu starfi þurfa ekki að vera fleiri en þrír og netmiðlum nægir að miðla nýju efni daglega. Styrktarkerfið mun því aðallega gagnast smærri miðlum. Varla verður fram hjá því litið hvað felst í því að reka ritstjórn eða fréttastofu. Á Íslandi eru reknar þrjár fréttastofur í einkaeigu sem rísa undir nafni. Fréttastofa Stöðvar 2, og ritstjórnir Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Á þessum fréttastofum starfar fjöldi fagfólks. Miðlarnir sinna alhliða fréttaöflun og afþreyingu, auk þess að sinna almannaþjónustu. Eftirtektarvert hefur verið undanfarin ár að einkamiðlarnir, og þá einkum þeir sem Sýn rekur núna, hafa æ ofan í æ verið fyrstir til að flytja fregnir af yfirvofandi hættu, náttúruhamförum til dæmis – á undan sjálfum ríkismiðlinum. Ef miðað er við þróun undanfarin ár bendir flest til að slík starfsemi eigi undir högg að sækja. Engin vöntun hefur verið á smærri miðlum, sérstaklega frá 2008. Líklega hefur aldrei í Íslandssögunni verið meiri gróska á þeim vettvangi en nú. Tillaga menntamálaráðherra hefur í för með sér enn hærri framlög ríkisins til fjölmiðla. Nú þegar er beint framlag til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljarðar á ári. RÚV sækir sér svo um 2,3 milljarða til viðbótar með auglýsingasölu í samkeppni við einkareknu miðlana. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlag ríkisins til einkamiðlanna nemi um 5% af árlegri forgjöf RÚV. Þeir fjármunir verða sóttir í ríkissjóð. Framlög til RÚV jukust um ríflega 500 milljónir milli áranna 2018 og 2019. Árlegt framlag mun hafa vaxið um milljarð frá því skrifað var undir gildandi þjónustusamning við RÚV. Stofnunin virðist í áskrift að auknum framlögum þrátt fyrir merki um viðvarandi óráðsíu í rekstrinum. RÚV keppir um erlent afþreyingarefni, greiðir hæstu launin, kaupir margfalt dýrari búnað en keppinautarnir og svo mætti áfram telja. Þrátt fyrir það eru afköst sambærilegra miðla Sýnar margföld á við fjölmiðla RÚV. Í stað þess að auka framlög til stofnunarinnar væri rétt að gera til hennar eðlilega sparnaðarkröfu. Með því að helminga þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði, og endurúthluta til einkamiðlanna þeim aukafjármunum sem stofnunin hefur fengið í sinn hlut frá gerð síðasta þjónustusamnings, mætti rétta af hlut frjálsra fjölmiðla svo bragð væri að. Með því hefðu þeir úr ríflega tveimur milljörðum aukalega að spila á ári hverju. Og ríkið þyrfti ekki að greiða viðbótarkrónu til fjölmiðla. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að taka enga afstöðu til fílsins í herberginu. Þess vegna er frumvarp hennar hvorki fugl né fiskur, í besta falli plástralækning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ríkið ætlar að styrkja einkarekna fjölmiðla um 300 til 400 milljónir króna á ári samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra. Stuðningurinn felst einkum í endurgreiðslu 25% ritstjórnarkostnaðar, þó þannig að hver einstakur miðill fái að hámarki 50 milljónir á ári. Ekki þarf mikið til að öðlast rétt til að sækja um styrki. Starfsmenn í fullu starfi þurfa ekki að vera fleiri en þrír og netmiðlum nægir að miðla nýju efni daglega. Styrktarkerfið mun því aðallega gagnast smærri miðlum. Varla verður fram hjá því litið hvað felst í því að reka ritstjórn eða fréttastofu. Á Íslandi eru reknar þrjár fréttastofur í einkaeigu sem rísa undir nafni. Fréttastofa Stöðvar 2, og ritstjórnir Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Á þessum fréttastofum starfar fjöldi fagfólks. Miðlarnir sinna alhliða fréttaöflun og afþreyingu, auk þess að sinna almannaþjónustu. Eftirtektarvert hefur verið undanfarin ár að einkamiðlarnir, og þá einkum þeir sem Sýn rekur núna, hafa æ ofan í æ verið fyrstir til að flytja fregnir af yfirvofandi hættu, náttúruhamförum til dæmis – á undan sjálfum ríkismiðlinum. Ef miðað er við þróun undanfarin ár bendir flest til að slík starfsemi eigi undir högg að sækja. Engin vöntun hefur verið á smærri miðlum, sérstaklega frá 2008. Líklega hefur aldrei í Íslandssögunni verið meiri gróska á þeim vettvangi en nú. Tillaga menntamálaráðherra hefur í för með sér enn hærri framlög ríkisins til fjölmiðla. Nú þegar er beint framlag til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljarðar á ári. RÚV sækir sér svo um 2,3 milljarða til viðbótar með auglýsingasölu í samkeppni við einkareknu miðlana. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlag ríkisins til einkamiðlanna nemi um 5% af árlegri forgjöf RÚV. Þeir fjármunir verða sóttir í ríkissjóð. Framlög til RÚV jukust um ríflega 500 milljónir milli áranna 2018 og 2019. Árlegt framlag mun hafa vaxið um milljarð frá því skrifað var undir gildandi þjónustusamning við RÚV. Stofnunin virðist í áskrift að auknum framlögum þrátt fyrir merki um viðvarandi óráðsíu í rekstrinum. RÚV keppir um erlent afþreyingarefni, greiðir hæstu launin, kaupir margfalt dýrari búnað en keppinautarnir og svo mætti áfram telja. Þrátt fyrir það eru afköst sambærilegra miðla Sýnar margföld á við fjölmiðla RÚV. Í stað þess að auka framlög til stofnunarinnar væri rétt að gera til hennar eðlilega sparnaðarkröfu. Með því að helminga þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði, og endurúthluta til einkamiðlanna þeim aukafjármunum sem stofnunin hefur fengið í sinn hlut frá gerð síðasta þjónustusamnings, mætti rétta af hlut frjálsra fjölmiðla svo bragð væri að. Með því hefðu þeir úr ríflega tveimur milljörðum aukalega að spila á ári hverju. Og ríkið þyrfti ekki að greiða viðbótarkrónu til fjölmiðla. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að taka enga afstöðu til fílsins í herberginu. Þess vegna er frumvarp hennar hvorki fugl né fiskur, í besta falli plástralækning.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun