Plástralækning Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 09:00 Ríkið ætlar að styrkja einkarekna fjölmiðla um 300 til 400 milljónir króna á ári samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra. Stuðningurinn felst einkum í endurgreiðslu 25% ritstjórnarkostnaðar, þó þannig að hver einstakur miðill fái að hámarki 50 milljónir á ári. Ekki þarf mikið til að öðlast rétt til að sækja um styrki. Starfsmenn í fullu starfi þurfa ekki að vera fleiri en þrír og netmiðlum nægir að miðla nýju efni daglega. Styrktarkerfið mun því aðallega gagnast smærri miðlum. Varla verður fram hjá því litið hvað felst í því að reka ritstjórn eða fréttastofu. Á Íslandi eru reknar þrjár fréttastofur í einkaeigu sem rísa undir nafni. Fréttastofa Stöðvar 2, og ritstjórnir Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Á þessum fréttastofum starfar fjöldi fagfólks. Miðlarnir sinna alhliða fréttaöflun og afþreyingu, auk þess að sinna almannaþjónustu. Eftirtektarvert hefur verið undanfarin ár að einkamiðlarnir, og þá einkum þeir sem Sýn rekur núna, hafa æ ofan í æ verið fyrstir til að flytja fregnir af yfirvofandi hættu, náttúruhamförum til dæmis – á undan sjálfum ríkismiðlinum. Ef miðað er við þróun undanfarin ár bendir flest til að slík starfsemi eigi undir högg að sækja. Engin vöntun hefur verið á smærri miðlum, sérstaklega frá 2008. Líklega hefur aldrei í Íslandssögunni verið meiri gróska á þeim vettvangi en nú. Tillaga menntamálaráðherra hefur í för með sér enn hærri framlög ríkisins til fjölmiðla. Nú þegar er beint framlag til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljarðar á ári. RÚV sækir sér svo um 2,3 milljarða til viðbótar með auglýsingasölu í samkeppni við einkareknu miðlana. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlag ríkisins til einkamiðlanna nemi um 5% af árlegri forgjöf RÚV. Þeir fjármunir verða sóttir í ríkissjóð. Framlög til RÚV jukust um ríflega 500 milljónir milli áranna 2018 og 2019. Árlegt framlag mun hafa vaxið um milljarð frá því skrifað var undir gildandi þjónustusamning við RÚV. Stofnunin virðist í áskrift að auknum framlögum þrátt fyrir merki um viðvarandi óráðsíu í rekstrinum. RÚV keppir um erlent afþreyingarefni, greiðir hæstu launin, kaupir margfalt dýrari búnað en keppinautarnir og svo mætti áfram telja. Þrátt fyrir það eru afköst sambærilegra miðla Sýnar margföld á við fjölmiðla RÚV. Í stað þess að auka framlög til stofnunarinnar væri rétt að gera til hennar eðlilega sparnaðarkröfu. Með því að helminga þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði, og endurúthluta til einkamiðlanna þeim aukafjármunum sem stofnunin hefur fengið í sinn hlut frá gerð síðasta þjónustusamnings, mætti rétta af hlut frjálsra fjölmiðla svo bragð væri að. Með því hefðu þeir úr ríflega tveimur milljörðum aukalega að spila á ári hverju. Og ríkið þyrfti ekki að greiða viðbótarkrónu til fjölmiðla. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að taka enga afstöðu til fílsins í herberginu. Þess vegna er frumvarp hennar hvorki fugl né fiskur, í besta falli plástralækning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Ríkið ætlar að styrkja einkarekna fjölmiðla um 300 til 400 milljónir króna á ári samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra. Stuðningurinn felst einkum í endurgreiðslu 25% ritstjórnarkostnaðar, þó þannig að hver einstakur miðill fái að hámarki 50 milljónir á ári. Ekki þarf mikið til að öðlast rétt til að sækja um styrki. Starfsmenn í fullu starfi þurfa ekki að vera fleiri en þrír og netmiðlum nægir að miðla nýju efni daglega. Styrktarkerfið mun því aðallega gagnast smærri miðlum. Varla verður fram hjá því litið hvað felst í því að reka ritstjórn eða fréttastofu. Á Íslandi eru reknar þrjár fréttastofur í einkaeigu sem rísa undir nafni. Fréttastofa Stöðvar 2, og ritstjórnir Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Á þessum fréttastofum starfar fjöldi fagfólks. Miðlarnir sinna alhliða fréttaöflun og afþreyingu, auk þess að sinna almannaþjónustu. Eftirtektarvert hefur verið undanfarin ár að einkamiðlarnir, og þá einkum þeir sem Sýn rekur núna, hafa æ ofan í æ verið fyrstir til að flytja fregnir af yfirvofandi hættu, náttúruhamförum til dæmis – á undan sjálfum ríkismiðlinum. Ef miðað er við þróun undanfarin ár bendir flest til að slík starfsemi eigi undir högg að sækja. Engin vöntun hefur verið á smærri miðlum, sérstaklega frá 2008. Líklega hefur aldrei í Íslandssögunni verið meiri gróska á þeim vettvangi en nú. Tillaga menntamálaráðherra hefur í för með sér enn hærri framlög ríkisins til fjölmiðla. Nú þegar er beint framlag til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljarðar á ári. RÚV sækir sér svo um 2,3 milljarða til viðbótar með auglýsingasölu í samkeppni við einkareknu miðlana. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlag ríkisins til einkamiðlanna nemi um 5% af árlegri forgjöf RÚV. Þeir fjármunir verða sóttir í ríkissjóð. Framlög til RÚV jukust um ríflega 500 milljónir milli áranna 2018 og 2019. Árlegt framlag mun hafa vaxið um milljarð frá því skrifað var undir gildandi þjónustusamning við RÚV. Stofnunin virðist í áskrift að auknum framlögum þrátt fyrir merki um viðvarandi óráðsíu í rekstrinum. RÚV keppir um erlent afþreyingarefni, greiðir hæstu launin, kaupir margfalt dýrari búnað en keppinautarnir og svo mætti áfram telja. Þrátt fyrir það eru afköst sambærilegra miðla Sýnar margföld á við fjölmiðla RÚV. Í stað þess að auka framlög til stofnunarinnar væri rétt að gera til hennar eðlilega sparnaðarkröfu. Með því að helminga þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði, og endurúthluta til einkamiðlanna þeim aukafjármunum sem stofnunin hefur fengið í sinn hlut frá gerð síðasta þjónustusamnings, mætti rétta af hlut frjálsra fjölmiðla svo bragð væri að. Með því hefðu þeir úr ríflega tveimur milljörðum aukalega að spila á ári hverju. Og ríkið þyrfti ekki að greiða viðbótarkrónu til fjölmiðla. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að taka enga afstöðu til fílsins í herberginu. Þess vegna er frumvarp hennar hvorki fugl né fiskur, í besta falli plástralækning.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar