Microsoft í sókn gegn sínum eigin netvafra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Internet Explorer nýtur enn einhverra vinsælda. Ótrúlegt en satt. Nordicphotos/Getty Þótt Microsoft hafi hætt þróun vafrans Internet Explorer, sem eitt sinn var langvinsælasti vafri heims, fyrir nærri fjórum árum og kynnt til sögunnar nýja vafrann Edge eru enn einhverjir sem þráast við og nota hinn úrelta vafra. Þar sem vafrinn er ekki lengur uppfærður geta óprúttnir aðilar nýtt sér öryggisgalla sem fundist hafa í gegnum tíðina. Þetta skapar hættu og er Microsoft nú í sókn gegn sínum eigin vafra. Chris Jackson, öryggissérfræðingur hjá fyrirtækinu, birti grein á vefsíðu Microsoft þar sem hann fjallaði um hætturnar sem fylgdu því að nota Internet Explorer að staðaldri. Þar sagði hann að þar sem fjöldi gamalla vefsíðna var hannaður sérstaklega fyrir Internet Explorer geti verið einfaldasta lausnin fyrir marga, til að mynda opinberar stofnanir, að nota vafrann áfram. „Internet Explorer er einfaldlega lausn til þess að fá síður til að virka. Ekki vafri sem fyrirtæki eða fólk ætti að nota frá degi til dags við venjulegt vafur. Vafrinn styður ekki nýja vefstaðla og þótt margar síður virki ágætlega á honum eru vefhönnuðir einfaldlega ekki að prófa hvort þær virki sem skyldi á vafranum,“ skrifaði Jackson. Auk þess að vera óöruggari en aðrir og nýrri vafrar er sum sé engin trygging fyrir því að vefsíður virki fyrir Internet Explorer. Því ættu allir þeir sem nota vafrann að staðaldri að skipta sem allra fyrst. Microsoft-liðar myndu væntanlega kjósa að viðkomandi skiptu yfir í Microsoft Edge, nýja vafrann sem fyrirtækið kynnti til sögunnar fyrir nærri fjórum árum. Sá vafri hefur hins vegar ekki vakið mikla lukku og er með litla markaðshlutdeild. Fyrirtækið tilkynnti á síðasta ári um að unnið væri að því að byggja Edge upp á nýtt. Nú á sama kjarna og Google Chrome, vinsælasti vafri heims, er byggður. Þannig ætlar Microsoft sér að tryggja að nærri allar vefsíður virki á Edge og sömuleiðis að gera eigendum Mac-tölva kleift að nota vafrann. Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þótt Microsoft hafi hætt þróun vafrans Internet Explorer, sem eitt sinn var langvinsælasti vafri heims, fyrir nærri fjórum árum og kynnt til sögunnar nýja vafrann Edge eru enn einhverjir sem þráast við og nota hinn úrelta vafra. Þar sem vafrinn er ekki lengur uppfærður geta óprúttnir aðilar nýtt sér öryggisgalla sem fundist hafa í gegnum tíðina. Þetta skapar hættu og er Microsoft nú í sókn gegn sínum eigin vafra. Chris Jackson, öryggissérfræðingur hjá fyrirtækinu, birti grein á vefsíðu Microsoft þar sem hann fjallaði um hætturnar sem fylgdu því að nota Internet Explorer að staðaldri. Þar sagði hann að þar sem fjöldi gamalla vefsíðna var hannaður sérstaklega fyrir Internet Explorer geti verið einfaldasta lausnin fyrir marga, til að mynda opinberar stofnanir, að nota vafrann áfram. „Internet Explorer er einfaldlega lausn til þess að fá síður til að virka. Ekki vafri sem fyrirtæki eða fólk ætti að nota frá degi til dags við venjulegt vafur. Vafrinn styður ekki nýja vefstaðla og þótt margar síður virki ágætlega á honum eru vefhönnuðir einfaldlega ekki að prófa hvort þær virki sem skyldi á vafranum,“ skrifaði Jackson. Auk þess að vera óöruggari en aðrir og nýrri vafrar er sum sé engin trygging fyrir því að vefsíður virki fyrir Internet Explorer. Því ættu allir þeir sem nota vafrann að staðaldri að skipta sem allra fyrst. Microsoft-liðar myndu væntanlega kjósa að viðkomandi skiptu yfir í Microsoft Edge, nýja vafrann sem fyrirtækið kynnti til sögunnar fyrir nærri fjórum árum. Sá vafri hefur hins vegar ekki vakið mikla lukku og er með litla markaðshlutdeild. Fyrirtækið tilkynnti á síðasta ári um að unnið væri að því að byggja Edge upp á nýtt. Nú á sama kjarna og Google Chrome, vinsælasti vafri heims, er byggður. Þannig ætlar Microsoft sér að tryggja að nærri allar vefsíður virki á Edge og sömuleiðis að gera eigendum Mac-tölva kleift að nota vafrann.
Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira