Karlmenn efla líka tengslanetið við konur Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. janúar 2019 07:00 Viðurkenningarhátíð FKA verður haldin 31. janúar í Gamla bíói klukkan 16.30. Þar heiðrum við þrjár konur sem allar hafa skarað fram úr í atvinnulífinu. Þessari hátíð hefur FKA staðið fyrir frá árinu 1999, að árinu 2001 undanskildu. Fyrsta konan til að hljóta FKA viðurkenninguna var Hillary Rodham Clinton. Síðan þá hafa hátt í sjötíu konur verið heiðraðar fyrir þeirra framlag í þágu íslensks atvinnulífs, einstaka aðilar reyndar inn á milli. Á þessa hátíð fjölmennum við FKA-konur í hundraða tali og stundum hef ég verið spurð að því hvort karlmenn megi ekki mæta líka. Svarið er auðvitað: Jú, endilega! Sumum karlmönnum þykir mæting á hátíðina reyndar mjög sérstök upplifun. Það skýrist af því að þar eru kynjahlutföllin öfug við þau sem við eigum að venjast á viðburðum í atvinnulífinu. Ég man til dæmis eftir einum karlkyns gesti á hátíðinni okkar í fyrra. Hann er ónefndur forstjóri í Kauphallarfyrirtæki. Þessi maður kom á hlaupum inn, glaður í bragði, heilsaði með virktum en snarstansaði síðan í anddyrinu og hvíslaði að mér: ,,Rakel, er ég eini karlmaðurinn sem er hérna?“ Ég hló og hughreysti hann með því að benda honum á hvaða karlmenn væru nú þegar komnir inn í sal. Þar hitti ég hann stundu síðar í hrókasamræðum við hóp FKA-kvenna og auðvitað skemmti hann sér konunglega. Nokkrum vikum síðar hitti ég þennan mann á fjölmennri ráðstefnu SA. Þar voru að venju mun fleiri karlmenn en konur. Við rifjuðum upp þetta litla atvik úr anddyrinu og ég benti honum á að oft líður konum í atvinnulífinu nákvæmlega eins og honum leið þetta umrædda augnablik. Sérstaklega á fundum. Ég nefni sem dæmi að 78% framkvæmdastjórnenda Kauphallarfyrirtækja eru karlmenn. Sem er mikil synd því rannsóknir sýna að meiri líkur eru á betri árangri með blönduðum teymum. Ég hvet því forystumenn í atvinnulífinu til að nýta Viðurkenningarhátíð FKA sem tækifæri til að efla tengslanet sitt við konur í atvinnulífinu. Þarna fjölmennum við á okkar stærstu hátíð ársins og að okkar mati er það bara jákvætt að sem flestir fagni með okkur. Sjáumst í Gamla bíói á fimmtudag.Höfundur er formaður FKA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Viðurkenningarhátíð FKA verður haldin 31. janúar í Gamla bíói klukkan 16.30. Þar heiðrum við þrjár konur sem allar hafa skarað fram úr í atvinnulífinu. Þessari hátíð hefur FKA staðið fyrir frá árinu 1999, að árinu 2001 undanskildu. Fyrsta konan til að hljóta FKA viðurkenninguna var Hillary Rodham Clinton. Síðan þá hafa hátt í sjötíu konur verið heiðraðar fyrir þeirra framlag í þágu íslensks atvinnulífs, einstaka aðilar reyndar inn á milli. Á þessa hátíð fjölmennum við FKA-konur í hundraða tali og stundum hef ég verið spurð að því hvort karlmenn megi ekki mæta líka. Svarið er auðvitað: Jú, endilega! Sumum karlmönnum þykir mæting á hátíðina reyndar mjög sérstök upplifun. Það skýrist af því að þar eru kynjahlutföllin öfug við þau sem við eigum að venjast á viðburðum í atvinnulífinu. Ég man til dæmis eftir einum karlkyns gesti á hátíðinni okkar í fyrra. Hann er ónefndur forstjóri í Kauphallarfyrirtæki. Þessi maður kom á hlaupum inn, glaður í bragði, heilsaði með virktum en snarstansaði síðan í anddyrinu og hvíslaði að mér: ,,Rakel, er ég eini karlmaðurinn sem er hérna?“ Ég hló og hughreysti hann með því að benda honum á hvaða karlmenn væru nú þegar komnir inn í sal. Þar hitti ég hann stundu síðar í hrókasamræðum við hóp FKA-kvenna og auðvitað skemmti hann sér konunglega. Nokkrum vikum síðar hitti ég þennan mann á fjölmennri ráðstefnu SA. Þar voru að venju mun fleiri karlmenn en konur. Við rifjuðum upp þetta litla atvik úr anddyrinu og ég benti honum á að oft líður konum í atvinnulífinu nákvæmlega eins og honum leið þetta umrædda augnablik. Sérstaklega á fundum. Ég nefni sem dæmi að 78% framkvæmdastjórnenda Kauphallarfyrirtækja eru karlmenn. Sem er mikil synd því rannsóknir sýna að meiri líkur eru á betri árangri með blönduðum teymum. Ég hvet því forystumenn í atvinnulífinu til að nýta Viðurkenningarhátíð FKA sem tækifæri til að efla tengslanet sitt við konur í atvinnulífinu. Þarna fjölmennum við á okkar stærstu hátíð ársins og að okkar mati er það bara jákvætt að sem flestir fagni með okkur. Sjáumst í Gamla bíói á fimmtudag.Höfundur er formaður FKA
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar