Beðið með sölu á lúxusíbúðum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 30. janúar 2019 06:00 Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri fyrirtækisins, segir að það fari eftir markaðsaðstæðum hvenær sala hefjist. Kjarasamningar séu lausir og fasteignamarkaðurinn sé í biðstöðu. „Það er ekki óeðlilegt miðað við þá óvissu sem er til staðar,“ segir hann í samtali við Markaðinn. ÞG Verk hafði áður sett lúxusíbúðir í tveimur húsum á Hafnartorginu sem eru nær Lækjargötu til sölu. Samkvæmt söluvef Hafnartorgs eru tíu íbúðir seldar. Fram kom í frétt í Morgunblaðinu í september að sex íbúðir hefðu verið seldar. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk.„Það mjatlast út,“ segir Þorvaldur. Að hans sögn eru 30 íbúðir í húsunum sem eru til sölu. Samkvæmt söluvefnum eru samanlagt 76 íbúðir á Hafnartorginu. Blokkirnar eru tilbúnar að utan. Reiknað er með að aðrar íbúðir en þær sem eru á efstu hæð verði fullbúnar eftir um tvo mánuði. Efstu hæðirnar eru tilbúnar undir tréverk og boðið upp á að kaupendur geti valið frágang. Þorvaldur segir að verkefnið kosti um 13-14 milljarða króna. Um það bil helmingur fjárhæðarinnar sé lánsfé frá Landsbankanum. „Eins lengi og þarf á að halda,“ svarar Þorvaldur spurður hve lengi fyrirtækið geti beðið með að selja eignirnar á meðan markaðsaðstæður eru krefjandi. „Ég hef engar áhyggjur af Hafnartorgi. Það er ekkert óeðlilegt að svona verkefni taki lengri tíma í markaðssetningu og sölu en hefðbundið húsnæði. Það kemur ekki á óvart. Þetta er allt önnur vara sem verið að bjóða en annars staðar,“ segir hann og nefnir að það hafi verið reyndin í velheppnaðri uppbyggingu við Akerbryggju í Ósló. „Ég hef fulla trú á að Hafnartorg, verslun, skrifstofur og íbúðir eigi eftir að slá í gegn þegar fram líða stundir.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri fyrirtækisins, segir að það fari eftir markaðsaðstæðum hvenær sala hefjist. Kjarasamningar séu lausir og fasteignamarkaðurinn sé í biðstöðu. „Það er ekki óeðlilegt miðað við þá óvissu sem er til staðar,“ segir hann í samtali við Markaðinn. ÞG Verk hafði áður sett lúxusíbúðir í tveimur húsum á Hafnartorginu sem eru nær Lækjargötu til sölu. Samkvæmt söluvef Hafnartorgs eru tíu íbúðir seldar. Fram kom í frétt í Morgunblaðinu í september að sex íbúðir hefðu verið seldar. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk.„Það mjatlast út,“ segir Þorvaldur. Að hans sögn eru 30 íbúðir í húsunum sem eru til sölu. Samkvæmt söluvefnum eru samanlagt 76 íbúðir á Hafnartorginu. Blokkirnar eru tilbúnar að utan. Reiknað er með að aðrar íbúðir en þær sem eru á efstu hæð verði fullbúnar eftir um tvo mánuði. Efstu hæðirnar eru tilbúnar undir tréverk og boðið upp á að kaupendur geti valið frágang. Þorvaldur segir að verkefnið kosti um 13-14 milljarða króna. Um það bil helmingur fjárhæðarinnar sé lánsfé frá Landsbankanum. „Eins lengi og þarf á að halda,“ svarar Þorvaldur spurður hve lengi fyrirtækið geti beðið með að selja eignirnar á meðan markaðsaðstæður eru krefjandi. „Ég hef engar áhyggjur af Hafnartorgi. Það er ekkert óeðlilegt að svona verkefni taki lengri tíma í markaðssetningu og sölu en hefðbundið húsnæði. Það kemur ekki á óvart. Þetta er allt önnur vara sem verið að bjóða en annars staðar,“ segir hann og nefnir að það hafi verið reyndin í velheppnaðri uppbyggingu við Akerbryggju í Ósló. „Ég hef fulla trú á að Hafnartorg, verslun, skrifstofur og íbúðir eigi eftir að slá í gegn þegar fram líða stundir.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira