Spurðu af hverju væri svo lítið pláss til að mætast á brúnni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2019 19:45 Bílarnir eru líklega báðir ónýtir. Mynd/Margeir Ingólfsson Það fór betur en á horfðist í dag þegar bílaleigubíll og skólabíll rákust saman á einbreiðri brú yfir Tungufljót, skammt norðan við Geysi. Engin slys urðu á fólki en bílstjóri skólabílsins segir ljóst að rekja megi slysið til vanþekkingu ferðamannsins sem var við stýrið á bílaleigubílnum.„Þetta gerðist bara þannig að þegar ég kem að brúnni í áttina að Geysi þá er bíll að koma yfir brúna. Ég stoppa þá við brúarkantinn og hleypi honum yfir. Ég lít svo yfir og sé að það er langt í næsta bíl og legg af stað yfir,“ segir Margeir Ingólfsson ökumaður skólabílsins í samtali við Vísi.Þegar Margeir var kominn á miðja brúna áttaði hann sig hins vegar á því að bíllinn sem var að koma á móti ætlaði sér einnig að fara yfir brúna.„Þá blasir við að bíllinn kemur á fullu á móti mér. Svo bara heldur hann áfram og kemur á fullu inn á brúna. Þar byrjar hann að negla niður. Það var hálka á brúnni og hann skautar bara á fullu framan á mig,“ segir Margeir.Ágætt útsýni við brúna Sem fyrr segir urðu engin slys á fólki en Margeir átti eftir að skutla tveimur skólakrökkum heim er áreksturinn varð. Fjórir ferðamenn af asísku bergi brotnir voru í bílaleigubílnum. Var þeim nokkuð brugðið en Margeir fékk þær upplýsingar frá viðbragðsaðilum sem komu fyrstir á svæðið að ferðamennirnir hafi spurt af hverju væru svo lítið pláss til þess að mætast á brúnni. „Hann ætlaði að mæta mér þarna. Þetta er bara dæmigerð vanþekking,“ segir Margeir og því útlit fyrir að ökumaður bílaleigubílsins hafi ekki áttað sig á því að um einbreiða brú væri að ræða en að sögn Margeirs er ágætt útsýni yfir veginn beggja megin við brúna. Skólabílstjórinn Margeir er á vegum úti flesta daga og segir að það sé algeng sjón að sjá bíla utan vegar. „Alla daga hérna eru bílar út um allt útaf. Það er hérna fullt á fólki á vegunum sem á ekkert erindi í íslenska vetrarfærð. Það er bara staðreynd,“ segir Margeir sem var að sækja bílinn þegar blaðamaður náði tali af honum. „Minn er allavega ónýtur og ég geri ráð fyrir að hinn sé það líka.“ Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Það fór betur en á horfðist í dag þegar bílaleigubíll og skólabíll rákust saman á einbreiðri brú yfir Tungufljót, skammt norðan við Geysi. Engin slys urðu á fólki en bílstjóri skólabílsins segir ljóst að rekja megi slysið til vanþekkingu ferðamannsins sem var við stýrið á bílaleigubílnum.„Þetta gerðist bara þannig að þegar ég kem að brúnni í áttina að Geysi þá er bíll að koma yfir brúna. Ég stoppa þá við brúarkantinn og hleypi honum yfir. Ég lít svo yfir og sé að það er langt í næsta bíl og legg af stað yfir,“ segir Margeir Ingólfsson ökumaður skólabílsins í samtali við Vísi.Þegar Margeir var kominn á miðja brúna áttaði hann sig hins vegar á því að bíllinn sem var að koma á móti ætlaði sér einnig að fara yfir brúna.„Þá blasir við að bíllinn kemur á fullu á móti mér. Svo bara heldur hann áfram og kemur á fullu inn á brúna. Þar byrjar hann að negla niður. Það var hálka á brúnni og hann skautar bara á fullu framan á mig,“ segir Margeir.Ágætt útsýni við brúna Sem fyrr segir urðu engin slys á fólki en Margeir átti eftir að skutla tveimur skólakrökkum heim er áreksturinn varð. Fjórir ferðamenn af asísku bergi brotnir voru í bílaleigubílnum. Var þeim nokkuð brugðið en Margeir fékk þær upplýsingar frá viðbragðsaðilum sem komu fyrstir á svæðið að ferðamennirnir hafi spurt af hverju væru svo lítið pláss til þess að mætast á brúnni. „Hann ætlaði að mæta mér þarna. Þetta er bara dæmigerð vanþekking,“ segir Margeir og því útlit fyrir að ökumaður bílaleigubílsins hafi ekki áttað sig á því að um einbreiða brú væri að ræða en að sögn Margeirs er ágætt útsýni yfir veginn beggja megin við brúna. Skólabílstjórinn Margeir er á vegum úti flesta daga og segir að það sé algeng sjón að sjá bíla utan vegar. „Alla daga hérna eru bílar út um allt útaf. Það er hérna fullt á fólki á vegunum sem á ekkert erindi í íslenska vetrarfærð. Það er bara staðreynd,“ segir Margeir sem var að sækja bílinn þegar blaðamaður náði tali af honum. „Minn er allavega ónýtur og ég geri ráð fyrir að hinn sé það líka.“
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37
Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35