Misskiljum ekki neitt Jón Helgi Björnsson skrifar 31. janúar 2019 07:07 Fyrir örfáum dögum kom enn ein tilkynningin um að fundist hefði gat á opinni sjókví sem innihélt vel á annað hundrað þúsund frjóa norska laxa. Fleiri laxar voru í kvínni en sem nemur öllum hrygningarstofni villtra laxa. Landssamband veiðifélaga hefur ítrekað mótmælt eldi frjórra norskra laxa enda óumdeilt að slíkt eldi getur valdið alvarlegri erfðamengun í villtum stofnum.Samkomulag svikið Því miður var norskur eldisstofn fluttur til landsins árið 1988. Landssamband veiðifélaga gerði samkomulag við stjórnvöld og Landssamband fiskeldisstöðva um að flytja mætti norskan lax inn eingöngu til notkunar í landeldi. Tilgangurinn var að skjóta öruggari fótum undir rekstur fiskeldisstöðva á landi. Árið 1995 sviku stjórnvöld umrætt samkomulag og heimiluðu að frjóan norskan lax mætti ala í opnum sjókvíum gegn kröftugum mótmælum Landssambands veiðifélaga.Enn er samkomulag lítils virði Nýlega voru lögð fram ný drög að breytingum á lögum um fiskeldi. Sagt var í texta með lögunum að þau væru byggð á samkomulagi frá nefnd sjávarútvegsráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Því miður er það rangt. Staðreyndin er að drögin sem nú eru kynnt eru gjörbreytt frá því sem kynnt var á vorþingi 2018 um það atriði sem skiptir öllu fyrir vernd íslenskra laxastofna. Áhættumat um erfðablöndun skal nú verða pólitískt og sæta gagnrýni fiskeldismanna, fulltrúa ráðherra og fulltrúa sveitarfélaganna á svokölluðum samráðsvettvangi áður en það er staðfest af ráðherra. Með öðrum orðum er áhættumatið orðið pólitískt, selt undir vald ráðherra Erum ekki neitt að misskilja Landssambandið leggur því áherslu á að lög um fiskeldi séu skýr og laus við möguleg áhrif pólitísks þrýstings á túlkun þeirra. Jafnframt að þau leiði raunverulega til verndunar á villtum stofnum og hvetji til umhverfisvæns eldis. Landssambandið er ekki að misskilja eitt né neitt í umræddum drögum að breytingum á fiskeldislögum sem lögð voru fram í desember. Það þarf ekki að velta vöngum yfir afleiðingum þess að setja á stofn samráðsvettvang sem er að stórum hluta skipaður af ráðherra án tilnefningar til að gera athugasemdir við áhættumat sem ráðherra er falið að staðfesta. Með því er vernd íslenskra laxastofna ofurseld pólitískum þrýstingi og eins og sagan sýnir hefur það reynst afar illa.Höfundur er formaður Landssambands veiðifélaga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Stangveiði Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Fyrir örfáum dögum kom enn ein tilkynningin um að fundist hefði gat á opinni sjókví sem innihélt vel á annað hundrað þúsund frjóa norska laxa. Fleiri laxar voru í kvínni en sem nemur öllum hrygningarstofni villtra laxa. Landssamband veiðifélaga hefur ítrekað mótmælt eldi frjórra norskra laxa enda óumdeilt að slíkt eldi getur valdið alvarlegri erfðamengun í villtum stofnum.Samkomulag svikið Því miður var norskur eldisstofn fluttur til landsins árið 1988. Landssamband veiðifélaga gerði samkomulag við stjórnvöld og Landssamband fiskeldisstöðva um að flytja mætti norskan lax inn eingöngu til notkunar í landeldi. Tilgangurinn var að skjóta öruggari fótum undir rekstur fiskeldisstöðva á landi. Árið 1995 sviku stjórnvöld umrætt samkomulag og heimiluðu að frjóan norskan lax mætti ala í opnum sjókvíum gegn kröftugum mótmælum Landssambands veiðifélaga.Enn er samkomulag lítils virði Nýlega voru lögð fram ný drög að breytingum á lögum um fiskeldi. Sagt var í texta með lögunum að þau væru byggð á samkomulagi frá nefnd sjávarútvegsráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Því miður er það rangt. Staðreyndin er að drögin sem nú eru kynnt eru gjörbreytt frá því sem kynnt var á vorþingi 2018 um það atriði sem skiptir öllu fyrir vernd íslenskra laxastofna. Áhættumat um erfðablöndun skal nú verða pólitískt og sæta gagnrýni fiskeldismanna, fulltrúa ráðherra og fulltrúa sveitarfélaganna á svokölluðum samráðsvettvangi áður en það er staðfest af ráðherra. Með öðrum orðum er áhættumatið orðið pólitískt, selt undir vald ráðherra Erum ekki neitt að misskilja Landssambandið leggur því áherslu á að lög um fiskeldi séu skýr og laus við möguleg áhrif pólitísks þrýstings á túlkun þeirra. Jafnframt að þau leiði raunverulega til verndunar á villtum stofnum og hvetji til umhverfisvæns eldis. Landssambandið er ekki að misskilja eitt né neitt í umræddum drögum að breytingum á fiskeldislögum sem lögð voru fram í desember. Það þarf ekki að velta vöngum yfir afleiðingum þess að setja á stofn samráðsvettvang sem er að stórum hluta skipaður af ráðherra án tilnefningar til að gera athugasemdir við áhættumat sem ráðherra er falið að staðfesta. Með því er vernd íslenskra laxastofna ofurseld pólitískum þrýstingi og eins og sagan sýnir hefur það reynst afar illa.Höfundur er formaður Landssambands veiðifélaga
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun