Bitlaus sóknarleikur verður Chelsea enn og aftur að falli Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. janúar 2019 07:30 Maurizio Sarri lítur hér á úr sitt til að sjá hversu langan tíma lærisveinar hans höfðu til að breyta stöðunni um helgina. Þolinmæði er ekki eitthvað sem knattspyrnustjórar Chelsea hafa notið í gegnum tíðina og eru strax farnar að heyrast óánægjuraddir frá stuðningsmönnum Chelsea. Nordicphotos/getty Eftir nánast fullkomna byrjun sem knattspyrnustjóri Chelsea eru spjótin farin að beinast að hinum ítalska Maurizio Sarri eftir slaka frammistöðu undanfarnar vikur í leikjum gegn nágrannaliðunum og erkifjendunum Tottenham og Arsenal. Chelsea gat um helgina aðgreint sig frá Arsenal og komist í lykilstöðu í baráttunni um fjórða sætið í deildinni, það síðasta sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári en eftir að hafa aðeins fengið fjögur stig í síðustu þremur leikjum eru lærisveinar Sarri skyndilega búnir að hleypa Manchester United inn í baráttuna um eitt af efstu fjórum sætunum. Chelsea var allt þar til undir lok nóvember líkt og Manchester City og Liverpool án ósigurs í deildinni eftir tólf umferðir þrátt fyrir vandræði fyrir framan markið. Liðið vantaði og vantar enn fyrsta kost í framlínunni sem mun skila mörkum en það lítur allt út fyrir að Gonzalo Higuain komi inn um dyrnar á Brúnni á næstu dögum. Síðan þá hefur Chelsea leikið ellefu leiki, tapað fjórum, gert eitt jafntefli og er stigauppskeran 19 stig af 33 sem gerði það að verkum að Chelsea datt út úr titilbaráttunni og niður í baráttuna um fjórða sætið. Það helst í hendur við það að Eden Hazard hefur ekki náð sér aftur á strik. Belgíski framherjinn sem skoraði sjö mörk í sex leikjum í upphafi tímabils hefur aðeins skorað þrjú mörk í síðustu fjórtán leikjum, þar af eitt af vítapunktinum. Þá hefur Chelsea aðeins skorað þrettán mörk í síðustu þrettán leikjum. Chelsea var ef til vill óheppið að ná ekki inn marki í fyrri hálfleik í tapinu gegn Arsenal um helgina en í þeim síðari virtist sóknarleikurinn hugmyndasnauður og reyndi ekki á Bernd Leno fyrr en á 82. mínútu leiksins. Sarri hélt ekki aftur af sér þegar hann mætti í viðtöl eftir leik heldur gagnrýndi leikmenn sína harkalega. Í sömu viku og Jose Mourinho sem var á dögunum rekinn frá Manchester United lýsti yfir því að leikmenn væru orðnir valdameiri en knattspyrnustjórarnir verður forvitnilegt að sjá viðbrögð leikmanna sem hann sagði að erfitt væri að hvetja. „Ég er reiður yfir því hvernig leikmenn mínir nálguðust leikinn, þetta var óásættanlegt,“ sagði Sarri sem tjáði sig á ítölsku á blaðamannafundinum til að geta komið skilaboðum sínum til skila. „Ég er virkilega, virkilega reiður. Þetta tap skrifast á viðhorf leikmannanna frekar en nokkuð annað. Það virðist sem svo að það sé erfitt að mótivera þessa leikmenn.“ Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Eftir nánast fullkomna byrjun sem knattspyrnustjóri Chelsea eru spjótin farin að beinast að hinum ítalska Maurizio Sarri eftir slaka frammistöðu undanfarnar vikur í leikjum gegn nágrannaliðunum og erkifjendunum Tottenham og Arsenal. Chelsea gat um helgina aðgreint sig frá Arsenal og komist í lykilstöðu í baráttunni um fjórða sætið í deildinni, það síðasta sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári en eftir að hafa aðeins fengið fjögur stig í síðustu þremur leikjum eru lærisveinar Sarri skyndilega búnir að hleypa Manchester United inn í baráttuna um eitt af efstu fjórum sætunum. Chelsea var allt þar til undir lok nóvember líkt og Manchester City og Liverpool án ósigurs í deildinni eftir tólf umferðir þrátt fyrir vandræði fyrir framan markið. Liðið vantaði og vantar enn fyrsta kost í framlínunni sem mun skila mörkum en það lítur allt út fyrir að Gonzalo Higuain komi inn um dyrnar á Brúnni á næstu dögum. Síðan þá hefur Chelsea leikið ellefu leiki, tapað fjórum, gert eitt jafntefli og er stigauppskeran 19 stig af 33 sem gerði það að verkum að Chelsea datt út úr titilbaráttunni og niður í baráttuna um fjórða sætið. Það helst í hendur við það að Eden Hazard hefur ekki náð sér aftur á strik. Belgíski framherjinn sem skoraði sjö mörk í sex leikjum í upphafi tímabils hefur aðeins skorað þrjú mörk í síðustu fjórtán leikjum, þar af eitt af vítapunktinum. Þá hefur Chelsea aðeins skorað þrettán mörk í síðustu þrettán leikjum. Chelsea var ef til vill óheppið að ná ekki inn marki í fyrri hálfleik í tapinu gegn Arsenal um helgina en í þeim síðari virtist sóknarleikurinn hugmyndasnauður og reyndi ekki á Bernd Leno fyrr en á 82. mínútu leiksins. Sarri hélt ekki aftur af sér þegar hann mætti í viðtöl eftir leik heldur gagnrýndi leikmenn sína harkalega. Í sömu viku og Jose Mourinho sem var á dögunum rekinn frá Manchester United lýsti yfir því að leikmenn væru orðnir valdameiri en knattspyrnustjórarnir verður forvitnilegt að sjá viðbrögð leikmanna sem hann sagði að erfitt væri að hvetja. „Ég er reiður yfir því hvernig leikmenn mínir nálguðust leikinn, þetta var óásættanlegt,“ sagði Sarri sem tjáði sig á ítölsku á blaðamannafundinum til að geta komið skilaboðum sínum til skila. „Ég er virkilega, virkilega reiður. Þetta tap skrifast á viðhorf leikmannanna frekar en nokkuð annað. Það virðist sem svo að það sé erfitt að mótivera þessa leikmenn.“
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira