Er braggamálið búið? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. janúar 2019 09:11 Margir spyrja nú hvort braggamálinu sé lokið. Já, segir meirihluti borgarstjórnar, málinu er lokið með skýrslu Innri endurskoðunar. Þetta hefur innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfest. Eins og flestir vita sem skoðað hafa þessa skýrslu þá er enn fjölmörgum spurningum ósvarað. Tveir flokkar minnihlutans í borgarstjórn Flokkur fólksins og Miðflokkurinn freistuðu þess á síðasta fundi borgarstjórnar að fá úr nokkrum vafaatriðum skorið með því að leggja til að málinu yrði vísað til þar til bærra yfirvalda til frekari yfirferðar og rannsóknar. Vanræksla á almannafé varðar við efnahagsbrotalög og brot á skjalavörslulögum varðar við almenn hegningarlagabrot. Að sjálfsögðu var allur meirihlutinn á móti tillögunni enda vilja þau alls ekki láta róta meira í þessu máli. Auk þess greiddi fulltrúi Sósíalista mótatkvæði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu tillögunni atkvæði sitt, að undanskildum tveimur þeirra, sem sátu hjá. Í röksemdafærslu þeirra var m.a. sagt að hér væri ekki verið að gæta meðalhófs og að fyrst ætti að ljúka málinu hjá borginni. Væri hér um barnaverndarmál að ræða væri vissulega skylda okkar að gæta meðalhófs en hér er ekki um neitt slíkt mál að ræða heldur grófa misnotkun á almannafé og brot á skjalavörslulögum auk brots á sveitarstjórnarlögum og innkaupareglum borgarinnar. Aftur skal ítrekað að ekki verður um frekari vinnslu á þessu máli þar sem því er lokið hjá Reykjavíkurborg með skýrslu Innri endurskoðunar eftir því sem næst er komist. Við þekkjum það af reynslu hér á landi að oft fennir hratt yfir skandala. Lífið heldur áfram og aðrar fréttir berast sem hjálpa til við að gleyma leiðinlegum málum. Mörgum íþyngjandi spurningum er enn ósvarað í braggamálinu og má þar nefna 70 m.kr. sem fóru í uppgerð á minjum. Sjá má af þessu að það eru sannarlega ekki öll kurl komin til grafar og vilja fulltrúar tveggja flokka minnihlutans þess vegna halda áfram að grafa. Í hvað fóru þessar 70 m.kr. vegna uppgerðar á minjum í braggaverkefninu? Skyldum við nokkurn tímann eiga eftir að fá svarið við þessari spurningu? Ítrekað hefur verið vísað í framkvæmdina á braggaverkefninu ýmist sem mistök eða frávik. Hvað varðar hvort hér sé um frávik að ræða er að sjálfsögðu ekki hægt að segja fyrr en önnur framúrkeyrsluverkefni hafa verið skoðuð. Nokkur verkefni sem hafa farið fram úr kostnaðaráætlun s.s Mathöllin á Hlemmi eru á borði Innri endurskoðunar. Tillaga frá Flokki fólksins hefur einnig verið lögð fram um að Innri endurskoðun geri sambærilega úttekt og gerð var á bragganum, á Vitanum, Gröndalshúsinu og Aðalstræti 10. Það er einkennilegt að geta fullyrt, eins og borgarstjóri hefur gert, að braggamálið séu mistök. Mistök er eitthvað sem maður gerir óvart, hugsanlega af því að maður veit ekki betur eða hefur ekki fengið nægjanlegar eða réttar upplýsingar. Ótalið er síðan ótrúlegur sofandaháttur og ámælisverð embættisafglöp æðstu valdhafa, borgarstjóra, borgarritara og yfirmanns Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Auðvitað geta allir gert mistök. Skoðum nú aðeins það sem meirihlutinn fullyrðir að sé frávikið og sem vísað er í sem MISTÖK. Í braggamálinu er staðfest að sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn voru brotin og háar fjárhæðir greiddar án heimildar. Reglur borgarinnar um innkaup voru brotnar og gefnar voru upp rangar upplýsingar til borgarráðs. Tölvupóstum og afritum af þeim var eytt. Þetta er allt staðfest í skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar og minnisblaði sem nú liggur fyrir. Það er mikilvægt að muna að það voru fulltrúar minnihlutans sem ráku augun í að eitthvað væri ekki í lagi með þetta braggamál þegar á fundi borgarráðs á haustdögum 2018 var verið að reyna að fá enn meira fé í það. Verkefnið var þá þegar komið langt fram úr kostnaðaráætlun. Hefði minnihlutinn ekki farið að spyrja spurninga um þetta, heimta svör og krefjast þess að staldrað yrði við þá hefði þetta stóra spillingarmál sennilega ekki komist upp á yfirborðið. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Margir spyrja nú hvort braggamálinu sé lokið. Já, segir meirihluti borgarstjórnar, málinu er lokið með skýrslu Innri endurskoðunar. Þetta hefur innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfest. Eins og flestir vita sem skoðað hafa þessa skýrslu þá er enn fjölmörgum spurningum ósvarað. Tveir flokkar minnihlutans í borgarstjórn Flokkur fólksins og Miðflokkurinn freistuðu þess á síðasta fundi borgarstjórnar að fá úr nokkrum vafaatriðum skorið með því að leggja til að málinu yrði vísað til þar til bærra yfirvalda til frekari yfirferðar og rannsóknar. Vanræksla á almannafé varðar við efnahagsbrotalög og brot á skjalavörslulögum varðar við almenn hegningarlagabrot. Að sjálfsögðu var allur meirihlutinn á móti tillögunni enda vilja þau alls ekki láta róta meira í þessu máli. Auk þess greiddi fulltrúi Sósíalista mótatkvæði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu tillögunni atkvæði sitt, að undanskildum tveimur þeirra, sem sátu hjá. Í röksemdafærslu þeirra var m.a. sagt að hér væri ekki verið að gæta meðalhófs og að fyrst ætti að ljúka málinu hjá borginni. Væri hér um barnaverndarmál að ræða væri vissulega skylda okkar að gæta meðalhófs en hér er ekki um neitt slíkt mál að ræða heldur grófa misnotkun á almannafé og brot á skjalavörslulögum auk brots á sveitarstjórnarlögum og innkaupareglum borgarinnar. Aftur skal ítrekað að ekki verður um frekari vinnslu á þessu máli þar sem því er lokið hjá Reykjavíkurborg með skýrslu Innri endurskoðunar eftir því sem næst er komist. Við þekkjum það af reynslu hér á landi að oft fennir hratt yfir skandala. Lífið heldur áfram og aðrar fréttir berast sem hjálpa til við að gleyma leiðinlegum málum. Mörgum íþyngjandi spurningum er enn ósvarað í braggamálinu og má þar nefna 70 m.kr. sem fóru í uppgerð á minjum. Sjá má af þessu að það eru sannarlega ekki öll kurl komin til grafar og vilja fulltrúar tveggja flokka minnihlutans þess vegna halda áfram að grafa. Í hvað fóru þessar 70 m.kr. vegna uppgerðar á minjum í braggaverkefninu? Skyldum við nokkurn tímann eiga eftir að fá svarið við þessari spurningu? Ítrekað hefur verið vísað í framkvæmdina á braggaverkefninu ýmist sem mistök eða frávik. Hvað varðar hvort hér sé um frávik að ræða er að sjálfsögðu ekki hægt að segja fyrr en önnur framúrkeyrsluverkefni hafa verið skoðuð. Nokkur verkefni sem hafa farið fram úr kostnaðaráætlun s.s Mathöllin á Hlemmi eru á borði Innri endurskoðunar. Tillaga frá Flokki fólksins hefur einnig verið lögð fram um að Innri endurskoðun geri sambærilega úttekt og gerð var á bragganum, á Vitanum, Gröndalshúsinu og Aðalstræti 10. Það er einkennilegt að geta fullyrt, eins og borgarstjóri hefur gert, að braggamálið séu mistök. Mistök er eitthvað sem maður gerir óvart, hugsanlega af því að maður veit ekki betur eða hefur ekki fengið nægjanlegar eða réttar upplýsingar. Ótalið er síðan ótrúlegur sofandaháttur og ámælisverð embættisafglöp æðstu valdhafa, borgarstjóra, borgarritara og yfirmanns Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Auðvitað geta allir gert mistök. Skoðum nú aðeins það sem meirihlutinn fullyrðir að sé frávikið og sem vísað er í sem MISTÖK. Í braggamálinu er staðfest að sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn voru brotin og háar fjárhæðir greiddar án heimildar. Reglur borgarinnar um innkaup voru brotnar og gefnar voru upp rangar upplýsingar til borgarráðs. Tölvupóstum og afritum af þeim var eytt. Þetta er allt staðfest í skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar og minnisblaði sem nú liggur fyrir. Það er mikilvægt að muna að það voru fulltrúar minnihlutans sem ráku augun í að eitthvað væri ekki í lagi með þetta braggamál þegar á fundi borgarráðs á haustdögum 2018 var verið að reyna að fá enn meira fé í það. Verkefnið var þá þegar komið langt fram úr kostnaðaráætlun. Hefði minnihlutinn ekki farið að spyrja spurninga um þetta, heimta svör og krefjast þess að staldrað yrði við þá hefði þetta stóra spillingarmál sennilega ekki komist upp á yfirborðið. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun