Átjándi sigur Juventus kom gegn botnliðinu Anton Ingi Leifsson skrifar 21. janúar 2019 21:30 Auðvelt hjá Juventus í kvöld. vísir/getty Juventus vann sinn átjánda sigur í ítölsku úrvalsdeildinni er liðið vann þægilegan 3-0 sigur á Chieivo á heimavelli í Tórínó í kvöld. Það voru ekki liðnar nema þrettán mínútur er Douglas Costa skoraði fyrsta mark leiksins og Emre Can tvöfaldaði forystuna rétt fyrir hlé. Staðan var 2-0 allt þangað til á 84. mínútu er varnarmaðurinn Daniele Rugani skoraði þriðja og síðasta mark leiksins. Öruggur 3-0 sigur meistaranna. Juventus er á toppnum með 56 stig, níu stigum á undan Napoli sem er í öðru sætinu, en Chievo er á botninum með átta stig. Ítalski boltinn
Juventus vann sinn átjánda sigur í ítölsku úrvalsdeildinni er liðið vann þægilegan 3-0 sigur á Chieivo á heimavelli í Tórínó í kvöld. Það voru ekki liðnar nema þrettán mínútur er Douglas Costa skoraði fyrsta mark leiksins og Emre Can tvöfaldaði forystuna rétt fyrir hlé. Staðan var 2-0 allt þangað til á 84. mínútu er varnarmaðurinn Daniele Rugani skoraði þriðja og síðasta mark leiksins. Öruggur 3-0 sigur meistaranna. Juventus er á toppnum með 56 stig, níu stigum á undan Napoli sem er í öðru sætinu, en Chievo er á botninum með átta stig.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti