Saka skautaþjálfara um kynferðislega misnotkun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2019 11:30 Shim Sik-hee á ÓL í fyrra. vísir/getty Suður-Kórea hefur verið í fararbroddi í heiminum í sprettskautahlaupi en nú er búið að varpa dimmum skugga yfir starf skautasambandsins eftir að nokkrar stúlkur stigu fram og sökuðu þjálfarana í Kóreu um kynferðislega misnotkun. Suður-Kórea vann 24 gull á síðustu Vetrarólympíuleikum og skautafólk þjóðarinnar eru þjóðhetjur. Þetta mál er því mikill skellur fyrir þjóðina og ekki síst skautasambandið sem er ásakað að hafa breitt yfir allt saman. Fimm skautakonur, sem kjósa að koma fram undir nafnleynd af ótta við hefndaraðgerðir, opnuðu sig um málið í upphafi vikunnar. „Þær eru raunverulega hræddar við hefndaraðgerðir og útskúfun úr samfélaginu,“ sagði lögmaður stúlknanna en hann hefur einnig farið fram á rannsókn á formanni skautasambandsins sem hann segir hafa hylmt yfir ásakanir í áraraðir. Hann hafi komist upp með það þar sem hann sé vinur þekktra stjórnmálamanna og annarra með áhrif í samfélaginu. Ásakanirnar eru ekki bara um kynferðislega misnotkun. Í janúar steig Shim Sik-hee fram og sagði að þjálfarinn hennar hefði lamið hana síðan hún var sjö ára. Hann hefði meira að segja brotið fingur hennar með íshokkíkylfu. „Hann lamdi mig svo oft, og svo fast, að ég óttaðist að deyja á æfingum hjá honum,“ sagði Shim en þjálfarinn hennar var dæmdur í tíu mánaða fangelsi enda kom í ljós að hann hefði lamið fleiri en hana. Sami þjálfari var svo í kjölfarið ásakaður um kynferðislega misnotkun og það opnaði flóðgáttir sem ekki sér fyrir endann á. Þetta mál hefur þegar leitt það af sér að önnur íþróttasambönd í landinu eru að rannsaka hvort slík hegðun hafi viðgengist innan þeirra raða. Konur í kóreskum íþróttaheimi hafa verið að fá meira hugrekki til þess að stíga fram síðustu misseri og fyrrum tennisstjarnan Kim Ein-hee greindi frá kynferðislegri misnotkun frá sínum þjálfara. Sú misnotkun hófst er hún var aðeins tíu ára gömul. Sá þjálfari fékk tíu ára fangelsisdóm þannig að yfirvöld taka ásakanirnar alvarlega og refsa grimmilega. Aðrar íþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Sjá meira
Suður-Kórea hefur verið í fararbroddi í heiminum í sprettskautahlaupi en nú er búið að varpa dimmum skugga yfir starf skautasambandsins eftir að nokkrar stúlkur stigu fram og sökuðu þjálfarana í Kóreu um kynferðislega misnotkun. Suður-Kórea vann 24 gull á síðustu Vetrarólympíuleikum og skautafólk þjóðarinnar eru þjóðhetjur. Þetta mál er því mikill skellur fyrir þjóðina og ekki síst skautasambandið sem er ásakað að hafa breitt yfir allt saman. Fimm skautakonur, sem kjósa að koma fram undir nafnleynd af ótta við hefndaraðgerðir, opnuðu sig um málið í upphafi vikunnar. „Þær eru raunverulega hræddar við hefndaraðgerðir og útskúfun úr samfélaginu,“ sagði lögmaður stúlknanna en hann hefur einnig farið fram á rannsókn á formanni skautasambandsins sem hann segir hafa hylmt yfir ásakanir í áraraðir. Hann hafi komist upp með það þar sem hann sé vinur þekktra stjórnmálamanna og annarra með áhrif í samfélaginu. Ásakanirnar eru ekki bara um kynferðislega misnotkun. Í janúar steig Shim Sik-hee fram og sagði að þjálfarinn hennar hefði lamið hana síðan hún var sjö ára. Hann hefði meira að segja brotið fingur hennar með íshokkíkylfu. „Hann lamdi mig svo oft, og svo fast, að ég óttaðist að deyja á æfingum hjá honum,“ sagði Shim en þjálfarinn hennar var dæmdur í tíu mánaða fangelsi enda kom í ljós að hann hefði lamið fleiri en hana. Sami þjálfari var svo í kjölfarið ásakaður um kynferðislega misnotkun og það opnaði flóðgáttir sem ekki sér fyrir endann á. Þetta mál hefur þegar leitt það af sér að önnur íþróttasambönd í landinu eru að rannsaka hvort slík hegðun hafi viðgengist innan þeirra raða. Konur í kóreskum íþróttaheimi hafa verið að fá meira hugrekki til þess að stíga fram síðustu misseri og fyrrum tennisstjarnan Kim Ein-hee greindi frá kynferðislegri misnotkun frá sínum þjálfara. Sú misnotkun hófst er hún var aðeins tíu ára gömul. Sá þjálfari fékk tíu ára fangelsisdóm þannig að yfirvöld taka ásakanirnar alvarlega og refsa grimmilega.
Aðrar íþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Sjá meira