Romo las leik New England eins og opna bók Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2019 14:30 Romo náði aldrei að spila í Super Bowl en mun lýsa Super Bowl þess í staðinn. vísir/getty Frammistaða fyrrum NFL-leikstjórnandans Tony Romo í lýsingu á leik Kansas City og New England um liðna helgi hefur vakið mikla athygli. Á meðan hinn þrautreyndi þjálfari Kansas City Chiefs, Andy Reid, var sem steinrunninn á hliðarlínunni er Tom Brady gekk frá leiknum var Romo að lesa Brady eins og opna bók. Hann tjáði áhorfendum CBS frá því hvað myndi gerast í nánast hverju einasta kerfi undir lokin. Algjörlega magnað að fylgjast með lýsaranum..@TonyRomo was calling plays before they happened! pic.twitter.com/4jdm9I8Pl5 — NFL (@NFL) January 22, 2019 Eftir þennan leik er því spáð að lið í NFL-deildinni muni fara eftir Romo og reyna að ráða hann sem þjálfara. Ekkert skrítið því hann er leiðtogi með gríðarlegan skilning á leiknum. CBS líst ekkert á þessa umræðu og er víst tilbúið að bjóða Romo mikla launahækkun til þess að halda honum í lýsaraklefanum. Romo á eitt ár eftir af núverandi samningi sínum við CBS en hann er sagður fá 4 milljónir dollara á ári eða rúmar 480 milljónir króna. Launahæsti lýsari í sögu NFL-deildarinnar var goðsögnin John Madden sem fékk 8 milljónir dollara fyrir veturinn 1993. Romo gæti hugsanlega slegið það met ef hann kýs að semja upp á nýtt og halda sig við sjónvarpið. NFL Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Frammistaða fyrrum NFL-leikstjórnandans Tony Romo í lýsingu á leik Kansas City og New England um liðna helgi hefur vakið mikla athygli. Á meðan hinn þrautreyndi þjálfari Kansas City Chiefs, Andy Reid, var sem steinrunninn á hliðarlínunni er Tom Brady gekk frá leiknum var Romo að lesa Brady eins og opna bók. Hann tjáði áhorfendum CBS frá því hvað myndi gerast í nánast hverju einasta kerfi undir lokin. Algjörlega magnað að fylgjast með lýsaranum..@TonyRomo was calling plays before they happened! pic.twitter.com/4jdm9I8Pl5 — NFL (@NFL) January 22, 2019 Eftir þennan leik er því spáð að lið í NFL-deildinni muni fara eftir Romo og reyna að ráða hann sem þjálfara. Ekkert skrítið því hann er leiðtogi með gríðarlegan skilning á leiknum. CBS líst ekkert á þessa umræðu og er víst tilbúið að bjóða Romo mikla launahækkun til þess að halda honum í lýsaraklefanum. Romo á eitt ár eftir af núverandi samningi sínum við CBS en hann er sagður fá 4 milljónir dollara á ári eða rúmar 480 milljónir króna. Launahæsti lýsari í sögu NFL-deildarinnar var goðsögnin John Madden sem fékk 8 milljónir dollara fyrir veturinn 1993. Romo gæti hugsanlega slegið það met ef hann kýs að semja upp á nýtt og halda sig við sjónvarpið.
NFL Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira