Fjórtán milljarða þota Norwegian föst í Íran Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. janúar 2019 06:45 Ein hinna nýju Boeing 737 Max 8 þotna í litum norska flugfélagsins Norwegian sem á fjórtán slíkar. Mynd/Boeing Glæný Boeing 737 Max 8 þota flugfélagsins Norwegian sem nauðlent var í Shiraz í Íran 14. desember síðastliðinn er enn föst þar í landi. „Flugvélin er enn með tæknilegt vandamál í Íran. Á þessum tímapunkti vitum við ekki með vissu hversu langan tíma það tekur áður en tæknilið okkar getur hafið störf,“ segir Andreas Hjørnholm, upplýsingafulltrúi hjá Norwegian. Þetta segir Andreas hafa verið stöðuna um áramótin og að hún sé enn óbreytt. Ekkert meira sé hægt að gefa upp um málið. Þar með svarar Norwegian ekki spurningum Fréttablaðsins um hvað hafi valdið því að Boeing-þotunni var nauðlent í Shiraz og hvort vandinn við að koma þotunni í loftið á ný sé eingöngu tæknilegs eðlis eða hvort einnig sé snurða á þræðinum vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna á Íran og efnahagsþvingana sem landið sé beitt vegna þróunar þess á notkun kjarnorku. Boeing-þotan var nýlögð upp í áætlunarflug Norwegian frá Dúbaí til Óslóar í Noregi þegar upp kom svo alvarleg bilun í öðrum hreyfli vélarinnar að flugstjórinn óskaði leyfis flugmálayfirvalda í Íran til að lenda þar. Farþegarnir og áhöfnin, alls 186 manns, voru sótt daginn eftir og komið til Ósló en skilja þurfti þotuna eftir. Leiddar hafa verið líkur að því að viðskiptabannið gegn Íran flæki stöðuna verulega fyrir Norwegian þar sem bannað er selja varahluti frá Bandaríkjunum til landsins. Þetta fæst þó ekki staðfest hjá flugfélaginu sem fyrr segir. Haft hefur verið eftir fulltrúum félagsins í nokkrum erlendum fjölmiðlum að tafirnar helgist af pappírsvinnu vegna flókins regluverks í Íran. Þess má geta að listaverð á Boeing 737 Max 8 þotum er 117 milljónir dala. Það þýðir að þota að jafnvirði rúmlega 14 milljarða króna, hafi hún verið keypt á listaverði, situr föst á flugvelli í Íran og Norwegian kveðst ekki geta svarað því hvenær hún næst þaðan. Atvikið er einnig athyglisvert fyrir þær sakir að Boeing 737 Max 8 þotan er nákvæmlega sömu tegundar og álíka gömul og þotan sem hrapaði í lok október eftir flugtak í Indónesíu. Allir um borð í þeirri vél fórust. Norwegian flýgur áætlunarflug frá Íslandi til ýmissa borga í Evrópu, meðal þeirra eru Ósló, Alicante, London, Madríd, Róm og Barcelona. Af 160 flugvéla flota félagsins eru fjórtán þotur af gerðinni Boeing 737 Max 8. Ekki fékkst svar frá Norwegian í gær um hvort sú þotutegund er á áætlun til og frá Íslandi.Uppfært 10:20 Í ljósi ábendinga hefur fréttin verið lagfærð, felld var út setning um meinta bilun í hreyfli vélar sem fórst eftir flugtak í Indónesíu. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Íran Noregur Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Glæný Boeing 737 Max 8 þota flugfélagsins Norwegian sem nauðlent var í Shiraz í Íran 14. desember síðastliðinn er enn föst þar í landi. „Flugvélin er enn með tæknilegt vandamál í Íran. Á þessum tímapunkti vitum við ekki með vissu hversu langan tíma það tekur áður en tæknilið okkar getur hafið störf,“ segir Andreas Hjørnholm, upplýsingafulltrúi hjá Norwegian. Þetta segir Andreas hafa verið stöðuna um áramótin og að hún sé enn óbreytt. Ekkert meira sé hægt að gefa upp um málið. Þar með svarar Norwegian ekki spurningum Fréttablaðsins um hvað hafi valdið því að Boeing-þotunni var nauðlent í Shiraz og hvort vandinn við að koma þotunni í loftið á ný sé eingöngu tæknilegs eðlis eða hvort einnig sé snurða á þræðinum vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna á Íran og efnahagsþvingana sem landið sé beitt vegna þróunar þess á notkun kjarnorku. Boeing-þotan var nýlögð upp í áætlunarflug Norwegian frá Dúbaí til Óslóar í Noregi þegar upp kom svo alvarleg bilun í öðrum hreyfli vélarinnar að flugstjórinn óskaði leyfis flugmálayfirvalda í Íran til að lenda þar. Farþegarnir og áhöfnin, alls 186 manns, voru sótt daginn eftir og komið til Ósló en skilja þurfti þotuna eftir. Leiddar hafa verið líkur að því að viðskiptabannið gegn Íran flæki stöðuna verulega fyrir Norwegian þar sem bannað er selja varahluti frá Bandaríkjunum til landsins. Þetta fæst þó ekki staðfest hjá flugfélaginu sem fyrr segir. Haft hefur verið eftir fulltrúum félagsins í nokkrum erlendum fjölmiðlum að tafirnar helgist af pappírsvinnu vegna flókins regluverks í Íran. Þess má geta að listaverð á Boeing 737 Max 8 þotum er 117 milljónir dala. Það þýðir að þota að jafnvirði rúmlega 14 milljarða króna, hafi hún verið keypt á listaverði, situr föst á flugvelli í Íran og Norwegian kveðst ekki geta svarað því hvenær hún næst þaðan. Atvikið er einnig athyglisvert fyrir þær sakir að Boeing 737 Max 8 þotan er nákvæmlega sömu tegundar og álíka gömul og þotan sem hrapaði í lok október eftir flugtak í Indónesíu. Allir um borð í þeirri vél fórust. Norwegian flýgur áætlunarflug frá Íslandi til ýmissa borga í Evrópu, meðal þeirra eru Ósló, Alicante, London, Madríd, Róm og Barcelona. Af 160 flugvéla flota félagsins eru fjórtán þotur af gerðinni Boeing 737 Max 8. Ekki fékkst svar frá Norwegian í gær um hvort sú þotutegund er á áætlun til og frá Íslandi.Uppfært 10:20 Í ljósi ábendinga hefur fréttin verið lagfærð, felld var út setning um meinta bilun í hreyfli vélar sem fórst eftir flugtak í Indónesíu.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Íran Noregur Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira