Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. janúar 2019 18:45 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela réttmætan forseta landsins. Sá síðarnefndi lýsti sjálfan sig forseta á fjöldafundi í Karakas, höfuðborg landsins, í dag. Mótmæli gegn ríkisstjórn Madúró og óeirðir á götum Venesúela er engin nýjung en undanfarna daga hafa mótmæli og óeirðir þar magnast til muna. Í nótt var í nógu að snúast fyrir lögreglu og herinn vegna mótmælenda en meðal annars var eldur lagður að styttu af fyrrverandi forseta landsins Hugó Chavez. Fjórir hafa látist í óeirðum í nótt og í dag. Hundruð þúsunda mótmæltu víða um landið í dag en stuðningsmenn Maduro fjölmenntu einnig. Með vaxandi þrótti mótmælenda freistar stjórnarandstaðan í Venesúela þess að taka völdin af forsetanum. Þau telja forsetann í reynd valdaræningja sem hefur ekki verið kjörinn í lýðræðislegri kosningu.Mótmælendur eru langþreyttir á efnahagsástandinu í Venesúela.EPA/Christian HernandezJuan Guaidó, forseti þjóðþingsins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, vill fara fyrir starfsstjórn í krafti þingsins sem hann telur einu lýðræðislega kjörnu samkundu landsins. Hann hefur biðlað til hersins um að standa ekki í vegi fyrir friðsamlegum mótmælum og frjálsum vilja almennings og lýsti sjálfan sig forseta á fjöldafundi í dag. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna hefur þá, líkt og Donald Trump, lýst yfir stuðningi við Guaidó og segir Madúró sitja umboðslausan í embætti forseta. „Bandaríkin taka höndum saman með öðrum frelsiselskandi þjóðum í að viðurkenna þjóðþingið sem síðustu lýðræðiskjörnu stofnunina í landinu ykkar,“ sagði Mike Pence í ávarpi til venesúelsku þjóðarinnar í gær. „Þetta er eina samkundan sem er kjörin af ykkur, fólkinu. Bandaríkin styðja hugrakka ákvörðun Juan Guaidó, forseta þingsins, til að treysta stjórnarskrárbundin völd þingsins í sessi, lýsa Madúró sem valdaræningja og koma á fót starfsstjórn.“ Bandaríkin Donald Trump Venesúela Tengdar fréttir Tveir forsetar Starfandi forseti hefur tekið við í Venesúela eftir að kjörtímabili Nicolás Maduro lauk. Samtök Ameríkuríkja viðurkenna hinn nýja forseta en það gerir Maduro ekki og heldur enn í völdin. 19. janúar 2019 11:00 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela réttmætan forseta landsins. Sá síðarnefndi lýsti sjálfan sig forseta á fjöldafundi í Karakas, höfuðborg landsins, í dag. Mótmæli gegn ríkisstjórn Madúró og óeirðir á götum Venesúela er engin nýjung en undanfarna daga hafa mótmæli og óeirðir þar magnast til muna. Í nótt var í nógu að snúast fyrir lögreglu og herinn vegna mótmælenda en meðal annars var eldur lagður að styttu af fyrrverandi forseta landsins Hugó Chavez. Fjórir hafa látist í óeirðum í nótt og í dag. Hundruð þúsunda mótmæltu víða um landið í dag en stuðningsmenn Maduro fjölmenntu einnig. Með vaxandi þrótti mótmælenda freistar stjórnarandstaðan í Venesúela þess að taka völdin af forsetanum. Þau telja forsetann í reynd valdaræningja sem hefur ekki verið kjörinn í lýðræðislegri kosningu.Mótmælendur eru langþreyttir á efnahagsástandinu í Venesúela.EPA/Christian HernandezJuan Guaidó, forseti þjóðþingsins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, vill fara fyrir starfsstjórn í krafti þingsins sem hann telur einu lýðræðislega kjörnu samkundu landsins. Hann hefur biðlað til hersins um að standa ekki í vegi fyrir friðsamlegum mótmælum og frjálsum vilja almennings og lýsti sjálfan sig forseta á fjöldafundi í dag. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna hefur þá, líkt og Donald Trump, lýst yfir stuðningi við Guaidó og segir Madúró sitja umboðslausan í embætti forseta. „Bandaríkin taka höndum saman með öðrum frelsiselskandi þjóðum í að viðurkenna þjóðþingið sem síðustu lýðræðiskjörnu stofnunina í landinu ykkar,“ sagði Mike Pence í ávarpi til venesúelsku þjóðarinnar í gær. „Þetta er eina samkundan sem er kjörin af ykkur, fólkinu. Bandaríkin styðja hugrakka ákvörðun Juan Guaidó, forseta þingsins, til að treysta stjórnarskrárbundin völd þingsins í sessi, lýsa Madúró sem valdaræningja og koma á fót starfsstjórn.“
Bandaríkin Donald Trump Venesúela Tengdar fréttir Tveir forsetar Starfandi forseti hefur tekið við í Venesúela eftir að kjörtímabili Nicolás Maduro lauk. Samtök Ameríkuríkja viðurkenna hinn nýja forseta en það gerir Maduro ekki og heldur enn í völdin. 19. janúar 2019 11:00 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Tveir forsetar Starfandi forseti hefur tekið við í Venesúela eftir að kjörtímabili Nicolás Maduro lauk. Samtök Ameríkuríkja viðurkenna hinn nýja forseta en það gerir Maduro ekki og heldur enn í völdin. 19. janúar 2019 11:00