Hælisleitandi á tólfta degi hungurverkfalls: „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. janúar 2019 19:00 Íranskur hælisleitandi, sem er bæði andlega og líkamlega veikur, er nú á tólfta degi hungurverkfalls en hann segist ekki fá nauðsynlega læknisaðstoð. Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af manninum sem er sárþjáður af gyllinæð. Þá hafa geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri en áfallateymi rauðakrossinn var kallað út þrisvar sinnum oftar á síðastliðnu ári miðað við árið á undan. Mohsen Parnian, hælisleitenda fráÍran, dvelur hér í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar á Grensásvegi. Hann sótti um hæli hér á landi fyrir um sex mánuðum en hann flúði heimalandið vegna pólitískra ofsókna. Mohsen er á tólfta degi hungurverkfalls en hann segist vera að mótamæla því að hann fái ekki nauðsynlega læknisaðstoð. „Ég er með mjög slæma gyllinægð. Ég er með mjög mikla verki og það blæðir mikið og ég verð að komast í aðgerð,“ segir Mohsen en hann á erfitt með að ganga vegna verkja. Þá glími hann við andleg veikindi en hann segist ekki fá þau lyf sem hann vantar. „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða. Svo get ég ekki borðað því ef ég borða þarf ég að gera þarfir mínar og það er hræðilega vont,“ segir Mohsen.Áshildur Linnet, verkefnastjóri Rauða krossinsRauði krossinn með áhyggjur af manninum Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum er Mohsen metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur. Vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. Því þurfi að fara fram sérstakt mat á mikilvægi þjónustunnar sem Útlendingastofnun lætur framkvæma en það ferli geti tekið langan tíma. „Starfsmenn útlendingastofnunar hafa verið að reyna þoka þessum heilbrigðismálum hans áfram og það tekur langan tíma og það er auðvitaðþað sem reynist honum mjög þungbært. Hann auðvitað er sárþjáður alla daga og við höfum alltaf áhyggjur af þvíþegar skjólstæðingar okkar eru komnir í svona mikiðöngstræti og grípur til örþrifaráða eins og íþessu tilfelli,“ segir Áshildur Linnet, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri Þá segir hún að geðheilbrigðismál í hæliskerfinu hafi aldrei verið eins þung eins og nú. „Við sjáum aukin einkenni alvarlegrar depurðar og sjálfskaðandi hegðunar var meira áberandi árið 2018 heldur en hefur veriðáður og áfallahjálparteymi rauða krossins var kallað mun oftar út en verið hefur,“ segir Áshildur en formleg útköll eymisins voru 26 í fyrra en aðeins 9 áriðáður. „Við erum að fá meira af fólki frá stríðshrjáðum svæðum og meira af fólki sem hefur orðið fyrir miklum áföllum á sinni flóttamannaleið,“ segir Áshildur Linnet. Flóttamenn Heilbrigðismál Hælisleitendur Íran Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Íranskur hælisleitandi, sem er bæði andlega og líkamlega veikur, er nú á tólfta degi hungurverkfalls en hann segist ekki fá nauðsynlega læknisaðstoð. Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af manninum sem er sárþjáður af gyllinæð. Þá hafa geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri en áfallateymi rauðakrossinn var kallað út þrisvar sinnum oftar á síðastliðnu ári miðað við árið á undan. Mohsen Parnian, hælisleitenda fráÍran, dvelur hér í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar á Grensásvegi. Hann sótti um hæli hér á landi fyrir um sex mánuðum en hann flúði heimalandið vegna pólitískra ofsókna. Mohsen er á tólfta degi hungurverkfalls en hann segist vera að mótamæla því að hann fái ekki nauðsynlega læknisaðstoð. „Ég er með mjög slæma gyllinægð. Ég er með mjög mikla verki og það blæðir mikið og ég verð að komast í aðgerð,“ segir Mohsen en hann á erfitt með að ganga vegna verkja. Þá glími hann við andleg veikindi en hann segist ekki fá þau lyf sem hann vantar. „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða. Svo get ég ekki borðað því ef ég borða þarf ég að gera þarfir mínar og það er hræðilega vont,“ segir Mohsen.Áshildur Linnet, verkefnastjóri Rauða krossinsRauði krossinn með áhyggjur af manninum Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum er Mohsen metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur. Vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. Því þurfi að fara fram sérstakt mat á mikilvægi þjónustunnar sem Útlendingastofnun lætur framkvæma en það ferli geti tekið langan tíma. „Starfsmenn útlendingastofnunar hafa verið að reyna þoka þessum heilbrigðismálum hans áfram og það tekur langan tíma og það er auðvitaðþað sem reynist honum mjög þungbært. Hann auðvitað er sárþjáður alla daga og við höfum alltaf áhyggjur af þvíþegar skjólstæðingar okkar eru komnir í svona mikiðöngstræti og grípur til örþrifaráða eins og íþessu tilfelli,“ segir Áshildur Linnet, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri Þá segir hún að geðheilbrigðismál í hæliskerfinu hafi aldrei verið eins þung eins og nú. „Við sjáum aukin einkenni alvarlegrar depurðar og sjálfskaðandi hegðunar var meira áberandi árið 2018 heldur en hefur veriðáður og áfallahjálparteymi rauða krossins var kallað mun oftar út en verið hefur,“ segir Áshildur en formleg útköll eymisins voru 26 í fyrra en aðeins 9 áriðáður. „Við erum að fá meira af fólki frá stríðshrjáðum svæðum og meira af fólki sem hefur orðið fyrir miklum áföllum á sinni flóttamannaleið,“ segir Áshildur Linnet.
Flóttamenn Heilbrigðismál Hælisleitendur Íran Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira