Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Kristján Már Unnarsson skrifar 23. janúar 2019 20:15 Teigsskógarleiðin, nefnd ÞH-leið í gögnum Vegagerðarinnar, gerir ráð fyrir að þrír firðir verði brúaðir, Gufufjörður, Djúpifjörður og Þorskafjörður. Teikning/Vegagerðin. Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. Kröfur um milljarða í viðbót í aðrar lausnir má sömuleiðis telja óraunsæjar í ljósi þess að Vestfjörðum er þegar ætlað langhæsta hlutfall vegafjár á næstu árum. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Yfirlýsingar ráðamanna Reykhólasveitar í kringum ákvörðun um veglínu Vestfjarðarvegar benda til að þeir hafi talið sig geta þvingað ríkið til mun dýrari lausnar. Þeir fengu þessi skilaboð frá samgönguráðherra: „Í samgönguáætlun eru um 25 milljarðar að fara næstu 7-8 árin til sunnanverðra Vestfjarða. Það eru miklir fjármunir og ég sé ekki fyrir mér að það verði hægt að bæta fjármunum við þann hluta á næstu árum öðruvísi en það komi mjög illa niður á öðrum landshlutum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í viðtali við Stöð 2.Meira fé í Reykhólahrepp fæst ekki öðruvísi en að það komi niður á öðrum landshlutum, segir samgönguráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sem dæmi um hátt hlutfall Vestfjarða má nefna að af 13.350 milljóna króna framkvæmdafé samgönguáætlunar á næsta ári fá Dýrafjarðargöng 3.700 milljónir, Gufudalssveit 1.600 milljónir og Dynjandisheiði 300 milljónir í byrjunarframlag, eða alls 5.600 milljónir króna. Þetta eru 42 prósent af öllu framkvæmdafé ársins sem fara til þessara þriggja verkefna á Vestfjörðum þar sem aðeins tvö prósent landsmanna búa. Enn þyngra yrði að mæta kröfum landeigenda í Teigsskógi um jarðgöng undir Hjallaháls, miðað við jarðgangaröð samgönguáætlunar, sem gerir ráð fyrir að næst í röðinni séu Fjarðarheiðargöng á Austurlandi, en þó ekki fyrr en á árunum 2029 til 2033. Sterk krafa verður frá norðanverðum Vestfjörðum um Súðavíkurgöng en eftir bæði Bolungarvíkur- og Dýrafjarðargöng gætu Vestfirðir þurft að fara enn aftar í röðina.Frá veginum um Hjallaháls. Séð inn í botn Þorskafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Frá Suðurlandi má búast við kröfum um Reynisfjallsgöng, frá Norðurlandi um göng milli Siglufjarðar og Fljóta, Tröllaskagagöng og jafnvel ný Ólafsfjarðargöng, og frá Austurlandi um Vopnafjarðargöng og Lónsheiðargöng, og miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast milli landshluta um skiptingu vegafjár gætu Hjallahálsgöng þurft að bíða fram yfir árið 2050. Niðurstaða Vegagerðarinnar er að best og fljótlegast sé að fara Teigsskógarleiðina. „Hún er styst. Hún er umferðaröryggislega séð best og hún er hagstæðust fjárhagslega,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. „Og það er sama hvaða leið verður farin, allsstaðar þurfum við að ganga á náttúruna, þó að við reynum að gera það eins lempilega og við getum, - reynum að fara þar mildilega um og taka eins mikið tillit til allra mögulegra hluta og við getum,“ segir Bergþóra.Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Ráðherrann Sigurður Ingi er búinn að fá nóg af sögunni endalausu. „Ég hef haft áhyggjur af þessu máli í mjög langan tíma, í hvaða farvegi það hefur verið.“ -Og kominn tími til að höggva á hnútinn? „Löngu,“ svarar hann. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sem lauk nú á þriðja tímanum að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. 22. janúar 2019 15:00 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Sjá meira
Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. Kröfur um milljarða í viðbót í aðrar lausnir má sömuleiðis telja óraunsæjar í ljósi þess að Vestfjörðum er þegar ætlað langhæsta hlutfall vegafjár á næstu árum. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Yfirlýsingar ráðamanna Reykhólasveitar í kringum ákvörðun um veglínu Vestfjarðarvegar benda til að þeir hafi talið sig geta þvingað ríkið til mun dýrari lausnar. Þeir fengu þessi skilaboð frá samgönguráðherra: „Í samgönguáætlun eru um 25 milljarðar að fara næstu 7-8 árin til sunnanverðra Vestfjarða. Það eru miklir fjármunir og ég sé ekki fyrir mér að það verði hægt að bæta fjármunum við þann hluta á næstu árum öðruvísi en það komi mjög illa niður á öðrum landshlutum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í viðtali við Stöð 2.Meira fé í Reykhólahrepp fæst ekki öðruvísi en að það komi niður á öðrum landshlutum, segir samgönguráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sem dæmi um hátt hlutfall Vestfjarða má nefna að af 13.350 milljóna króna framkvæmdafé samgönguáætlunar á næsta ári fá Dýrafjarðargöng 3.700 milljónir, Gufudalssveit 1.600 milljónir og Dynjandisheiði 300 milljónir í byrjunarframlag, eða alls 5.600 milljónir króna. Þetta eru 42 prósent af öllu framkvæmdafé ársins sem fara til þessara þriggja verkefna á Vestfjörðum þar sem aðeins tvö prósent landsmanna búa. Enn þyngra yrði að mæta kröfum landeigenda í Teigsskógi um jarðgöng undir Hjallaháls, miðað við jarðgangaröð samgönguáætlunar, sem gerir ráð fyrir að næst í röðinni séu Fjarðarheiðargöng á Austurlandi, en þó ekki fyrr en á árunum 2029 til 2033. Sterk krafa verður frá norðanverðum Vestfjörðum um Súðavíkurgöng en eftir bæði Bolungarvíkur- og Dýrafjarðargöng gætu Vestfirðir þurft að fara enn aftar í röðina.Frá veginum um Hjallaháls. Séð inn í botn Þorskafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Frá Suðurlandi má búast við kröfum um Reynisfjallsgöng, frá Norðurlandi um göng milli Siglufjarðar og Fljóta, Tröllaskagagöng og jafnvel ný Ólafsfjarðargöng, og frá Austurlandi um Vopnafjarðargöng og Lónsheiðargöng, og miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast milli landshluta um skiptingu vegafjár gætu Hjallahálsgöng þurft að bíða fram yfir árið 2050. Niðurstaða Vegagerðarinnar er að best og fljótlegast sé að fara Teigsskógarleiðina. „Hún er styst. Hún er umferðaröryggislega séð best og hún er hagstæðust fjárhagslega,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. „Og það er sama hvaða leið verður farin, allsstaðar þurfum við að ganga á náttúruna, þó að við reynum að gera það eins lempilega og við getum, - reynum að fara þar mildilega um og taka eins mikið tillit til allra mögulegra hluta og við getum,“ segir Bergþóra.Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Ráðherrann Sigurður Ingi er búinn að fá nóg af sögunni endalausu. „Ég hef haft áhyggjur af þessu máli í mjög langan tíma, í hvaða farvegi það hefur verið.“ -Og kominn tími til að höggva á hnútinn? „Löngu,“ svarar hann. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sem lauk nú á þriðja tímanum að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. 22. janúar 2019 15:00 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Sjá meira
Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sem lauk nú á þriðja tímanum að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. 22. janúar 2019 15:00
Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31