Lewis Clinch fær ekki leikbann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2019 10:30 Lewis Clinch. vísir/bára Grindavík þarf að greiða 50 þúsund króna sekt en Lewis Clinch fær ekki leikbann fyrir ummæli sín á Twitter um dómgæslu í leik Njarðvíkur og keflavíkur á dögunum. Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands vísaði málinu til Aga- og úrskurðarnefndar sem hefur nú tekið það fyrir. „Hinn kærði, Lewis Clinch, sætir ávítum vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter þann 7. janúar 2019. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur skal greiða sekt að fjárhæð kr. 50.000,- til KKÍ,“ segir um niðurstöðuna í frétt á heimasíðu KKÍ. Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Tindastóls, sleppur líka við leikbann vegna háttsemi sinnar í leik Tindastóls og Hauka í Domino´s deildinni en hann fékk bara áminningu. Lewis Clinch var kærður fyrir tvenn skilaboð á samfélagsmiðlinum Twitter sem kærði lét falla mánudaginn 7. janúar 2018 vegna leiks Keflavíkur og Njarðvíkur sem fram fór um það kvöld. Í fyrri skilaboðunum kom eftirfarandi fram: „The ref‘s in Iceland showed favoritism in the njarvaik (sic) vs kef game. Seems like they wanted Njarvik (sic) to win.“ Seinni skilaboðin, sem voru svar við skilaboðum þriðja aðila, voru eftirfarandi: „Makes sense. They needed to even it out in the end. I honestly dont (sic) care who wins or loses. I hate both teams. Games just need to be called even.“ Í tilvísun kom fram að það væri mat stjórnar KKÍ að ummælin vegi mjög að starfsheiðri og heilindum körfuknattleiksdómara og að þessi ummæli skaði ímynd íþróttarinnar. Telur stjórn KKÍ að ummæli sem þessi eigi aldrei að sjást eða heyrast hjá aðilum í kringum íþróttina á opinberum vettvangi. Var því óskað eftir að málið yrði tekið fyrir hjá aga-og úrskurðarnefnd með vísan til 14. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd. Lokaorðin í dómnum eru eftirfarin: „Kærði hefur gerst brotlegur við ákvæði 14. gr. reglugerðarinnar. Í ákvæði n. liðar 13. gr. reglugerðarinnar segir að brot skv. tilkynningu stjórnar KKÍ, sbr. ákvæði 14. gr. glugerðarinnar, hafi í för með sér refsingu eftir eðli brotsins, þ.á m. áminningu, ávítur, sektir að fjárhæð kr. 50.000 og leikbann. Aga- og úrskurðarnefnd telur m.a. að í ljósi þess að hinn kærði var ekki leikmaður viðkomandi leiks né hafði aðrar beinar tengingar við leikinn séu ávítur nægilegar sem agaviðurlög gagnvart honum. Nefndin telur aftur á móti nauðsynlegt að leggja sekt á félag hins kærða. Er þar annars vegar haft í huga stöðu hins kærða, en um er ræða leikmann meistaraflokks í félagi sem spilar í efstu deild, og hins vegar almenn og sérstök varnaðaráhrif ákvæðis 14. gr. reglugerðarinnar. Í samræmi við ákvæði n. liðar 13. gr. reglugerðarinnar ákvarðast fjárhæð sektarinnarkr. 50.000.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vísa Twitter-færslu Clinch um dómarana í Keflavík-Njarðvík til aganefndar KKÍ Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. 9. janúar 2019 13:00 Lewis Clinch segist elska alla dómara á Íslandi: Ekki meðvitaður um að ég gæti fengið bann fyrir þetta Lewis Clinch læsti Twitter síðu sinni en sendi Körfunni og Körfuknattleikssambandinu skilaðboð eftir atburði dagsins. 9. janúar 2019 14:45 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
Grindavík þarf að greiða 50 þúsund króna sekt en Lewis Clinch fær ekki leikbann fyrir ummæli sín á Twitter um dómgæslu í leik Njarðvíkur og keflavíkur á dögunum. Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands vísaði málinu til Aga- og úrskurðarnefndar sem hefur nú tekið það fyrir. „Hinn kærði, Lewis Clinch, sætir ávítum vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter þann 7. janúar 2019. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur skal greiða sekt að fjárhæð kr. 50.000,- til KKÍ,“ segir um niðurstöðuna í frétt á heimasíðu KKÍ. Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Tindastóls, sleppur líka við leikbann vegna háttsemi sinnar í leik Tindastóls og Hauka í Domino´s deildinni en hann fékk bara áminningu. Lewis Clinch var kærður fyrir tvenn skilaboð á samfélagsmiðlinum Twitter sem kærði lét falla mánudaginn 7. janúar 2018 vegna leiks Keflavíkur og Njarðvíkur sem fram fór um það kvöld. Í fyrri skilaboðunum kom eftirfarandi fram: „The ref‘s in Iceland showed favoritism in the njarvaik (sic) vs kef game. Seems like they wanted Njarvik (sic) to win.“ Seinni skilaboðin, sem voru svar við skilaboðum þriðja aðila, voru eftirfarandi: „Makes sense. They needed to even it out in the end. I honestly dont (sic) care who wins or loses. I hate both teams. Games just need to be called even.“ Í tilvísun kom fram að það væri mat stjórnar KKÍ að ummælin vegi mjög að starfsheiðri og heilindum körfuknattleiksdómara og að þessi ummæli skaði ímynd íþróttarinnar. Telur stjórn KKÍ að ummæli sem þessi eigi aldrei að sjást eða heyrast hjá aðilum í kringum íþróttina á opinberum vettvangi. Var því óskað eftir að málið yrði tekið fyrir hjá aga-og úrskurðarnefnd með vísan til 14. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd. Lokaorðin í dómnum eru eftirfarin: „Kærði hefur gerst brotlegur við ákvæði 14. gr. reglugerðarinnar. Í ákvæði n. liðar 13. gr. reglugerðarinnar segir að brot skv. tilkynningu stjórnar KKÍ, sbr. ákvæði 14. gr. glugerðarinnar, hafi í för með sér refsingu eftir eðli brotsins, þ.á m. áminningu, ávítur, sektir að fjárhæð kr. 50.000 og leikbann. Aga- og úrskurðarnefnd telur m.a. að í ljósi þess að hinn kærði var ekki leikmaður viðkomandi leiks né hafði aðrar beinar tengingar við leikinn séu ávítur nægilegar sem agaviðurlög gagnvart honum. Nefndin telur aftur á móti nauðsynlegt að leggja sekt á félag hins kærða. Er þar annars vegar haft í huga stöðu hins kærða, en um er ræða leikmann meistaraflokks í félagi sem spilar í efstu deild, og hins vegar almenn og sérstök varnaðaráhrif ákvæðis 14. gr. reglugerðarinnar. Í samræmi við ákvæði n. liðar 13. gr. reglugerðarinnar ákvarðast fjárhæð sektarinnarkr. 50.000.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vísa Twitter-færslu Clinch um dómarana í Keflavík-Njarðvík til aganefndar KKÍ Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. 9. janúar 2019 13:00 Lewis Clinch segist elska alla dómara á Íslandi: Ekki meðvitaður um að ég gæti fengið bann fyrir þetta Lewis Clinch læsti Twitter síðu sinni en sendi Körfunni og Körfuknattleikssambandinu skilaðboð eftir atburði dagsins. 9. janúar 2019 14:45 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
Vísa Twitter-færslu Clinch um dómarana í Keflavík-Njarðvík til aganefndar KKÍ Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. 9. janúar 2019 13:00
Lewis Clinch segist elska alla dómara á Íslandi: Ekki meðvitaður um að ég gæti fengið bann fyrir þetta Lewis Clinch læsti Twitter síðu sinni en sendi Körfunni og Körfuknattleikssambandinu skilaðboð eftir atburði dagsins. 9. janúar 2019 14:45