Stefnt að því að hækka bæði framfærslu og frítekjumark hjá LÍN Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2019 11:03 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, situr fyrir svörum á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að bæði framfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna verði hækkuð sem og frítekjumark þeirra. Þetta kom fram í máli hennar á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherrann út í LÍN og vísaði í herferð Landssambands íslenskra stúdenta undir yfirskriftinni „Stúdentar mega ekki hafa það betra“ en herferðin er um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þingmaðurinn sagði að krafa stúdenta um að sjóðurinn tæki upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd færi sívaxandi og þá vakti hún athygli á lágu framfærsluviðmiði sjóðsins sem stendur í tæpum 193 þúsund krónum. Þá er það svo að lán námsmanna skerðast vinni þeir sér inn pening, til að mynda yfir sumartímann, og hafa stúdentar gagnrýnt það í gegnum tíðina og kallað eftir hærra frítekjumarki. Auk þess hafa stúdentar gagnrýnt það fyrirkomulag sem tíðkast við útborgun lánanna en það fjöldi námsmanna þarf að taka yfirdrátt til að brúa bilið áður en lánin fást greidd út.„Ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum“ Nú fer fram endurskoðun á lögum um LÍN og beindi Jóhanna Vigdís nokkrum spurningum til ráðherra. „Stendur til að hækka framfærsluviðmið sjóðsins og miða við lágmarkslaun? Mun frítekjumark lánþega hjá LÍN hækka þannig að sumarvinna nemenda lækki ekki launin þeirra? Mun lánasjóðurinn greiða út 100 prósent af reiknaðri framfærsluþörf nemenda eftir endurskoðun? Mun fyrirkomulag á útborgun lána breytast þannig að þeir verða ekki komnir upp á yfirdrátt hjá bönkunum? Stendur til að færa fyrirkomulag lána allra námsmanna nær norrænu styrkjakerfi þar sem hluti náms fellur niður að námi loknu?“ spurði Jóhanna Vigdís. Lilja fagnaði fyrirspurninni og sagði að góð vinna hefði farið fram við endurskoðun laga um LÍN. Hún hefði haft öfluga verkefnastjórn sem væri að skila góðum tillögum og svo kallað til færustu lánasérfræðinga landsins til að búa til nýtt og öflugt kerfi. „Og ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum. Háttvirtur þingmaður spyr hvort það eigi að hækka framfærsluna. Já, hún verður hækkuð. Háttvirtur þingmaður spyr á að hækka frítekjumarkið? Já, það verður hækkað. Stefnum við að 100 prósentunum? Já, við gerum það og það sem við munum fá, við viljum vera framsækið og öflugt menntakerfi og það mun svo sannarlega takast á vakt þess menntamálaráðherra,“ sagði Lilja. Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Yfir sexhundruð færri í námi vegna aðgerða LÍN segir stjórnarformaður SÍNE Íslenskum námsmönnum sem sækja nám erlendis og fá námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna voru ríflega sexhundruð færri árið 2016 en árið 2013. Stjórnarformaður Sambands íslenskra námsmanna í útlöndum segir að dregið hafi gríðarlega úr hvata til náms vegna niðurskurður á námslánum. 23. janúar 2019 12:00 Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að bæði framfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna verði hækkuð sem og frítekjumark þeirra. Þetta kom fram í máli hennar á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherrann út í LÍN og vísaði í herferð Landssambands íslenskra stúdenta undir yfirskriftinni „Stúdentar mega ekki hafa það betra“ en herferðin er um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þingmaðurinn sagði að krafa stúdenta um að sjóðurinn tæki upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd færi sívaxandi og þá vakti hún athygli á lágu framfærsluviðmiði sjóðsins sem stendur í tæpum 193 þúsund krónum. Þá er það svo að lán námsmanna skerðast vinni þeir sér inn pening, til að mynda yfir sumartímann, og hafa stúdentar gagnrýnt það í gegnum tíðina og kallað eftir hærra frítekjumarki. Auk þess hafa stúdentar gagnrýnt það fyrirkomulag sem tíðkast við útborgun lánanna en það fjöldi námsmanna þarf að taka yfirdrátt til að brúa bilið áður en lánin fást greidd út.„Ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum“ Nú fer fram endurskoðun á lögum um LÍN og beindi Jóhanna Vigdís nokkrum spurningum til ráðherra. „Stendur til að hækka framfærsluviðmið sjóðsins og miða við lágmarkslaun? Mun frítekjumark lánþega hjá LÍN hækka þannig að sumarvinna nemenda lækki ekki launin þeirra? Mun lánasjóðurinn greiða út 100 prósent af reiknaðri framfærsluþörf nemenda eftir endurskoðun? Mun fyrirkomulag á útborgun lána breytast þannig að þeir verða ekki komnir upp á yfirdrátt hjá bönkunum? Stendur til að færa fyrirkomulag lána allra námsmanna nær norrænu styrkjakerfi þar sem hluti náms fellur niður að námi loknu?“ spurði Jóhanna Vigdís. Lilja fagnaði fyrirspurninni og sagði að góð vinna hefði farið fram við endurskoðun laga um LÍN. Hún hefði haft öfluga verkefnastjórn sem væri að skila góðum tillögum og svo kallað til færustu lánasérfræðinga landsins til að búa til nýtt og öflugt kerfi. „Og ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum. Háttvirtur þingmaður spyr hvort það eigi að hækka framfærsluna. Já, hún verður hækkuð. Háttvirtur þingmaður spyr á að hækka frítekjumarkið? Já, það verður hækkað. Stefnum við að 100 prósentunum? Já, við gerum það og það sem við munum fá, við viljum vera framsækið og öflugt menntakerfi og það mun svo sannarlega takast á vakt þess menntamálaráðherra,“ sagði Lilja.
Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Yfir sexhundruð færri í námi vegna aðgerða LÍN segir stjórnarformaður SÍNE Íslenskum námsmönnum sem sækja nám erlendis og fá námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna voru ríflega sexhundruð færri árið 2016 en árið 2013. Stjórnarformaður Sambands íslenskra námsmanna í útlöndum segir að dregið hafi gríðarlega úr hvata til náms vegna niðurskurður á námslánum. 23. janúar 2019 12:00 Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Yfir sexhundruð færri í námi vegna aðgerða LÍN segir stjórnarformaður SÍNE Íslenskum námsmönnum sem sækja nám erlendis og fá námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna voru ríflega sexhundruð færri árið 2016 en árið 2013. Stjórnarformaður Sambands íslenskra námsmanna í útlöndum segir að dregið hafi gríðarlega úr hvata til náms vegna niðurskurður á námslánum. 23. janúar 2019 12:00
Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00