Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2019 12:57 Knox ásamt móður sinni þegar hún kom aftur til Bandaríkjanna árið 2015. AP/Ted S. Warren Mannréttindadómstóll Evrópu hefur skipað ítalska ríkinu að borga Amöndu Knox bætur fyrir að hafa ekki útvegað henni lögmann og túlk við yfirheyrslur eftir að breskur meðleigjandi hennar var myrtur í nóvember 2007. Dómstóllinn sagði ekki nægar sannanir fyrir því að Knox hefði verið beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi, eins og hún hefur haldið fram. Allt í allt var Ítalíu gert að greiða Knox tuttugu þúsund dali, sem samsvarar um tveimur og hálfri milljón króna.Í niðurstöðu dómsins, sem er aðeins aðgengilegur á frönsku þegar þetta er skrifað, segir að yfirvöldum á Ítalíu hefði ekki tekist að sanna að það að veita Knox ekki aðgang að lögmanni hafi ekki komið verulega niður á sanngirni réttarhaldanna gegn henni.„Frú Knox var í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem erlend kona, tvítug að aldri, sem hafði ekki verið lengi í Ítalíu og talaði ítölsku ekki sérlega vel,“ segir í dómnum. Knox er nú 31 árs gömul en hún var sýknuð af morði Meredith Kercher af Hæstarétti Ítalíu árið 2015, eftir að hafa setið í fangelsi í á fjórða ár. Þáverandi kærasti hennar var einnig dæmdur fyrir morðið en hann var einnig sýknaður seinna meir. Knox var einnig sakfelld fyrir að hafa sakað bareiganda um morðið og stendur hún nú í málaferlum til að fá þeim dómi hnekkt, á þeim grundvelli að hún hafi hvorki fengið aðgang að túlki né lögmanni. Kercher fannst nakin í íbúð þeirra og hafði hún verið skorin á háls. Það var við þessa fyrstu yfirheyrslu sem hún sakaði Patrick Lumumba um að hafa myrt Kercher en lögmenn hennar segja hana hafa verið þvingaða til að leggja ásökunina fram. Mannréttindadómstóllinn bendir á að hún hafi fljótt og ítrekað dregið ásökunina til baka. Nú situr innflytjandi frá Fílabeinsströndinni í fangelsi fyrir morðið en hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að myrða Kercher. Amanda Knox Ítalía Tengdar fréttir Amanda Knox sakar Ítalskan fangavörð um áreitni Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana. 7. október 2011 21:15 Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. 19. júní 2013 09:00 Amanda Knox komin heim Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra. 5. október 2011 09:00 Amanda Knox fundin sek á ný Bandaríski neminn hlaut að þessu sinni 28 ára fangelsisdóm. 30. janúar 2014 22:32 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur skipað ítalska ríkinu að borga Amöndu Knox bætur fyrir að hafa ekki útvegað henni lögmann og túlk við yfirheyrslur eftir að breskur meðleigjandi hennar var myrtur í nóvember 2007. Dómstóllinn sagði ekki nægar sannanir fyrir því að Knox hefði verið beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi, eins og hún hefur haldið fram. Allt í allt var Ítalíu gert að greiða Knox tuttugu þúsund dali, sem samsvarar um tveimur og hálfri milljón króna.Í niðurstöðu dómsins, sem er aðeins aðgengilegur á frönsku þegar þetta er skrifað, segir að yfirvöldum á Ítalíu hefði ekki tekist að sanna að það að veita Knox ekki aðgang að lögmanni hafi ekki komið verulega niður á sanngirni réttarhaldanna gegn henni.„Frú Knox var í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem erlend kona, tvítug að aldri, sem hafði ekki verið lengi í Ítalíu og talaði ítölsku ekki sérlega vel,“ segir í dómnum. Knox er nú 31 árs gömul en hún var sýknuð af morði Meredith Kercher af Hæstarétti Ítalíu árið 2015, eftir að hafa setið í fangelsi í á fjórða ár. Þáverandi kærasti hennar var einnig dæmdur fyrir morðið en hann var einnig sýknaður seinna meir. Knox var einnig sakfelld fyrir að hafa sakað bareiganda um morðið og stendur hún nú í málaferlum til að fá þeim dómi hnekkt, á þeim grundvelli að hún hafi hvorki fengið aðgang að túlki né lögmanni. Kercher fannst nakin í íbúð þeirra og hafði hún verið skorin á háls. Það var við þessa fyrstu yfirheyrslu sem hún sakaði Patrick Lumumba um að hafa myrt Kercher en lögmenn hennar segja hana hafa verið þvingaða til að leggja ásökunina fram. Mannréttindadómstóllinn bendir á að hún hafi fljótt og ítrekað dregið ásökunina til baka. Nú situr innflytjandi frá Fílabeinsströndinni í fangelsi fyrir morðið en hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að myrða Kercher.
Amanda Knox Ítalía Tengdar fréttir Amanda Knox sakar Ítalskan fangavörð um áreitni Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana. 7. október 2011 21:15 Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. 19. júní 2013 09:00 Amanda Knox komin heim Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra. 5. október 2011 09:00 Amanda Knox fundin sek á ný Bandaríski neminn hlaut að þessu sinni 28 ára fangelsisdóm. 30. janúar 2014 22:32 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Amanda Knox sakar Ítalskan fangavörð um áreitni Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana. 7. október 2011 21:15
Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. 19. júní 2013 09:00
Amanda Knox komin heim Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra. 5. október 2011 09:00
Amanda Knox fundin sek á ný Bandaríski neminn hlaut að þessu sinni 28 ára fangelsisdóm. 30. janúar 2014 22:32