Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2019 12:57 Knox ásamt móður sinni þegar hún kom aftur til Bandaríkjanna árið 2015. AP/Ted S. Warren Mannréttindadómstóll Evrópu hefur skipað ítalska ríkinu að borga Amöndu Knox bætur fyrir að hafa ekki útvegað henni lögmann og túlk við yfirheyrslur eftir að breskur meðleigjandi hennar var myrtur í nóvember 2007. Dómstóllinn sagði ekki nægar sannanir fyrir því að Knox hefði verið beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi, eins og hún hefur haldið fram. Allt í allt var Ítalíu gert að greiða Knox tuttugu þúsund dali, sem samsvarar um tveimur og hálfri milljón króna.Í niðurstöðu dómsins, sem er aðeins aðgengilegur á frönsku þegar þetta er skrifað, segir að yfirvöldum á Ítalíu hefði ekki tekist að sanna að það að veita Knox ekki aðgang að lögmanni hafi ekki komið verulega niður á sanngirni réttarhaldanna gegn henni.„Frú Knox var í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem erlend kona, tvítug að aldri, sem hafði ekki verið lengi í Ítalíu og talaði ítölsku ekki sérlega vel,“ segir í dómnum. Knox er nú 31 árs gömul en hún var sýknuð af morði Meredith Kercher af Hæstarétti Ítalíu árið 2015, eftir að hafa setið í fangelsi í á fjórða ár. Þáverandi kærasti hennar var einnig dæmdur fyrir morðið en hann var einnig sýknaður seinna meir. Knox var einnig sakfelld fyrir að hafa sakað bareiganda um morðið og stendur hún nú í málaferlum til að fá þeim dómi hnekkt, á þeim grundvelli að hún hafi hvorki fengið aðgang að túlki né lögmanni. Kercher fannst nakin í íbúð þeirra og hafði hún verið skorin á háls. Það var við þessa fyrstu yfirheyrslu sem hún sakaði Patrick Lumumba um að hafa myrt Kercher en lögmenn hennar segja hana hafa verið þvingaða til að leggja ásökunina fram. Mannréttindadómstóllinn bendir á að hún hafi fljótt og ítrekað dregið ásökunina til baka. Nú situr innflytjandi frá Fílabeinsströndinni í fangelsi fyrir morðið en hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að myrða Kercher. Amanda Knox Ítalía Tengdar fréttir Amanda Knox sakar Ítalskan fangavörð um áreitni Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana. 7. október 2011 21:15 Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. 19. júní 2013 09:00 Amanda Knox komin heim Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra. 5. október 2011 09:00 Amanda Knox fundin sek á ný Bandaríski neminn hlaut að þessu sinni 28 ára fangelsisdóm. 30. janúar 2014 22:32 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur skipað ítalska ríkinu að borga Amöndu Knox bætur fyrir að hafa ekki útvegað henni lögmann og túlk við yfirheyrslur eftir að breskur meðleigjandi hennar var myrtur í nóvember 2007. Dómstóllinn sagði ekki nægar sannanir fyrir því að Knox hefði verið beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi, eins og hún hefur haldið fram. Allt í allt var Ítalíu gert að greiða Knox tuttugu þúsund dali, sem samsvarar um tveimur og hálfri milljón króna.Í niðurstöðu dómsins, sem er aðeins aðgengilegur á frönsku þegar þetta er skrifað, segir að yfirvöldum á Ítalíu hefði ekki tekist að sanna að það að veita Knox ekki aðgang að lögmanni hafi ekki komið verulega niður á sanngirni réttarhaldanna gegn henni.„Frú Knox var í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem erlend kona, tvítug að aldri, sem hafði ekki verið lengi í Ítalíu og talaði ítölsku ekki sérlega vel,“ segir í dómnum. Knox er nú 31 árs gömul en hún var sýknuð af morði Meredith Kercher af Hæstarétti Ítalíu árið 2015, eftir að hafa setið í fangelsi í á fjórða ár. Þáverandi kærasti hennar var einnig dæmdur fyrir morðið en hann var einnig sýknaður seinna meir. Knox var einnig sakfelld fyrir að hafa sakað bareiganda um morðið og stendur hún nú í málaferlum til að fá þeim dómi hnekkt, á þeim grundvelli að hún hafi hvorki fengið aðgang að túlki né lögmanni. Kercher fannst nakin í íbúð þeirra og hafði hún verið skorin á háls. Það var við þessa fyrstu yfirheyrslu sem hún sakaði Patrick Lumumba um að hafa myrt Kercher en lögmenn hennar segja hana hafa verið þvingaða til að leggja ásökunina fram. Mannréttindadómstóllinn bendir á að hún hafi fljótt og ítrekað dregið ásökunina til baka. Nú situr innflytjandi frá Fílabeinsströndinni í fangelsi fyrir morðið en hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að myrða Kercher.
Amanda Knox Ítalía Tengdar fréttir Amanda Knox sakar Ítalskan fangavörð um áreitni Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana. 7. október 2011 21:15 Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. 19. júní 2013 09:00 Amanda Knox komin heim Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra. 5. október 2011 09:00 Amanda Knox fundin sek á ný Bandaríski neminn hlaut að þessu sinni 28 ára fangelsisdóm. 30. janúar 2014 22:32 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Amanda Knox sakar Ítalskan fangavörð um áreitni Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana. 7. október 2011 21:15
Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. 19. júní 2013 09:00
Amanda Knox komin heim Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra. 5. október 2011 09:00
Amanda Knox fundin sek á ný Bandaríski neminn hlaut að þessu sinni 28 ára fangelsisdóm. 30. janúar 2014 22:32