Jóhann Þór: Leikmenn eru ekki á sömu blaðsíðu og ég Smári Jökull Jónsson skrifar 24. janúar 2019 21:31 Jóhann Þór Ólafsson þjálfar Grindavík. visir/bára Það var þungt hljóðið í Jóhanni Þór Ólafssyni þjálfara Grindavíkur eftir tapið gegn Þórsurum í kvöld en þetta var þriðja tap Grindavíkinga í röð í deild og bikar. „Þetta var mjög erfitt, við vorum slakir og 2019 stíll yfir þessu. Þetta er búið að vera mjög erfitt, það voru samt alveg ljósir punktar og allt það. Þeir settu stór skot á meðan við klikkuðum á sniðskotum. Það er andleysi og vonleysi og eitt og annað sem einkennir okkar leik,“ sagði Jóhann í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Sóknarlega erum við í einhverjum götubolta og það er alveg sama hvað maður reynir, hvað maður teiknar upp og hvaða skilaboðum maður reynir að koma inná þá eru leikmenn ekki á sömu blaðsíðu og ég. Þetta er mjög erfitt þessa dagana.“ Grindvíkingar áttu tækifæri á að komast nær Þórsurum í leiknum í kvöld en í hvert skipti sem heimamenn gerðu sig líklega settu gestirnir niður stór skot og juku forskotið á ný. „Við erum að hlaupa okkar sóknarleik og það er alltaf einhver einn eða einhverjir tveir sem eru að gera eitthvað annað en hann á að vera að gera. Þá er þetta mjög erfitt. Við erum seinir í okkar aðgerðum en það var alveg kraftur í okkur lengst af og auðvitað kemur hálfgert vonleysi á meðan við erum að brenna af okkar færum sem eru jafnvel töluvert opnari en þeirra. Þá fjarar þetta einhvern veginn sjálfkrafa út. Jóhann sagðist ekki viss hvort menn væru enn með trú á verkefninu. „Það er mjög erfitt að segja. Við þurfum að reyna að bæta okkur. Við erum búnir að spila þétt undanfarið, þrjá leiki á sex dögum, en fáum viku til að undirbúa okkur fyrir Valsleikinn. Við komum vonandi ferskir á Hlíðarenda.“ Ólafur Ólafsson byrjaði á bekknum í kvöld vegna meiðsla og sagði Jóhann að erfiðlega gengi að komast að því hvert væri vandamálið. „Það er enginn læknir til að skoða hann og þetta er erfið staða. Hann er kannski að spila af 30% krafti og við þurfum bara að hvíla hann þar til við finnum lausn.“ Þrátt fyrir erfitt gengi sagði Jóhann ekki vera að íhuga að hætta með liðið. „Ég ætla ekki að búa til neina fyrirsögn núna, nei nei. Við reynum að finna lausnir og bæta okkar leik. Það er það eina í stöðunni,“ sagði Jóhann og bætti við að lokum að mögulega myndu Grindvíkingar bæta við leikmanni áður en glugginn lokar. „Við erum búnir að vera að skoða og það er lítið um svör. Það bara kemur í ljós.“ Dominos-deild karla Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira
Það var þungt hljóðið í Jóhanni Þór Ólafssyni þjálfara Grindavíkur eftir tapið gegn Þórsurum í kvöld en þetta var þriðja tap Grindavíkinga í röð í deild og bikar. „Þetta var mjög erfitt, við vorum slakir og 2019 stíll yfir þessu. Þetta er búið að vera mjög erfitt, það voru samt alveg ljósir punktar og allt það. Þeir settu stór skot á meðan við klikkuðum á sniðskotum. Það er andleysi og vonleysi og eitt og annað sem einkennir okkar leik,“ sagði Jóhann í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Sóknarlega erum við í einhverjum götubolta og það er alveg sama hvað maður reynir, hvað maður teiknar upp og hvaða skilaboðum maður reynir að koma inná þá eru leikmenn ekki á sömu blaðsíðu og ég. Þetta er mjög erfitt þessa dagana.“ Grindvíkingar áttu tækifæri á að komast nær Þórsurum í leiknum í kvöld en í hvert skipti sem heimamenn gerðu sig líklega settu gestirnir niður stór skot og juku forskotið á ný. „Við erum að hlaupa okkar sóknarleik og það er alltaf einhver einn eða einhverjir tveir sem eru að gera eitthvað annað en hann á að vera að gera. Þá er þetta mjög erfitt. Við erum seinir í okkar aðgerðum en það var alveg kraftur í okkur lengst af og auðvitað kemur hálfgert vonleysi á meðan við erum að brenna af okkar færum sem eru jafnvel töluvert opnari en þeirra. Þá fjarar þetta einhvern veginn sjálfkrafa út. Jóhann sagðist ekki viss hvort menn væru enn með trú á verkefninu. „Það er mjög erfitt að segja. Við þurfum að reyna að bæta okkur. Við erum búnir að spila þétt undanfarið, þrjá leiki á sex dögum, en fáum viku til að undirbúa okkur fyrir Valsleikinn. Við komum vonandi ferskir á Hlíðarenda.“ Ólafur Ólafsson byrjaði á bekknum í kvöld vegna meiðsla og sagði Jóhann að erfiðlega gengi að komast að því hvert væri vandamálið. „Það er enginn læknir til að skoða hann og þetta er erfið staða. Hann er kannski að spila af 30% krafti og við þurfum bara að hvíla hann þar til við finnum lausn.“ Þrátt fyrir erfitt gengi sagði Jóhann ekki vera að íhuga að hætta með liðið. „Ég ætla ekki að búa til neina fyrirsögn núna, nei nei. Við reynum að finna lausnir og bæta okkar leik. Það er það eina í stöðunni,“ sagði Jóhann og bætti við að lokum að mögulega myndu Grindvíkingar bæta við leikmanni áður en glugginn lokar. „Við erum búnir að vera að skoða og það er lítið um svör. Það bara kemur í ljós.“
Dominos-deild karla Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira