Fleiri skoðanir Hörður Ægisson skrifar 25. janúar 2019 07:00 Er íslenski verðbréfamarkaðurinn ónýtur? Það er kannski orðum aukið en óhætt er að segja að fádæma ládeyða hafi einkennt markaðinn. Þátttakendur eru fáir og veltan hefur dregist saman. Margt kemur til. Þótt endurreisn hlutabréfamarkaðarins, sem hrundi til grunna við fall fjármálakerfisins 2008, hafi sumpart gengið ágætlega þá einkennist viðhorf almennings enn – tíu árum síðar – af tortryggni og vantrausti. Skiljanlega, myndu flestir segja, en horft fram í tímann hlýtur það að vera æskilegt að almennir fjárfestar verði í ríkari mæli þátttakendur á hlutabréfamarkaði. Því er ekki fyrir að fara í dag. Hlutdeild heimila í hlutabréfasjóðum er lítil sem engin og bein hlutafjáreign þeirra nemur aðeins um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni – og hefur farið lækkandi – en var að jafnaði á bilinu 12 til 17 prósent 2002 til 2007. Þetta skýrir einkum þá staðreynd, sem er um margt sláandi, að fjöldi hluthafa í skráðum félögum er í dag samtals aðeins um þúsund en var um tuttugu þúsund fyrir hrun bankanna. Á sama tíma og þátttaka almennra fjárfesta er hverfandi fer verðbréfafyrirtækjum fækkandi, efnamiklir einkafjárfestar standa á hliðarlínunni, fjárfestingasjóðir eru fáir og einsleitir – og fara ört minnkandi – og fjárfestahópurinn samanstendur einkum af lífeyrissjóðum. Þeir hafa kosið að skilja hlutabréfamarkaðinn eftir í einskismannslandi, þar sem engir aðrir fjárfestar eru til að fylla þeirra skarð, samhliða því að sjóðirnir horfa til erlendra fjárfestinga og sjóðsfélagalána. Niðurstaðan er grunnur markaður með ýktum sveiflum í litlum viðskiptum og skoðanaskipti milli ólíkra aðila, forsenda heilbrigðs markaðshagkerfis, eru ekki fyrir hendi. Þetta er ekki góð staða og hefur grafið undan virkni á markaði. Skiptir þetta hagsmuni almennings máli? Skilvirkur markaður, sem veitir skilaboð um virði ólíkra eigna hverju sinni, er mikilvægur valkostur fyrir fyrirtæki til að sækja sér lánsfé og eins sparifjáreigendur til að ávaxta fé sitt. Með öðrum orðum, að veita bönkunum samkeppnislegt aðhald. Ef markaðurinn er vanburðugur og óskilvirkur, sem endurspeglast í miklum verðsveiflum í takmörkuðum viðskiptum, þá gagnast hann ekki sem grunnur að viðmiði fyrir aðra verðlagningu. Afleiðingin er meiri áhætta og hærri fjármögnunarkostnaður – fyrir ríkissjóð, fyrirtæki og heimilin. Allir tapa. Í stað þess að áhættutaka af fjármálalegri milligöngu fari að langstærstum hluta í gegnum bankakerfið, sem er að tveimur þriðju hlutum í eigu ríkisins, þá þarf hún að færast í vaxandi mæli til fjármálamarkaða. Við viljum meiri samkeppni og skoðanir á mörkuðum, en samtímis minni umsvif bankanna. Þetta tvennt helst í hendur. Hvað geta stjórnvöld gert? Tvær leiðir, sem nefndar eru í hvítbók um fjármálakerfið, væru árangursríkastar. Það þarf að fjölga virkum og sjálfstæðum fjárfestingasjóðum, sem byggja á ólíkum fjárfestingastefnum, með því að heimila þeim að taka að sér ávöxtun séreignarsparnaðar sem til þessa hefur aðeins verið á forræði lífeyrissjóðanna. Þá ætti að afnema innflæðishöftin, sem er tímaspursmál við núverandi aðstæður, þannig að erlendir fjárfestar geti í ríkari mæli komið að fjármögnun íslenskra fyrirtækja. Það er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Er íslenski verðbréfamarkaðurinn ónýtur? Það er kannski orðum aukið en óhætt er að segja að fádæma ládeyða hafi einkennt markaðinn. Þátttakendur eru fáir og veltan hefur dregist saman. Margt kemur til. Þótt endurreisn hlutabréfamarkaðarins, sem hrundi til grunna við fall fjármálakerfisins 2008, hafi sumpart gengið ágætlega þá einkennist viðhorf almennings enn – tíu árum síðar – af tortryggni og vantrausti. Skiljanlega, myndu flestir segja, en horft fram í tímann hlýtur það að vera æskilegt að almennir fjárfestar verði í ríkari mæli þátttakendur á hlutabréfamarkaði. Því er ekki fyrir að fara í dag. Hlutdeild heimila í hlutabréfasjóðum er lítil sem engin og bein hlutafjáreign þeirra nemur aðeins um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni – og hefur farið lækkandi – en var að jafnaði á bilinu 12 til 17 prósent 2002 til 2007. Þetta skýrir einkum þá staðreynd, sem er um margt sláandi, að fjöldi hluthafa í skráðum félögum er í dag samtals aðeins um þúsund en var um tuttugu þúsund fyrir hrun bankanna. Á sama tíma og þátttaka almennra fjárfesta er hverfandi fer verðbréfafyrirtækjum fækkandi, efnamiklir einkafjárfestar standa á hliðarlínunni, fjárfestingasjóðir eru fáir og einsleitir – og fara ört minnkandi – og fjárfestahópurinn samanstendur einkum af lífeyrissjóðum. Þeir hafa kosið að skilja hlutabréfamarkaðinn eftir í einskismannslandi, þar sem engir aðrir fjárfestar eru til að fylla þeirra skarð, samhliða því að sjóðirnir horfa til erlendra fjárfestinga og sjóðsfélagalána. Niðurstaðan er grunnur markaður með ýktum sveiflum í litlum viðskiptum og skoðanaskipti milli ólíkra aðila, forsenda heilbrigðs markaðshagkerfis, eru ekki fyrir hendi. Þetta er ekki góð staða og hefur grafið undan virkni á markaði. Skiptir þetta hagsmuni almennings máli? Skilvirkur markaður, sem veitir skilaboð um virði ólíkra eigna hverju sinni, er mikilvægur valkostur fyrir fyrirtæki til að sækja sér lánsfé og eins sparifjáreigendur til að ávaxta fé sitt. Með öðrum orðum, að veita bönkunum samkeppnislegt aðhald. Ef markaðurinn er vanburðugur og óskilvirkur, sem endurspeglast í miklum verðsveiflum í takmörkuðum viðskiptum, þá gagnast hann ekki sem grunnur að viðmiði fyrir aðra verðlagningu. Afleiðingin er meiri áhætta og hærri fjármögnunarkostnaður – fyrir ríkissjóð, fyrirtæki og heimilin. Allir tapa. Í stað þess að áhættutaka af fjármálalegri milligöngu fari að langstærstum hluta í gegnum bankakerfið, sem er að tveimur þriðju hlutum í eigu ríkisins, þá þarf hún að færast í vaxandi mæli til fjármálamarkaða. Við viljum meiri samkeppni og skoðanir á mörkuðum, en samtímis minni umsvif bankanna. Þetta tvennt helst í hendur. Hvað geta stjórnvöld gert? Tvær leiðir, sem nefndar eru í hvítbók um fjármálakerfið, væru árangursríkastar. Það þarf að fjölga virkum og sjálfstæðum fjárfestingasjóðum, sem byggja á ólíkum fjárfestingastefnum, með því að heimila þeim að taka að sér ávöxtun séreignarsparnaðar sem til þessa hefur aðeins verið á forræði lífeyrissjóðanna. Þá ætti að afnema innflæðishöftin, sem er tímaspursmál við núverandi aðstæður, þannig að erlendir fjárfestar geti í ríkari mæli komið að fjármögnun íslenskra fyrirtækja. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar