Í Hvíta Rússlandi stunda nefnilega leikmenn sautján ára landsliðs karla nám sitt af fullum krafti á milli leikja og æfinga. Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni.
Kennarar hafa oft verið með í för í starfi liðsstjóra og verið leikmönnum innan handar við námið. Hilmar Þór Sigurjónsson, kennari, er liðsstjóri liðsins í Hvíta Rússlandi, en hann er einmitt kennari.
Hugmyndin er sú að þeir sem eru í skipulögðu námi hafi stuðning, með aðgang að kennara, til að sinna námi sínu á meðan landsliðsverkefni standa yfir.
Á hverjum degi eru skipulagður kennslustundir þar sem strákarnir setjast saman niður og vinna í sínum verkefnum. Þeir sem þurfa meiri hjálp hafa svo aðgang að kennaranum allan daginn.
Íslenska liðið leikur um fimmta til áttunda sæti á þessu móti í Hvíta Rússlandi en liðið lenti í þriðja sæti síns riðils. Strákarnir mæta næst Belgíu á morgunn og hefst sá leikur klukkan 11:10. Sigurvegari viðureignarinnar mætir síðan Búlgaríu eða Tajikistan í leik um 5. sætið.