Í hádegisfréttum Bylgjunnar og á Vísi í dag var sögð sú frétt að Gunnar Bragi Sveinsson hafi orðið missaga um áfengisneyslu sína en hann hefur sagt opinberlega að hann hafi ekki drukkið áfengi frá því í nóvember.
Í fréttinni var vísað til heimildarmanna um að Gunnar Bragi hafi verið drukkinn á sýningu Borgarleikhússins um miðjan janúar.
Fréttastofan gerði mistök með því að birta fréttina áður en náðist í Gunnar Braga sjálfan eða heimildir fengust staðfestar og biðst afsökunar á því.
Fréttaflutningurinn var ekki samkvæmt ritstjórnarstefnu fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis og hefur fréttin því verið fjarlægð af vefnum.
