Hópfjármögnun á berklasafni á lokametrunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. janúar 2019 20:00 Hópfjármögnun á berklasafni í Eyjafjarðarsveit er á lokametrunum. Stofnandin safnsins segir að mikilvægt sé að halda sögu Hvíta dauðans, eins og berklaveikin var kölluð, á lofti enda hafi hann haft áhrif á fjölmarga Íslendinga. Að Kristnesi í Eyjafjarðarsveit er draumur Maríu Pálsdóttur um berklasafn á æskuslóðum hennar óðum að verða að veruleika. Hún vinnur nú hörðum höndum að því að setja upp safnið í gömlu starfsmannahúsi sem var að drabbast niður. Berklar skipa stóran sess í sögu Kristness enda var þar reist berklahæli árið 1927 sem fylltist fljótt af fárveikum berklasjúklingum. Sjúkrahúsið á Akureyri er nú með starfsemi í aðalhúsinu á meðan sum hús sem tengdust hælinu hafa ekki fengið ný hlutverk, þar til nú. „Þau hafa látið á sjá síðan ég var krakki og lék mér hérna og ég hugsaði: Af hverju gerir ekki einhver eitthvað. Svo bara laust því í höfuðið á mér. Af hverju geri ég ekki eitthvað og þá fór boltinn að rúlla og ég að hugsa. Mér fannst eðlilegast að tengja þetta við sögu staðarins,“ segir María Pálsdóttir, stofnandi safnsins. María, ásamt samstarfsfélaga sínum Auði Ösp, hefur unnið hörðum höndum að því að koma húsinu í stand og vonast hún til þess að safnið geti opnað í vor. Fjármögnun verkefnisins fer í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund og er á lokametrunum. Aðeins vantar nokkur þúsund krónur upp í þær 2,8 milljónir sem María vill safna til þess að geta opnað safnið. Hún vonast til þess að ná takmarkinu enda segir hún mikilvægt að saga berklaveikinnar falli ekki í gleymsku.Ekki er langt í land.Mynd/Skjáskot„Það var kannski ekkert hugguleg hugmynd, berklar, en því meira sem ég stúderaði og grúskaði og skoðaði og spurði, því forvitnilegri fannst mér þessi saga og því mikilvægara fannst mér að halda henni á lofti, ekki gleyma henni og ekki týna henni og gera eitthvað við hana,“ segir María. Þannig hafi hún fljótt komist að því að berklaveikin hafi snert gríðarlega marga Íslendinga, þar á meðal hennar eigin fjölskyldu. „Ég til dæmis vissi það ekki fyrr en ég fór sjálf að grúska í þessu að afi minn fékk berkla í olnboga og það stóð til að taka af honum handlegginn. En langamma mín kom í veg fyrir það. Hann hélt handleggnum. Var reyndar með frekar visinn og snúinn handlegg og gat þess vegna ekki þvegið sér sjálfur um hárið. Ég hélt alltaf að þetta væri ástarjátning ömmu til afa að þvo honum um árið en þetta voru sem sagt berklarnir,“ segir María.Nánar má fræðast um söfnunina hér. Eyjafjarðarsveit Menning Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Hópfjármögnun á berklasafni í Eyjafjarðarsveit er á lokametrunum. Stofnandin safnsins segir að mikilvægt sé að halda sögu Hvíta dauðans, eins og berklaveikin var kölluð, á lofti enda hafi hann haft áhrif á fjölmarga Íslendinga. Að Kristnesi í Eyjafjarðarsveit er draumur Maríu Pálsdóttur um berklasafn á æskuslóðum hennar óðum að verða að veruleika. Hún vinnur nú hörðum höndum að því að setja upp safnið í gömlu starfsmannahúsi sem var að drabbast niður. Berklar skipa stóran sess í sögu Kristness enda var þar reist berklahæli árið 1927 sem fylltist fljótt af fárveikum berklasjúklingum. Sjúkrahúsið á Akureyri er nú með starfsemi í aðalhúsinu á meðan sum hús sem tengdust hælinu hafa ekki fengið ný hlutverk, þar til nú. „Þau hafa látið á sjá síðan ég var krakki og lék mér hérna og ég hugsaði: Af hverju gerir ekki einhver eitthvað. Svo bara laust því í höfuðið á mér. Af hverju geri ég ekki eitthvað og þá fór boltinn að rúlla og ég að hugsa. Mér fannst eðlilegast að tengja þetta við sögu staðarins,“ segir María Pálsdóttir, stofnandi safnsins. María, ásamt samstarfsfélaga sínum Auði Ösp, hefur unnið hörðum höndum að því að koma húsinu í stand og vonast hún til þess að safnið geti opnað í vor. Fjármögnun verkefnisins fer í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund og er á lokametrunum. Aðeins vantar nokkur þúsund krónur upp í þær 2,8 milljónir sem María vill safna til þess að geta opnað safnið. Hún vonast til þess að ná takmarkinu enda segir hún mikilvægt að saga berklaveikinnar falli ekki í gleymsku.Ekki er langt í land.Mynd/Skjáskot„Það var kannski ekkert hugguleg hugmynd, berklar, en því meira sem ég stúderaði og grúskaði og skoðaði og spurði, því forvitnilegri fannst mér þessi saga og því mikilvægara fannst mér að halda henni á lofti, ekki gleyma henni og ekki týna henni og gera eitthvað við hana,“ segir María. Þannig hafi hún fljótt komist að því að berklaveikin hafi snert gríðarlega marga Íslendinga, þar á meðal hennar eigin fjölskyldu. „Ég til dæmis vissi það ekki fyrr en ég fór sjálf að grúska í þessu að afi minn fékk berkla í olnboga og það stóð til að taka af honum handlegginn. En langamma mín kom í veg fyrir það. Hann hélt handleggnum. Var reyndar með frekar visinn og snúinn handlegg og gat þess vegna ekki þvegið sér sjálfur um hárið. Ég hélt alltaf að þetta væri ástarjátning ömmu til afa að þvo honum um árið en þetta voru sem sagt berklarnir,“ segir María.Nánar má fræðast um söfnunina hér.
Eyjafjarðarsveit Menning Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira