Starfskostnaður presta árlega kringum 120 milljónir króna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. janúar 2019 08:00 Prestar fá allt að auka mánuð greiddan gegnum fastan rekstrarkostnað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á árunum 2013-17 greiddi Þjóðkirkjan prestum tæplega 620 milljónir króna í rekstrarkostnað vegna prestsembætta. Langstærstan hluta þeirrar upphæðar, 317 milljónir króna rúmar, má rekja til bifreiðastyrks. Greiðslurnar bætast við laun presta sem ákvörðuð voru af kjararáði. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Þórs Guðmundssonar, skjalastjóra Biskupsstofu, við fyrirspurn Fréttablaðsins um starfskostnað presta. Í svari við fyrirspurninni þakkar Guðmundur sýndan áhuga á starfsemi Þjóðkirkjunnar og segist „hlakka til að sjá málefnalega umfjöllun blaðsins“ um efni fyrirspurnarinnar. Greiðslur rekstrarkostnaðar til presta eiga sér stoð í lögum um embættiskostnað og aukaverk þeirra frá 1936. Þar segir að þjónandi prestar og prófastar skuli fá greiddan rekstrarkostnað embætta sinna frá Biskupsstofu samkvæmt reglum sem kirkjuþing setur. Þær reglur voru settar árið 1999 en upphæðum reglugerðarinnar hefur verið breytt nokkrum sinnum síðan þá. Við eina slíka breytingu var sagt að reglurnar sæktu lagastoð í hjúskaparlög. Í starfsreglunum er kveðið á um að skrifstofukostnaður prestsembætta sé á bilinu 252-294 þúsund krónur árlega en greiðslurnar eru misháar eftir fjölda íbúa í sókn. Þá greiðast að auki 154 þúsund krónur árlega í síma-, póst- og fatakostnað.Sjá einnig: Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Samkvæmt reglunum eiga prestar rétt á að fá greiddan árlegan aksturs- og ferðakostnað. Sú upphæð fer eftir landfræðilegri staðsetningu og víðfeðmi sóknar. Svo dæmi séu tekin fá sérþjónustu- og héraðsprestar til að mynda 250 þúsund krónur á ári í aksturskostnað og sóknarprestar á höfuðborgarsvæðinu, sem starfa einir með fleiri en eina sókn, fá 380 þúsund. Prestar erlendis fá síðan 600 þúsund krónur og prestar í víðfeðmum prestaköllum fá 850 þúsund. Talningin er fjarri því að vera tæmandi. Presti er heimilt að sækja um undanþágu frá föstum mánaðarlegum akstursgreiðslum og fá þess í stað akstur greiddan samkvæmt akstursdagbók. Þær greiðslur geta aldrei orðið hærri en hámarksgreiðslur þær sem fyrr var getið. Í svari Guðmundar Þórs segir enn fremur að honum sé ekki kunnugt um að nokkur prestur hafi afþakkað þær greiðslur sem á undan er getið. Þá er í gildi gjaldskrá fyrir aukaverk presta á borð við skírnir, fermingar, hjónavígslur og útfarir. Þar greiðast til að mynda rúmar 19 þúsund krónur fyrir fermingu og tæp 25 þúsund fyrir útfarir. Skírnir eru ókeypis sé þeirra beiðst við guðsþjónustu. Samkvæmt gjaldskrá þeirri geta prestar innheimt ferðakostnað samkvæmt almennu akstursgjaldi ríkisstarfsmanna vegna aksturs í tengslum við skírn eða hjónavígslu. Þak er sett á þann fjölda kílómetra sem unnt er að fá endurgreiddan. Akstursgjald ríkisstarfsmanna er sem stendur 110 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra. Þetta bætist við laun presta og prófasta sem ákveðin voru af kjararáði. Þau eru á bilinu 768 þúsund til rúmrar milljónar eftir fjölda sóknarbarna og hvort um prest eða prófast er að ræða. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Prestafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum um frystingu launa kirkjunnar manna sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði í kjararáðsfrumvarpi. 13. desember 2018 10:37 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Á árunum 2013-17 greiddi Þjóðkirkjan prestum tæplega 620 milljónir króna í rekstrarkostnað vegna prestsembætta. Langstærstan hluta þeirrar upphæðar, 317 milljónir króna rúmar, má rekja til bifreiðastyrks. Greiðslurnar bætast við laun presta sem ákvörðuð voru af kjararáði. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Þórs Guðmundssonar, skjalastjóra Biskupsstofu, við fyrirspurn Fréttablaðsins um starfskostnað presta. Í svari við fyrirspurninni þakkar Guðmundur sýndan áhuga á starfsemi Þjóðkirkjunnar og segist „hlakka til að sjá málefnalega umfjöllun blaðsins“ um efni fyrirspurnarinnar. Greiðslur rekstrarkostnaðar til presta eiga sér stoð í lögum um embættiskostnað og aukaverk þeirra frá 1936. Þar segir að þjónandi prestar og prófastar skuli fá greiddan rekstrarkostnað embætta sinna frá Biskupsstofu samkvæmt reglum sem kirkjuþing setur. Þær reglur voru settar árið 1999 en upphæðum reglugerðarinnar hefur verið breytt nokkrum sinnum síðan þá. Við eina slíka breytingu var sagt að reglurnar sæktu lagastoð í hjúskaparlög. Í starfsreglunum er kveðið á um að skrifstofukostnaður prestsembætta sé á bilinu 252-294 þúsund krónur árlega en greiðslurnar eru misháar eftir fjölda íbúa í sókn. Þá greiðast að auki 154 þúsund krónur árlega í síma-, póst- og fatakostnað.Sjá einnig: Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Samkvæmt reglunum eiga prestar rétt á að fá greiddan árlegan aksturs- og ferðakostnað. Sú upphæð fer eftir landfræðilegri staðsetningu og víðfeðmi sóknar. Svo dæmi séu tekin fá sérþjónustu- og héraðsprestar til að mynda 250 þúsund krónur á ári í aksturskostnað og sóknarprestar á höfuðborgarsvæðinu, sem starfa einir með fleiri en eina sókn, fá 380 þúsund. Prestar erlendis fá síðan 600 þúsund krónur og prestar í víðfeðmum prestaköllum fá 850 þúsund. Talningin er fjarri því að vera tæmandi. Presti er heimilt að sækja um undanþágu frá föstum mánaðarlegum akstursgreiðslum og fá þess í stað akstur greiddan samkvæmt akstursdagbók. Þær greiðslur geta aldrei orðið hærri en hámarksgreiðslur þær sem fyrr var getið. Í svari Guðmundar Þórs segir enn fremur að honum sé ekki kunnugt um að nokkur prestur hafi afþakkað þær greiðslur sem á undan er getið. Þá er í gildi gjaldskrá fyrir aukaverk presta á borð við skírnir, fermingar, hjónavígslur og útfarir. Þar greiðast til að mynda rúmar 19 þúsund krónur fyrir fermingu og tæp 25 þúsund fyrir útfarir. Skírnir eru ókeypis sé þeirra beiðst við guðsþjónustu. Samkvæmt gjaldskrá þeirri geta prestar innheimt ferðakostnað samkvæmt almennu akstursgjaldi ríkisstarfsmanna vegna aksturs í tengslum við skírn eða hjónavígslu. Þak er sett á þann fjölda kílómetra sem unnt er að fá endurgreiddan. Akstursgjald ríkisstarfsmanna er sem stendur 110 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra. Þetta bætist við laun presta og prófasta sem ákveðin voru af kjararáði. Þau eru á bilinu 768 þúsund til rúmrar milljónar eftir fjölda sóknarbarna og hvort um prest eða prófast er að ræða.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Prestafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum um frystingu launa kirkjunnar manna sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði í kjararáðsfrumvarpi. 13. desember 2018 10:37 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Prestafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum um frystingu launa kirkjunnar manna sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði í kjararáðsfrumvarpi. 13. desember 2018 10:37