Sport

Úr 72. sæti og upp á topp heimslistans á aðeins einu ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margir vildu mynda Naomi Osaka með bikarinn.
Margir vildu mynda Naomi Osaka með bikarinn. Getty/James D. Morgan
Japanska tenniskonan Naomi Osaka var nær óþekkt fyrir aðeins einu ári síðan en nú hefur hún unnið tvo risamót í röð.

Naomi Osaka fylgdi eftir sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í september með því að vinna Opna átralska meistaramótið um helgina.

Sigurinn í Melbourne þýðir að Naomi Osaka er nú kominn upp í efsta sæti heimslistans en hún var í fjórða sætinu fyrir Opna átralska meistaramótið.





Þegar árið 2018 hófst hafði Naomi Osaka aldrei komist lengra en í þriðju umferð á risamóti. Hún hóf síðasta ár með því að komast í fjórðu umferð á Opna átralska meistaramótinu en datt þá út fyrir Simona Halep.

Naomi Osaka var einmitt að henda Simonu Halep úr efsta sæti heimslistans með sigri sínum um helgina. Með því að komast í efsta sætið var hún fyrsti asíski tennisspilarinn til að vera sá besti í heimi.





Naomi Osaka er enn bara 21 árs gömul og því heldur betur framtíðina fyrir sér. Fyrirmyndin hennar var alltaf Serena Williams og í dag er Naomi orðin sú líklegast til að koma í veg fyrir frekari sigra Serenu á risamótum.

Naomi fékk ekki að njóta sigursins á Opna bandaríska meistaramótinu í september þökk sé brjálæðiskasti Serenu Williams út í dómara úrslitaleiksins en það tók enginn af henni sigurstundina um síðustu helgi.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilega samantekt Guardian á ferðalagi Naomi Osaka upp á topp heimslistans.





Eftir þessa tvo risatitla í röð er ekkert skýrtið þótt að stóru miðlarnir í heiminum séu farnir að titla hana sem næstu drottninu tennisheimsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×