Ekkert flugslys varð í fyrra í fyrsta skipti í nærri hálfa öld Sveinn Arnarsson skrifar 29. janúar 2019 06:00 Flugvél kemur til lendingar. Síðasta ár var fyrsta árið síðan 1969 sem ekkert flugslys var skráð. Fréttablaðið/Anton Brink Ekkert flugslys var skráð í fyrra en það hefur ekki gerst síðan árið 1969. Ekkert banaslys varð í flugi í ár og hefur ekkert banaslys orðið í flugi síðan árið 2015. Er það í fjórða skiptið á lýðveldistímanum sem ekki verður banaslys í flugi í þrjú ár samfleytt. Formaður flugslysanefndar segir þetta mikil tímamót og mjög ánægjulegt að ekkert flugslys hafi verið skráð í fyrra. „Það er auðvitað samspil allra sem koma að flugöryggismálum hversu vel hefur tekist síðustu ár. Öllum þeim sem vinna að flugöryggi, hvort sem það eru flugmenn, flugvallarstarfsmenn eða aðrir, ber að þakka að ekkert flugslys varð á árinu,“ segir Þorkell Ágústsson, formaður flugsviðs rannsóknarnefndar samgönguslysa. Fimm banaslys hafa orðið í flugi á síðasta áratug. Árið 2009 varð banaslys þegar einkaflugvél flaug á rafmagnslínu í Selárdal. Tveir menn létust árið 2012 þegar kennsluflugvél ofreis á Reykjanesi og spannst til jarðar. Ári seinna létust tveir í sjúkraflugi Mýflugs ofan Akureyrar. Árið 2015 urðu svo tvö banaslys, annað í Barkárdal í ágúst og hitt í Kapelluhrauni í nóvember. Síðan þá hefur enginn látist í flugi hér á landi. Að sama skapi urðu engin banaslys í flugi hér á landi milli áranna 2001 og 2008. „Þetta er sérstakt gleðiefni fyrir bæði flugmenn og annað fólk á flugsviði sem hefur unnið ötullega að flugöryggismálum undanfarna áratugi,“ segir Lára Sif Christiansen, framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Þetta er jafnframt þriðja árið í röð þar sem engin banaslys hafa orðið í flugi, og vonumst við til að með áframhaldandi áherslu á öryggismál náum við að halda slysatíðni í algjöru lágmarki.“ Frá árinu 2009 til ársins 2018 hefur tilkynningum til Rannsóknarnefndar samgönguslysa fjölgað úr 1.156 í rétt tæplega þrjú þúsund tilkynningar. Að miklu leyti stafar fjölgunin af aukinni flugumferð á svæðinu sem og að flugrekendur og aðrir tilkynningarskyldir aðilar eru duglegri við að tilkynna atvik til rannsóknarnefndarinnar. Flugsvið rannsóknarnefndarinnar skoðaði 37 mál af þeim þrjú þúsund sem tilkynnt voru og skráði 19 þeirra sem alvarleg flugatvik og tók þau til formlegrar rannsóknar. Frá árinu 1996 hefur flugsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa gefið út að meðaltali 12 tillögur eða tilmæli í öryggisátt á hverju ári eða um eina á mánuði og virðist það vera að bera árangur. Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Ekkert flugslys var skráð í fyrra en það hefur ekki gerst síðan árið 1969. Ekkert banaslys varð í flugi í ár og hefur ekkert banaslys orðið í flugi síðan árið 2015. Er það í fjórða skiptið á lýðveldistímanum sem ekki verður banaslys í flugi í þrjú ár samfleytt. Formaður flugslysanefndar segir þetta mikil tímamót og mjög ánægjulegt að ekkert flugslys hafi verið skráð í fyrra. „Það er auðvitað samspil allra sem koma að flugöryggismálum hversu vel hefur tekist síðustu ár. Öllum þeim sem vinna að flugöryggi, hvort sem það eru flugmenn, flugvallarstarfsmenn eða aðrir, ber að þakka að ekkert flugslys varð á árinu,“ segir Þorkell Ágústsson, formaður flugsviðs rannsóknarnefndar samgönguslysa. Fimm banaslys hafa orðið í flugi á síðasta áratug. Árið 2009 varð banaslys þegar einkaflugvél flaug á rafmagnslínu í Selárdal. Tveir menn létust árið 2012 þegar kennsluflugvél ofreis á Reykjanesi og spannst til jarðar. Ári seinna létust tveir í sjúkraflugi Mýflugs ofan Akureyrar. Árið 2015 urðu svo tvö banaslys, annað í Barkárdal í ágúst og hitt í Kapelluhrauni í nóvember. Síðan þá hefur enginn látist í flugi hér á landi. Að sama skapi urðu engin banaslys í flugi hér á landi milli áranna 2001 og 2008. „Þetta er sérstakt gleðiefni fyrir bæði flugmenn og annað fólk á flugsviði sem hefur unnið ötullega að flugöryggismálum undanfarna áratugi,“ segir Lára Sif Christiansen, framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Þetta er jafnframt þriðja árið í röð þar sem engin banaslys hafa orðið í flugi, og vonumst við til að með áframhaldandi áherslu á öryggismál náum við að halda slysatíðni í algjöru lágmarki.“ Frá árinu 2009 til ársins 2018 hefur tilkynningum til Rannsóknarnefndar samgönguslysa fjölgað úr 1.156 í rétt tæplega þrjú þúsund tilkynningar. Að miklu leyti stafar fjölgunin af aukinni flugumferð á svæðinu sem og að flugrekendur og aðrir tilkynningarskyldir aðilar eru duglegri við að tilkynna atvik til rannsóknarnefndarinnar. Flugsvið rannsóknarnefndarinnar skoðaði 37 mál af þeim þrjú þúsund sem tilkynnt voru og skráði 19 þeirra sem alvarleg flugatvik og tók þau til formlegrar rannsóknar. Frá árinu 1996 hefur flugsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa gefið út að meðaltali 12 tillögur eða tilmæli í öryggisátt á hverju ári eða um eina á mánuði og virðist það vera að bera árangur.
Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira