114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. janúar 2019 10:15 Sverrir Einar Eiríksson hefur vakið athygli fyrir ýmis viðskipti undanfarin ár. Vísir Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. Ekkert fékkst upp í kröfurnar. Starfsmannaleigan var mest með um 80 starfsmenn, flesta pólska, á mála hjá sér fyrir hrun en annar stofnenda, og andlit leigunnar, var Sverrir Einar Eiríksson sem reglulega hefur ratað í fréttir á undanförnum árum fyrir skrautlega viðskiptasögu. Proventus var hins vegar tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2009. „Það fór með þetta eins og flest önnur fyrirtæki í þessum geira,“ sagði Sverrir Einar í samtali við Viðskiptablaðið skömmu eftir hrun og bætti við að starfsemi félagsins hafi dregist saman um 70% á örfáum mánuðum. Gengisþróun hafi leikið erlenda verkamenn grátt. „Þetta er ofboðsleg kjaraskerðing sem segja má að jafngildi þrjátíu prósenta launalækkun,“ sagði Sverrir í forsíðufrétt Fréttablaðsins.Umfjöllun um Promentus sem birtist í Viðskiptablaðinu í upphafi árs 2008.Þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota sat Sverrir hins vegar ekki í stjórn félagsins, en hafði þó prókúruumboð. Eini stjórnarmaður félagsins var pólskur maður sem hafði flúið landið vegna skulda. Meðal kröfuhafa var lífeyrissjóðurinn Gildi, sem gerði rúmlega 40 milljóna króna kröfu í búið. Sverrir kærði sýslumann Reykjavíkur og tvo starfsmenn hans fyrir brot gegn hegningarlögum í tengslum við gjaldþrotaskipti Proventus. Hann sakaði sýslumanninn auk starfsmannanna tveggja um að falsa aðfaragerð sem gjaldþrotaskiptin voru byggð á. Sverrir lét þó ekki gjaldþrot Proventus stöðva sig heldur skipti um kúrs. Hann gerðist gullkaupamaður, stundaði demantaviðskipti, opnaði smálánafyrirtæki, bauð 95% íbúðalán og rak veitingastaði; til að mynda Gömlu Smiðjuna og Þrastalund í Grímsnesi. Nánar má fræðast um viðskiptasögu hans hér.UppfærtFyrirtækið Valbjörg ehf. vill koma því á framfæri að efni fréttarinnar, starfsmannaleigan Proventus, tengist ekki á nokkurn hátt starfsmannaleigunni sem rekin er undir merkjum Proventus í dag. Um sitthvort fyrirtækið er að ræða, þrátt fyrir að nöfn þeirra kunni að gefa annað til kynna. Gjaldþrot Tengdar fréttir Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10 Sýslumaður kærður vegna pólskrar starfsmannaleigu Hæstiréttur Íslands staðfesti gjaldþrotaskipti pólsku starfsmannaleigunnar Proventus ehf., en prókúruhafi leigunnar, Sverrir Einar Eiríksson hefur kært sýslumann Reykjavíkur og tvo starfsmenn hans fyrir brot gegn hegningarlögum. 9. júlí 2009 14:25 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Lánar allt að 100 milljónir gegn veðum í demöntum, gulli og málverkum Sverrir Einar Eiríksson rekur skrifstofu í Kringlunni þar sem hann býður fólki að taka veðlán og býðst einnig til að kaupa gull. Hann stundaði áður demantaviðskipti í Afríku. 16. september 2014 13:37 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Sjá meira
Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. Ekkert fékkst upp í kröfurnar. Starfsmannaleigan var mest með um 80 starfsmenn, flesta pólska, á mála hjá sér fyrir hrun en annar stofnenda, og andlit leigunnar, var Sverrir Einar Eiríksson sem reglulega hefur ratað í fréttir á undanförnum árum fyrir skrautlega viðskiptasögu. Proventus var hins vegar tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2009. „Það fór með þetta eins og flest önnur fyrirtæki í þessum geira,“ sagði Sverrir Einar í samtali við Viðskiptablaðið skömmu eftir hrun og bætti við að starfsemi félagsins hafi dregist saman um 70% á örfáum mánuðum. Gengisþróun hafi leikið erlenda verkamenn grátt. „Þetta er ofboðsleg kjaraskerðing sem segja má að jafngildi þrjátíu prósenta launalækkun,“ sagði Sverrir í forsíðufrétt Fréttablaðsins.Umfjöllun um Promentus sem birtist í Viðskiptablaðinu í upphafi árs 2008.Þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota sat Sverrir hins vegar ekki í stjórn félagsins, en hafði þó prókúruumboð. Eini stjórnarmaður félagsins var pólskur maður sem hafði flúið landið vegna skulda. Meðal kröfuhafa var lífeyrissjóðurinn Gildi, sem gerði rúmlega 40 milljóna króna kröfu í búið. Sverrir kærði sýslumann Reykjavíkur og tvo starfsmenn hans fyrir brot gegn hegningarlögum í tengslum við gjaldþrotaskipti Proventus. Hann sakaði sýslumanninn auk starfsmannanna tveggja um að falsa aðfaragerð sem gjaldþrotaskiptin voru byggð á. Sverrir lét þó ekki gjaldþrot Proventus stöðva sig heldur skipti um kúrs. Hann gerðist gullkaupamaður, stundaði demantaviðskipti, opnaði smálánafyrirtæki, bauð 95% íbúðalán og rak veitingastaði; til að mynda Gömlu Smiðjuna og Þrastalund í Grímsnesi. Nánar má fræðast um viðskiptasögu hans hér.UppfærtFyrirtækið Valbjörg ehf. vill koma því á framfæri að efni fréttarinnar, starfsmannaleigan Proventus, tengist ekki á nokkurn hátt starfsmannaleigunni sem rekin er undir merkjum Proventus í dag. Um sitthvort fyrirtækið er að ræða, þrátt fyrir að nöfn þeirra kunni að gefa annað til kynna.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10 Sýslumaður kærður vegna pólskrar starfsmannaleigu Hæstiréttur Íslands staðfesti gjaldþrotaskipti pólsku starfsmannaleigunnar Proventus ehf., en prókúruhafi leigunnar, Sverrir Einar Eiríksson hefur kært sýslumann Reykjavíkur og tvo starfsmenn hans fyrir brot gegn hegningarlögum. 9. júlí 2009 14:25 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Lánar allt að 100 milljónir gegn veðum í demöntum, gulli og málverkum Sverrir Einar Eiríksson rekur skrifstofu í Kringlunni þar sem hann býður fólki að taka veðlán og býðst einnig til að kaupa gull. Hann stundaði áður demantaviðskipti í Afríku. 16. september 2014 13:37 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Sjá meira
Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10
Sýslumaður kærður vegna pólskrar starfsmannaleigu Hæstiréttur Íslands staðfesti gjaldþrotaskipti pólsku starfsmannaleigunnar Proventus ehf., en prókúruhafi leigunnar, Sverrir Einar Eiríksson hefur kært sýslumann Reykjavíkur og tvo starfsmenn hans fyrir brot gegn hegningarlögum. 9. júlí 2009 14:25
Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30
Lánar allt að 100 milljónir gegn veðum í demöntum, gulli og málverkum Sverrir Einar Eiríksson rekur skrifstofu í Kringlunni þar sem hann býður fólki að taka veðlán og býðst einnig til að kaupa gull. Hann stundaði áður demantaviðskipti í Afríku. 16. september 2014 13:37