Viðskipti erlent

Björn ráðinn nýr forstjóri Karolinska

Atli Ísleifsson skrifar
Björn Zoega, bæklunarskurðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landpítalans.
Björn Zoega, bæklunarskurðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landpítalans. Fréttablaðið/Anton
Björn Zoëga hefur verið ráðinn nýr forstjóri háskólasjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi. Þetta kemur fram á heimasíðu Region Stockholm í dag. Hann mun taka til stafa í vor.

Björn Zoëga er bæklunarlæknir og hefur að undanförnu starfað sem framkvæmdastjóri lækningasviðs GHP samstæðunnar í Svíþjóð. Hann var forstjóri Landspítalans á árunum 2008 til 2013.

Haft er eftir Birni að hann sé bæði stoltur og ánægður að fá tækifæri til að stýra Karolinska. Hæfni starfsmanna sjúkrahússins sé í heimsklassa. Hann segist gera sér grein fyrir þeim áskorunum sem fyrir liggja, þar sem að undanförnu hafi ýmis starfsemi sjúkrahússins verið flutt milli bæjarhluta.

Björn er ekki fyrsti Íslendingurinn til að gegna stöðunni en Birgir Jakobsson, fyrrverandi landlæknir og núverandi aðstoðarmaður heimbrigðisráðherra, var forstjóri Karolinska á árunum 2007 til 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×