Endurbygging eina tvöfalda steinbæjarins í borginni á lokametrunum Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2019 11:00 Húsið verður selt á almennum markaði og gerir framkvæmdastjóri Minjaverndar ráð fyrir að tap félagsins vegna verksins verði um tuttugu milljónir króna. vísir/vilhelm Áætlað er að framkvæmdum við endurbætur Minjaverndar á Stóraseli við Holtsgötu í Reykjavík, eina tveggja bursta steinbæ sem eftir er í borginni, ljúki í maí næstkomandi. Framkvæmdastjóri Minjaverndar segir ávallt hafa verið gert ráð fyrir tap verði á verkefninu, en til stendur að selja húsið á almennum markaði þegar framkvæmdum lýkur. Bærinn var byggður í tveimur áföngum árin 1884 og 1893, en áður hafði þar staðið torfbær um margra alda skeið. Bærinn stendur nú í bakgarði húsa við Holtsgötu, Ánanaust, Sólvallagötu og Framnesveg. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, segir að Minjavernd hafi tekið við húsinu árið 2014 þegar gerður var rammasamningur við Reykjavíkurborg – samning sem náði meðal annars til þessa húss. Hann segir húsið hafa verið afar hrörlegt og því „misþyrmt“, meðal annars með ýmsum viðbyggingum svo sem gróðurhúsi á þaki. Þá hafði hluti hlaðinna veggja verið rifinn. Húsið var hrörlegt að sjá fyrir endurbætur.Mynd/Minjavernd 20 milljón króna tap Byrjað var að taka innan úr húsinu árið 2015 og stóðu svo yfir fornleifarannsóknir fram til ársins 2016. „Endurgerð að ytra byrði er nú lokið, búið er að endurhlaða þá steinveggi sem endurhlaðnir verða og er unnið að undirbúningi panelklæðninga innandyra. Áætlað er að verkinu verði lokið í maí,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar Hann segir að samkvæmt um þriggja ára gamalli fjárhagsáætlun hafi verið gert ráð fyrir að byggingar- og hönnunarkostnaður yrði um áttatíu milljónir. Ekki sé talinn með kostnaður vegna ýmissa leyfa og fornleifarannsókna. Selt á almennum markaði Húsið verður selt á almennum markaði og gerir Þorsteinn ráð fyrir að tap Minjaverndar vegna verksins verði um tuttugu milljónir. Alltaf hafi verið gert ráð fyrir tap á verkinu líkt og oft er þegar Minjavernd hefur við byggingum og hyggur á endurbætur. Minjavernd er hlutafélag þar sem íslenska ríkið og Reykjavíkurborg eiga bæði um 38 prósenta hlut, og sjálfseignarstofnunin Minjar um 23 prósenta hlut. Einu sinni var...Mynd/Minjavernd Borgarstjórn Fornminjar Reykjavík Húsavernd Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Áætlað er að framkvæmdum við endurbætur Minjaverndar á Stóraseli við Holtsgötu í Reykjavík, eina tveggja bursta steinbæ sem eftir er í borginni, ljúki í maí næstkomandi. Framkvæmdastjóri Minjaverndar segir ávallt hafa verið gert ráð fyrir tap verði á verkefninu, en til stendur að selja húsið á almennum markaði þegar framkvæmdum lýkur. Bærinn var byggður í tveimur áföngum árin 1884 og 1893, en áður hafði þar staðið torfbær um margra alda skeið. Bærinn stendur nú í bakgarði húsa við Holtsgötu, Ánanaust, Sólvallagötu og Framnesveg. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, segir að Minjavernd hafi tekið við húsinu árið 2014 þegar gerður var rammasamningur við Reykjavíkurborg – samning sem náði meðal annars til þessa húss. Hann segir húsið hafa verið afar hrörlegt og því „misþyrmt“, meðal annars með ýmsum viðbyggingum svo sem gróðurhúsi á þaki. Þá hafði hluti hlaðinna veggja verið rifinn. Húsið var hrörlegt að sjá fyrir endurbætur.Mynd/Minjavernd 20 milljón króna tap Byrjað var að taka innan úr húsinu árið 2015 og stóðu svo yfir fornleifarannsóknir fram til ársins 2016. „Endurgerð að ytra byrði er nú lokið, búið er að endurhlaða þá steinveggi sem endurhlaðnir verða og er unnið að undirbúningi panelklæðninga innandyra. Áætlað er að verkinu verði lokið í maí,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar Hann segir að samkvæmt um þriggja ára gamalli fjárhagsáætlun hafi verið gert ráð fyrir að byggingar- og hönnunarkostnaður yrði um áttatíu milljónir. Ekki sé talinn með kostnaður vegna ýmissa leyfa og fornleifarannsókna. Selt á almennum markaði Húsið verður selt á almennum markaði og gerir Þorsteinn ráð fyrir að tap Minjaverndar vegna verksins verði um tuttugu milljónir. Alltaf hafi verið gert ráð fyrir tap á verkinu líkt og oft er þegar Minjavernd hefur við byggingum og hyggur á endurbætur. Minjavernd er hlutafélag þar sem íslenska ríkið og Reykjavíkurborg eiga bæði um 38 prósenta hlut, og sjálfseignarstofnunin Minjar um 23 prósenta hlut. Einu sinni var...Mynd/Minjavernd
Borgarstjórn Fornminjar Reykjavík Húsavernd Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira