Krabbameinsáætlun til ársins 2030 Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2019 17:56 Ráðgjafarhópurinn var skipaður af þáverandi velferðarráðherra í byrjun árs 2013. Vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að vinna að framkvæmd verkefna í samræmi við tillögu ráðgjafarhóps sem vann að mótun íslenskrar krabbameinsáætlunar á árunum 2013–2016. Ráðherra hefur ákveðið að gildistími áætlunarinnar verði til ársins 2030, til samræmis við tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu sem nú liggur fyrir Alþingi. Ráðgjafarhópurinn var skipaður af þáverandi velferðarráðherra í byrjun árs 2013 og falið það hlutverk að móta stefnu og meginmarkmið á sviði forvarna og meðferðar vegna krabbameina til ársins 2020. Skýrsla hópsins með tillögu að íslenskri krabbameinsáætlun var birt á vef Stjórnarráðsins í júlí 2017 en formleg afstaða til framkvæmdar þeirra verkefna sem áætlunin tekur til hefur ekki verið tekin fyrr en nú. Skýrsla ráðgjafarhópsins er afar viðamikil og tekur til margra þátta. Fjallað er um faraldsfræði krabbameina, skráningar þeirra, forvarnir og heilsugæslu, rannsóknir og gæðastjórnun, meðferðarþætti og mannafla, endurhæfingu, eftirfylgni og líknarmeðferð. Margt í krabbameinsáætlun er nú þegar komið til framkvæmda eða er í vinnslu. Í skýrslu ráðgjafarhópsins er lagt til að sett verði á fót verkefnisstjórn til að vinna að framgangi áætlunarinnar. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að ráðuneytið taki það hlutverk að sér og vinni að framkvæmdinni í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og aðra aðila sem hlut eiga að máli. Markmiðum og tilheyrandi aðgerðum/árangursviðmiðum krabbameinsáætlunarinnar verður forgangsraðað og ábyrgð á framkvæmd þeirra komið til þeirra stofnana sem augljóslega gegna meginhlutverki í framkvæmd þeirra. Stofnunum verði eftir atvikum falið að koma aðgerðum í framkvæmd eða gera ráðuneytinu grein fyrir hindrunum við að koma viðkomandi aðgerðum í framkvæmd og ná árangursviðmiðum. Áætlunin verði jafnframt tekin til skoðunar við gerð fjármálaáætlunar á ári hverju. Heilbrigðismál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að vinna að framkvæmd verkefna í samræmi við tillögu ráðgjafarhóps sem vann að mótun íslenskrar krabbameinsáætlunar á árunum 2013–2016. Ráðherra hefur ákveðið að gildistími áætlunarinnar verði til ársins 2030, til samræmis við tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu sem nú liggur fyrir Alþingi. Ráðgjafarhópurinn var skipaður af þáverandi velferðarráðherra í byrjun árs 2013 og falið það hlutverk að móta stefnu og meginmarkmið á sviði forvarna og meðferðar vegna krabbameina til ársins 2020. Skýrsla hópsins með tillögu að íslenskri krabbameinsáætlun var birt á vef Stjórnarráðsins í júlí 2017 en formleg afstaða til framkvæmdar þeirra verkefna sem áætlunin tekur til hefur ekki verið tekin fyrr en nú. Skýrsla ráðgjafarhópsins er afar viðamikil og tekur til margra þátta. Fjallað er um faraldsfræði krabbameina, skráningar þeirra, forvarnir og heilsugæslu, rannsóknir og gæðastjórnun, meðferðarþætti og mannafla, endurhæfingu, eftirfylgni og líknarmeðferð. Margt í krabbameinsáætlun er nú þegar komið til framkvæmda eða er í vinnslu. Í skýrslu ráðgjafarhópsins er lagt til að sett verði á fót verkefnisstjórn til að vinna að framgangi áætlunarinnar. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að ráðuneytið taki það hlutverk að sér og vinni að framkvæmdinni í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og aðra aðila sem hlut eiga að máli. Markmiðum og tilheyrandi aðgerðum/árangursviðmiðum krabbameinsáætlunarinnar verður forgangsraðað og ábyrgð á framkvæmd þeirra komið til þeirra stofnana sem augljóslega gegna meginhlutverki í framkvæmd þeirra. Stofnunum verði eftir atvikum falið að koma aðgerðum í framkvæmd eða gera ráðuneytinu grein fyrir hindrunum við að koma viðkomandi aðgerðum í framkvæmd og ná árangursviðmiðum. Áætlunin verði jafnframt tekin til skoðunar við gerð fjármálaáætlunar á ári hverju.
Heilbrigðismál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira