Margdæmdur „útfararstjóri“ jarðsetur enn eitt félagið Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2019 11:30 Gunnar Rúnar Gunnarsson tók sæti í stjórn félagsins tveimur mánuðum áður en það var úrskurðað gjaldþrota. Getty/Nattapong Wongloungud Byggingafélagið XS verk ehf. var þann 21. desember síðastliðinn tekið til gjaldþrotaskipta. Stjórnarmaður þess var Gunnar Rúnar Gunnarsson, sem reglulega hefur ratað í fjölmiðla á síðustu árum fyrir margvísleg afbrot og störf sín sem „útfararstjóri“ - sem er einstaklingur sem leppar einkahlutafélög á barmi gjaldþrots til að eigandinn geti haldið óflekkuðu mannorði. Til að mynda var Gunnar dæmdur í sex mánaða fangelsi í maí í fyrra fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum í störfum sínum sem framkvæmdastjóri tveggja slíkra félaga. Hann hafði áður verið sakfelldur fyrir fjórtán refsiverð brot, til að mynda kynferðisglæpi og fjársvik. Gunnar hét áður Gunnar Finnur Egilsson en lét breyta nafni sínu eftir að hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn andlega veikri konu. Umrætt byggingafélag sem Gunnar Rúnar fór fyrir hét áður Cleanson ehf. og var starfsemi þess sögð lúta að rekstri bón- og þvottastöðvar. Félagið var stofnað árið 2015 og á næstu árum átti það eftir að skipta nokkrum sinnum um lögheimili.Sjá einnig: Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuðiÞann 16. október síðastliðin verður svo umturnun á félaginu. Nafni þess var breytt, verður að XS verk ehf., auk þess tilgangur þess verður að halda utan um almenna verktakavinnu við húsbyggingar, viðhald og uppsetningu innréttinga. Það er þá sem stjórn félagsins er skipt út og umræddur Gunnar Rúnar Gunnarsson stígur inn í framkvæmdastjórn þess, tekur við prókúruumboðinu og er skipaður stjórnarmaður. Rétt rúmum tveimur mánuðum síðar úrskurðar Héraðsdómur Reykjavíkur að félagið skuli tekið til gjaldþrotaskipta. Vignir Hreinsson, stjórnarmaður í Cleanson ehf., forvera XS verks, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi. Hann hafi einfaldlega selt félagið og að upphæð viðskiptanna væri trúnaðarmál. Skiptastjóri búsins segir í skilaboðum til fréttastofu að engin sjáanleg starfsemi hafi verið í félaginu við gjaldþrotið. Erfitt sé að meta hversu stórt gjaldþrotið er á þessari stundu, enda enn hægt að lýsa kröfum í búið, en að það hafi verið Tollstjóri sem fór fram á að félag Gunnars yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Fréttaskýringaþátturinn Brestur fjallaði vorið 2015 um kennitöluflakk og var þar meðal annars rætt við útfararstjóra. Í spilaranum hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Gjaldþrot Tengdar fréttir Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00 Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14 Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Byggingafélagið XS verk ehf. var þann 21. desember síðastliðinn tekið til gjaldþrotaskipta. Stjórnarmaður þess var Gunnar Rúnar Gunnarsson, sem reglulega hefur ratað í fjölmiðla á síðustu árum fyrir margvísleg afbrot og störf sín sem „útfararstjóri“ - sem er einstaklingur sem leppar einkahlutafélög á barmi gjaldþrots til að eigandinn geti haldið óflekkuðu mannorði. Til að mynda var Gunnar dæmdur í sex mánaða fangelsi í maí í fyrra fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum í störfum sínum sem framkvæmdastjóri tveggja slíkra félaga. Hann hafði áður verið sakfelldur fyrir fjórtán refsiverð brot, til að mynda kynferðisglæpi og fjársvik. Gunnar hét áður Gunnar Finnur Egilsson en lét breyta nafni sínu eftir að hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn andlega veikri konu. Umrætt byggingafélag sem Gunnar Rúnar fór fyrir hét áður Cleanson ehf. og var starfsemi þess sögð lúta að rekstri bón- og þvottastöðvar. Félagið var stofnað árið 2015 og á næstu árum átti það eftir að skipta nokkrum sinnum um lögheimili.Sjá einnig: Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuðiÞann 16. október síðastliðin verður svo umturnun á félaginu. Nafni þess var breytt, verður að XS verk ehf., auk þess tilgangur þess verður að halda utan um almenna verktakavinnu við húsbyggingar, viðhald og uppsetningu innréttinga. Það er þá sem stjórn félagsins er skipt út og umræddur Gunnar Rúnar Gunnarsson stígur inn í framkvæmdastjórn þess, tekur við prókúruumboðinu og er skipaður stjórnarmaður. Rétt rúmum tveimur mánuðum síðar úrskurðar Héraðsdómur Reykjavíkur að félagið skuli tekið til gjaldþrotaskipta. Vignir Hreinsson, stjórnarmaður í Cleanson ehf., forvera XS verks, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi. Hann hafi einfaldlega selt félagið og að upphæð viðskiptanna væri trúnaðarmál. Skiptastjóri búsins segir í skilaboðum til fréttastofu að engin sjáanleg starfsemi hafi verið í félaginu við gjaldþrotið. Erfitt sé að meta hversu stórt gjaldþrotið er á þessari stundu, enda enn hægt að lýsa kröfum í búið, en að það hafi verið Tollstjóri sem fór fram á að félag Gunnars yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Fréttaskýringaþátturinn Brestur fjallaði vorið 2015 um kennitöluflakk og var þar meðal annars rætt við útfararstjóra. Í spilaranum hér að neðan má sjá brot úr þættinum.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00 Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14 Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00
Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14
Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00