Sandra María gerir samning út árið 2020 en hún þekkir vel til hjá þýska félaginu. Sandra spilaði með Bayer 04 tímabilið 2015/16.
Bayer 04 tekur vel á móti Söndru Maríu og Twitter-síðu félagsins stendur bara: „Velkomin aftur Sandra“
Welcome back Sandra #Jessen!
https://t.co/enBPzqy9ly#StärkeBayer
— Bayer 04 Frauen (@bayer04frauen) January 11, 2019
Sandra Maria Jessen hefur spilaði í meistaraflokki frá 2011 og er því mjög reynslumikil þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gömul.
Sandra María Jessen hefur líka verið einn besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna undanfarin ár og var lykilmaður í Íslandsmeistaratitlum Þór/KA 2012 (18 mörk) og 2017 (8 mörk).
Sandra María var kosin besti leikmaður Pepsi deildar kvenna 2018 af leikmönnum deildarinnar en hún skoraði þá 14 mörk í 18 leikjum. Sandra vantar aðeins eitt mark til að verða markahæsti leikmaður Þór/KA í efstu deild en verður að bíða með að taka metið af Rakel Hönnudóttur.
Sandra María er enn einn sterki uppaldi leikmaðurinn sem Þór/KA missir en áður hafði Anna Rakel Pétursdóttir samið við sænska liðið Linköping og Lilý Rut Hlynsdóttir samið við Val.