Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2019 14:40 Alls eru 423 einbreiðar brýr á vegum landsins, þessi er yfir Glerá. Vísir/Pjetur Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins, þar sem umferð er meira en 300 bílar á dag að jafnaði. Ætla má að ákvörðunin sé tekin vegna manntjónsins sem varð við Núpsvötn í lok desember. Þar fór bíll yfir vegrið einbreiðrar brúar með þeim afleiðingum að þrír létust. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að um sé að ræða alls 75 einbreiðar brýr og þar af er um helmingur á hringveginum. Auk hraðalækkunarinnar verður viðvörunarskiltum breytt og bætt verður við undirmerkingum á ensku. Áætlað er að kostnaðurinn við merkingarnar nemi á bilinu 70 til 80 milljónum. Þá hefur Vegagerðin jafnframt í hyggju að yfirfara hámarkshraða á þjóðvegum í dreifbýli. Verður það gert með það fyrir augum að lækka hámarkshraðann á köflum „reynist þess þörf,“ eða fjölga merkingum um leiðbeinandi hraða. Að sama skapi ætlar Vegagerðin að ráðast í úttekt á vegriðum á öllum brúm á stofn- og tengivegum. „Lagfæringum verður forgangsraðað eftir ástandi brúnna og aðstæðum á hverjum stað eftir því sem svigrúm er í fjárheimildum,“ segir í tilkynningu og bætt við: „Eftir sem áður gildir sú gullvæga regla að ávallt haga akstri eftir aðstæðum.“ Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins, þar sem umferð er meira en 300 bílar á dag að jafnaði. Ætla má að ákvörðunin sé tekin vegna manntjónsins sem varð við Núpsvötn í lok desember. Þar fór bíll yfir vegrið einbreiðrar brúar með þeim afleiðingum að þrír létust. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að um sé að ræða alls 75 einbreiðar brýr og þar af er um helmingur á hringveginum. Auk hraðalækkunarinnar verður viðvörunarskiltum breytt og bætt verður við undirmerkingum á ensku. Áætlað er að kostnaðurinn við merkingarnar nemi á bilinu 70 til 80 milljónum. Þá hefur Vegagerðin jafnframt í hyggju að yfirfara hámarkshraða á þjóðvegum í dreifbýli. Verður það gert með það fyrir augum að lækka hámarkshraðann á köflum „reynist þess þörf,“ eða fjölga merkingum um leiðbeinandi hraða. Að sama skapi ætlar Vegagerðin að ráðast í úttekt á vegriðum á öllum brúm á stofn- og tengivegum. „Lagfæringum verður forgangsraðað eftir ástandi brúnna og aðstæðum á hverjum stað eftir því sem svigrúm er í fjárheimildum,“ segir í tilkynningu og bætt við: „Eftir sem áður gildir sú gullvæga regla að ávallt haga akstri eftir aðstæðum.“
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37
Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35