Borgin bauð 18 þúsund manns á leiksýningar mikael@frettabladid.is skrifar 12. janúar 2019 08:15 Gjafakort í leikhús er vinsæl gjöf og hefur mælst vel fyrir. FBL/GVA Reykjavíkurborg greiddi 43,5 milljónir króna fyrir jólagjafir starfsfólks borgarinnar að þessu sinni en um var að ræða gjafakort fyrir tvo á sýningu að eigin vali í Borgarleikhúsinu. Trúnaði af gjöfinni og kostnaði var aflétt á síðasta borgarráðsfundi. 43,5 milljónir í heildarkostnað fyrir borgina verður að teljast nokkuð vel sloppið í ljósi þess að hjá borginni starfa ríflega 9 þúsund manns og leikhúsmiðar fjarri því ódýrir. Þar sem gjöfin er fyrir tvo jafngildir hún því að borgin hafi boðið átján þúsund manns í leikhús á næsta ári og greitt um 2.400 krónur fyrir miðann. Algengt miðaverð á sýningar í Borgarleikhúsinu fyrir almenning er á bilinu 6.500-7.500 krónur. Reykjavíkurborg er sem kunnugt er eigandi Borgarleikhússins sjálfs en Leikfélag Reykjavíkur er sjálfseignarstofnun. Í gildi er rekstrarsamningur borgar og leikfélagsins sem framlengdur var til þriggja ára í september síðastliðnum. Þar er kveðið á um að borgin styrki leikhúsið um rúman milljarð á ári til ársins 2021. Þar að auki hefur undanfarin ár komið til þess að borgin hafi þurft að leggja leikhúsinu til viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn, árið 2017 nam það framlag 21 milljón. Jólagjöfin er því ágæt búbót fyrir rekstur Borgarleikhússins. Til að setja miðafjöldann sem jólagjöf borgarinnar felur í sér í samhengi þá fengust þær upplýsingar hjá Borgarleikhúsinu að Elly hafi verið aðsóknarmesta sýningin leikárið 2017-2018 með 45.300 gesti. Þá duga 18 þúsund gestir til að fylla stóra sal leikhússins ríflega 32 sinnum. Í greinargerð borgarstjóra vegna málsins segir að sambærileg leikhúsmiðagjöf árið 2017 hafi vakið mikla ánægju starfsfólks og að borgin vilji sýna starfsfólki sínu þakklæti í verki. Slíkt sé mikilvægt á tímum þegar skortur er á starfsfólki í ýmis störf og hörð samkeppni um hæft starfsfólk. Athygli vekur að Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vék af fundi borgarráðs við afgreiðslu málsins en hann situr í leikhúsráði Þjóðleikhússins og hefur því metið sig vanhæfan. Hinir borgarráðsfulltrúar flokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram bókun. Sögðu þær að þó sjálfsagt og eðlilegt væri að gefa starfsfólki borgarinnar jólagjafir hefði verið eðlilegt að leita tilboða. „Þar sem fleiri en einn aðili geta veitt þessa þjónustu. Reynslan sýnir að með því móti fæst meira fyrir peningana,“ segir í bókuninni. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Jól Jólagjafir fyrirtækja Leikhús Tengdar fréttir Jólagjafir fyrirtækjanna: Bose hátalarar, gjafakort og 200 þúsund króna jólabónus Sum fyrirtæki borguðu starfsmönnum sínum jólabónus og önnur gáfu matarkörfur en ljóst er að gjafirnar voru afar fjölbreyttar. 25. desember 2018 15:12 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Reykjavíkurborg greiddi 43,5 milljónir króna fyrir jólagjafir starfsfólks borgarinnar að þessu sinni en um var að ræða gjafakort fyrir tvo á sýningu að eigin vali í Borgarleikhúsinu. Trúnaði af gjöfinni og kostnaði var aflétt á síðasta borgarráðsfundi. 43,5 milljónir í heildarkostnað fyrir borgina verður að teljast nokkuð vel sloppið í ljósi þess að hjá borginni starfa ríflega 9 þúsund manns og leikhúsmiðar fjarri því ódýrir. Þar sem gjöfin er fyrir tvo jafngildir hún því að borgin hafi boðið átján þúsund manns í leikhús á næsta ári og greitt um 2.400 krónur fyrir miðann. Algengt miðaverð á sýningar í Borgarleikhúsinu fyrir almenning er á bilinu 6.500-7.500 krónur. Reykjavíkurborg er sem kunnugt er eigandi Borgarleikhússins sjálfs en Leikfélag Reykjavíkur er sjálfseignarstofnun. Í gildi er rekstrarsamningur borgar og leikfélagsins sem framlengdur var til þriggja ára í september síðastliðnum. Þar er kveðið á um að borgin styrki leikhúsið um rúman milljarð á ári til ársins 2021. Þar að auki hefur undanfarin ár komið til þess að borgin hafi þurft að leggja leikhúsinu til viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn, árið 2017 nam það framlag 21 milljón. Jólagjöfin er því ágæt búbót fyrir rekstur Borgarleikhússins. Til að setja miðafjöldann sem jólagjöf borgarinnar felur í sér í samhengi þá fengust þær upplýsingar hjá Borgarleikhúsinu að Elly hafi verið aðsóknarmesta sýningin leikárið 2017-2018 með 45.300 gesti. Þá duga 18 þúsund gestir til að fylla stóra sal leikhússins ríflega 32 sinnum. Í greinargerð borgarstjóra vegna málsins segir að sambærileg leikhúsmiðagjöf árið 2017 hafi vakið mikla ánægju starfsfólks og að borgin vilji sýna starfsfólki sínu þakklæti í verki. Slíkt sé mikilvægt á tímum þegar skortur er á starfsfólki í ýmis störf og hörð samkeppni um hæft starfsfólk. Athygli vekur að Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vék af fundi borgarráðs við afgreiðslu málsins en hann situr í leikhúsráði Þjóðleikhússins og hefur því metið sig vanhæfan. Hinir borgarráðsfulltrúar flokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram bókun. Sögðu þær að þó sjálfsagt og eðlilegt væri að gefa starfsfólki borgarinnar jólagjafir hefði verið eðlilegt að leita tilboða. „Þar sem fleiri en einn aðili geta veitt þessa þjónustu. Reynslan sýnir að með því móti fæst meira fyrir peningana,“ segir í bókuninni.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Jól Jólagjafir fyrirtækja Leikhús Tengdar fréttir Jólagjafir fyrirtækjanna: Bose hátalarar, gjafakort og 200 þúsund króna jólabónus Sum fyrirtæki borguðu starfsmönnum sínum jólabónus og önnur gáfu matarkörfur en ljóst er að gjafirnar voru afar fjölbreyttar. 25. desember 2018 15:12 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Jólagjafir fyrirtækjanna: Bose hátalarar, gjafakort og 200 þúsund króna jólabónus Sum fyrirtæki borguðu starfsmönnum sínum jólabónus og önnur gáfu matarkörfur en ljóst er að gjafirnar voru afar fjölbreyttar. 25. desember 2018 15:12