Opinbert fé leitt til slátrunar Eyþór Arnalds skrifar 14. janúar 2019 07:00 Viðmið um hvað má breytast í tímans rás. Lög og reglur líka. Lög um meðferð opinberra fjármuna og upplýsingar hafa styrkst og viðurlög verið hert. Engu að síður sjáum við dæmi þess að opinberu fé er stundum sólundað án þess að nokkur axli á því ábyrgð. Skólabókardæmið er braggamálið, þar sem hátt í hálfum milljarði var sólundað í ólögbundið verkefni. Allt brást frá upphafi til enda, en verkinu er reyndar ekki enn lokið. Í braggamálinu er staðfest að sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn voru brotin. Og háar fjárhæðir greiddar án heimildar. Reglur borgarinnar um innkaup voru brotnar og gefnar voru upp rangar upplýsingar til borgarráðs. Tölvupóstum og afritum var eytt. Þetta er allt staðfest í skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar. Eftir standa tvö mál sem þarfnast frekari skoðunar. Í fyrsta lagi var ekki kannað hvort hinir undarlegu, háu reikningar væru tilhæfulausir, en fjárhæð einstakra verka hefur vakið athygli. Í öðru lagi hvernig á því stóð að lög um skjalavörslu voru brotin líkt og staðfest er í skýrslunni. Og tölvupóstum eytt án þess að tryggja að skjöl og upplýsingar væru vistuð í skjalakerfi eins og lögin gera ráð fyrir. Hvort tveggja þarf að kanna. Við höfum lagt til að Borgarskjalasafn fari yfir skjalamálin enda er mikilvægt að braggamálið verði að fullu upplýst sem víti til varnaðar. Braggaverkefnið hófst á síðasta kjörtímabili en þá voru Píratar við völd. Árið 2015 gaf Innri endurskoðandi út svarta skýrslu um skrifstofu eigna (SEA) með 30 ábendingum. Ef farið hefði verið eftir þeim hefði braggahneykslinu verið afstýrt. Píratar bera því ábyrgð á stöðunni enda með formennsku í stjórnkerfisráði borgarinnar. Viðreisn kom ný inn í borgarmálin og hefur tækifæri til að taka af festu á málinu. Það er öðru nær. Enginn hefur axlað ábyrgð. Það er kominn tími á ný viðmið í því hvernig farið er með skattfé. Þeir flokkar sem talað hafa gegn spillingu og boðað gagnsæi hafa nú prófmál á herðum sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Viðmið um hvað má breytast í tímans rás. Lög og reglur líka. Lög um meðferð opinberra fjármuna og upplýsingar hafa styrkst og viðurlög verið hert. Engu að síður sjáum við dæmi þess að opinberu fé er stundum sólundað án þess að nokkur axli á því ábyrgð. Skólabókardæmið er braggamálið, þar sem hátt í hálfum milljarði var sólundað í ólögbundið verkefni. Allt brást frá upphafi til enda, en verkinu er reyndar ekki enn lokið. Í braggamálinu er staðfest að sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn voru brotin. Og háar fjárhæðir greiddar án heimildar. Reglur borgarinnar um innkaup voru brotnar og gefnar voru upp rangar upplýsingar til borgarráðs. Tölvupóstum og afritum var eytt. Þetta er allt staðfest í skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar. Eftir standa tvö mál sem þarfnast frekari skoðunar. Í fyrsta lagi var ekki kannað hvort hinir undarlegu, háu reikningar væru tilhæfulausir, en fjárhæð einstakra verka hefur vakið athygli. Í öðru lagi hvernig á því stóð að lög um skjalavörslu voru brotin líkt og staðfest er í skýrslunni. Og tölvupóstum eytt án þess að tryggja að skjöl og upplýsingar væru vistuð í skjalakerfi eins og lögin gera ráð fyrir. Hvort tveggja þarf að kanna. Við höfum lagt til að Borgarskjalasafn fari yfir skjalamálin enda er mikilvægt að braggamálið verði að fullu upplýst sem víti til varnaðar. Braggaverkefnið hófst á síðasta kjörtímabili en þá voru Píratar við völd. Árið 2015 gaf Innri endurskoðandi út svarta skýrslu um skrifstofu eigna (SEA) með 30 ábendingum. Ef farið hefði verið eftir þeim hefði braggahneykslinu verið afstýrt. Píratar bera því ábyrgð á stöðunni enda með formennsku í stjórnkerfisráði borgarinnar. Viðreisn kom ný inn í borgarmálin og hefur tækifæri til að taka af festu á málinu. Það er öðru nær. Enginn hefur axlað ábyrgð. Það er kominn tími á ný viðmið í því hvernig farið er með skattfé. Þeir flokkar sem talað hafa gegn spillingu og boðað gagnsæi hafa nú prófmál á herðum sér.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun