Kom Geir á óvart að Akureyri hafi hringt í hann Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2019 06:00 Geir Sveinsson er mættur í Olís-deild karla. vísir/skjáskot Geir Sveinsson, nýráðinn þjálfari Akureyrar í Olís-deild karla, segir að það hafi komið sér á óvart er Akureyri hringdi í hann nokkrum dögum fyrir jól. Geir tekur við Akureyri af Sverre Jakobsen sem hætti með liðið milli jóla og nýárs og við tekur fyrrum landsliðsþjálfarinn Geir. „Skömmu fyrir jól fékk ég símtal héðan þar sem ég var spurður hvort ég væri tilbúinn að koma fljótlega og taka við liðinu,“ sagði Geir í samtali við Tryggva Pál Tryggvason. „Þetta kom mér á óvart svo ég sé hreinskilinn hvað það varðar. Ég sagði við menn að ég myndi hugsa þetta um jólin og ég ákvað að stökkva á þetta.“ „Mér fannst þetta spennandi verkefni. Þetta er áskorun en jafnframt spennandi og hingað er ég kominn,“ en hvað þarf að laga? „Það er búið að gera mjög fína hluti og margt gott. Það er búið að ná í góð stig. Átta dýrmæt stig og maður hefur séð mjög góða leiki hjá liðinu.“ Akureyri er með átta stig en liðið vann frækna sigra fyrir áramót en datt þess á milli dálítið niður. Geir segir að það vanti jafnvægi í liðið. „Liðið náði að vinna Selfoss og FH og náði sér þar í dýrmæt stig. Það er auðvitað það sem við ætlum að gera en það þarf helst að ná meira jafnvægi.“ „Þetta eru flottir, duglegir strákar. Þeir eru viljugir og þetta gengur út á það að menn séu tilbúnir að gefa sig allt í verkefnið. Mér sýnist það á leikjunum sem ég er búinn að skoða að menn geri það.“ „Svo reynum við að fínpússa það hvernig við getum gert það enn betur. Þetta er sameiginlegt markmið að ná sem flestum stigum,“ en um framhaldið hafði Geir þetta að segja: „Þetta eru fjórar vikur í næsta leik. Við þurfum að nýta tímann vel. Við förum til Noregs í nokkra daga sem er mjög kærkomið. Þar getum við þjappað okkur saman og fáum æfingaleiki. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því,“ sagði Geir. Innslagið í heild má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Sjá meira
Geir Sveinsson, nýráðinn þjálfari Akureyrar í Olís-deild karla, segir að það hafi komið sér á óvart er Akureyri hringdi í hann nokkrum dögum fyrir jól. Geir tekur við Akureyri af Sverre Jakobsen sem hætti með liðið milli jóla og nýárs og við tekur fyrrum landsliðsþjálfarinn Geir. „Skömmu fyrir jól fékk ég símtal héðan þar sem ég var spurður hvort ég væri tilbúinn að koma fljótlega og taka við liðinu,“ sagði Geir í samtali við Tryggva Pál Tryggvason. „Þetta kom mér á óvart svo ég sé hreinskilinn hvað það varðar. Ég sagði við menn að ég myndi hugsa þetta um jólin og ég ákvað að stökkva á þetta.“ „Mér fannst þetta spennandi verkefni. Þetta er áskorun en jafnframt spennandi og hingað er ég kominn,“ en hvað þarf að laga? „Það er búið að gera mjög fína hluti og margt gott. Það er búið að ná í góð stig. Átta dýrmæt stig og maður hefur séð mjög góða leiki hjá liðinu.“ Akureyri er með átta stig en liðið vann frækna sigra fyrir áramót en datt þess á milli dálítið niður. Geir segir að það vanti jafnvægi í liðið. „Liðið náði að vinna Selfoss og FH og náði sér þar í dýrmæt stig. Það er auðvitað það sem við ætlum að gera en það þarf helst að ná meira jafnvægi.“ „Þetta eru flottir, duglegir strákar. Þeir eru viljugir og þetta gengur út á það að menn séu tilbúnir að gefa sig allt í verkefnið. Mér sýnist það á leikjunum sem ég er búinn að skoða að menn geri það.“ „Svo reynum við að fínpússa það hvernig við getum gert það enn betur. Þetta er sameiginlegt markmið að ná sem flestum stigum,“ en um framhaldið hafði Geir þetta að segja: „Þetta eru fjórar vikur í næsta leik. Við þurfum að nýta tímann vel. Við förum til Noregs í nokkra daga sem er mjög kærkomið. Þar getum við þjappað okkur saman og fáum æfingaleiki. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því,“ sagði Geir. Innslagið í heild má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Sjá meira