Könnuðu kvíða, andlega hörku og árangurshneigð hjá Gunnari Nelson og Sunnu Tsunami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2019 10:30 Gunnar Nelson í einu af prófunum. Mynd/Mjölnir Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík gerði allskonar próf á keppnisliði Mjölnis. Bardagafólkið öfluga Gunnar Nelson og Sunna Tsunami voru meðal annars í þessum prófum. Keppnislið Mjölnis í blönduðum bardagaíþróttum og brasilísku jiu-jitsu voru tekin í allsherjar stöðumat af íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík um helgina. Mjölnir og HR hafa átt í samstarfi í rúmt ár þar sem nemendur í íþróttafræði í skólanum taka keppendur Mjölnis í líkamleg og sálræn próf. Gunnar Nelson og Sunna Tsunami voru meðal þeirra sem ætla að nýta sér nýjustu tækni og rannsóknir innan íþróttafræðanna til að ná betri árangri í búrinu á næstunni. Bæði stefna þau á frekari bardaga á alþjóðlegum vettvangi á árinu 2019. Á laugardaginn fóru fram mælingar á keppendum Mjölnis en þetta er í annað sinn sem keppendurnir eru teknir í slík próf. Næstu próf fara svo fram eftir þrjá mánuði og geta keppendur því fylgst með eigin framförum. Allir keppendur fá svo mat á því hvar þeir standa í samanburði við aðra í liðinu og að hverju þarf að huga til að bæta frammistöðu. Mælingarnar eru hluti af masters verkefni Davíðs Má Sigurðssonar og fóru keppendur í nokkur próf. Fyrst fóru keppendur í próf í sálfræðilegri færni þar sem atriði eins og kvíði, andleg harka og árangurshneigð voru skoðuð. Næst var hæð, þyngd, faðmlengd og hámarks gripstyrkur mælt áður en líkamlegi hlutinn hófst. Í líkamlega hlutanum var snerpa, stökkkraftur, hreyfanleiki, liðleiki, styrkur (armbeygjur og réttstöðulyfta) og þol (500m róður á sem skemmstum tíma) kannað. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá prófunum.Mynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/Mjölnir MMA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík gerði allskonar próf á keppnisliði Mjölnis. Bardagafólkið öfluga Gunnar Nelson og Sunna Tsunami voru meðal annars í þessum prófum. Keppnislið Mjölnis í blönduðum bardagaíþróttum og brasilísku jiu-jitsu voru tekin í allsherjar stöðumat af íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík um helgina. Mjölnir og HR hafa átt í samstarfi í rúmt ár þar sem nemendur í íþróttafræði í skólanum taka keppendur Mjölnis í líkamleg og sálræn próf. Gunnar Nelson og Sunna Tsunami voru meðal þeirra sem ætla að nýta sér nýjustu tækni og rannsóknir innan íþróttafræðanna til að ná betri árangri í búrinu á næstunni. Bæði stefna þau á frekari bardaga á alþjóðlegum vettvangi á árinu 2019. Á laugardaginn fóru fram mælingar á keppendum Mjölnis en þetta er í annað sinn sem keppendurnir eru teknir í slík próf. Næstu próf fara svo fram eftir þrjá mánuði og geta keppendur því fylgst með eigin framförum. Allir keppendur fá svo mat á því hvar þeir standa í samanburði við aðra í liðinu og að hverju þarf að huga til að bæta frammistöðu. Mælingarnar eru hluti af masters verkefni Davíðs Má Sigurðssonar og fóru keppendur í nokkur próf. Fyrst fóru keppendur í próf í sálfræðilegri færni þar sem atriði eins og kvíði, andleg harka og árangurshneigð voru skoðuð. Næst var hæð, þyngd, faðmlengd og hámarks gripstyrkur mælt áður en líkamlegi hlutinn hófst. Í líkamlega hlutanum var snerpa, stökkkraftur, hreyfanleiki, liðleiki, styrkur (armbeygjur og réttstöðulyfta) og þol (500m róður á sem skemmstum tíma) kannað. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá prófunum.Mynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/Mjölnir
MMA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira