Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2019 22:40 Frá minningarathöfn í dag. EPA/ADAM WARLAWA Maðurinn sem stakk Pawal Adamowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, á langan sakaferil að baki. Hann hefur með annars verið dæmdur fyrir bankarán og árás á lögregluþjón. Honum var síðast sleppt úr fangelsi undir lok síðasta árs. Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. Hann verður látinn sæta geðrannsókn svo kanna megi hvort hægt sé að rétta yfir honum. Fregnir herma, samkvæmt BBC, að árásarmaðurinn, sem er 27 ára gamall, hafi öskrað Adamowicz er dauður á sviði og sagt að hann hafi verið ranglega dæmdur og fangelsaður. Þá mun hann hafa sagt að hann hefði verið pyntaður í fangelsi.Adamowicz gekkst undir fimm klukkustunda langa skurðaðgerð. Hann fékk meðal annars stungusár á hjartað og vélindað. Læknar segja hann hafa fengið 41 skammt af blóði á meðan á aðgerðinni stóð og þegar fregnir af alvarleika sára hans bárust mynduðust langar raðir af fólki sem vildi gefa blóð. Jónína Benediktsdóttir, sem er stödd í Gdansk, segir íbúa borgarinnar í Póllandi hálflamaða af sorg vegna morðs borgarstjórans Pawel Adamowicz. Hann var stunginn á góðgerðarviðburði í gær og lést á sjúkrahúsi í dag. Pawels Adamowicz var 53 ára gamall. Hann hlaut alvarlega kviðáverka í árásinni og gekkst undir fimm klukkustunda langa skurðaðgerð. Jónína segir Adamowicz hafa verið vel liðinn í borginni og Gdansk hafi blómstrað undir hans stjórn. Hann tók við stjórn borgarinnar árið 1998 og var endurkjörinn fjórum sinnum, nú síðast í nóvember.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um morðið, þar sem rætt var við Jónínu. Pólland Tengdar fréttir Íbúar Gdansk hvattir til að gefa borgarstjóranum blóð Ástand borgarstjórans Pawel Adamowicz er sagt mjög alvarlegt eftir að hann var stunginn með hníf í gær. 14. janúar 2019 10:09 Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14 Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Maðurinn sem stakk Pawal Adamowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, á langan sakaferil að baki. Hann hefur með annars verið dæmdur fyrir bankarán og árás á lögregluþjón. Honum var síðast sleppt úr fangelsi undir lok síðasta árs. Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. Hann verður látinn sæta geðrannsókn svo kanna megi hvort hægt sé að rétta yfir honum. Fregnir herma, samkvæmt BBC, að árásarmaðurinn, sem er 27 ára gamall, hafi öskrað Adamowicz er dauður á sviði og sagt að hann hafi verið ranglega dæmdur og fangelsaður. Þá mun hann hafa sagt að hann hefði verið pyntaður í fangelsi.Adamowicz gekkst undir fimm klukkustunda langa skurðaðgerð. Hann fékk meðal annars stungusár á hjartað og vélindað. Læknar segja hann hafa fengið 41 skammt af blóði á meðan á aðgerðinni stóð og þegar fregnir af alvarleika sára hans bárust mynduðust langar raðir af fólki sem vildi gefa blóð. Jónína Benediktsdóttir, sem er stödd í Gdansk, segir íbúa borgarinnar í Póllandi hálflamaða af sorg vegna morðs borgarstjórans Pawel Adamowicz. Hann var stunginn á góðgerðarviðburði í gær og lést á sjúkrahúsi í dag. Pawels Adamowicz var 53 ára gamall. Hann hlaut alvarlega kviðáverka í árásinni og gekkst undir fimm klukkustunda langa skurðaðgerð. Jónína segir Adamowicz hafa verið vel liðinn í borginni og Gdansk hafi blómstrað undir hans stjórn. Hann tók við stjórn borgarinnar árið 1998 og var endurkjörinn fjórum sinnum, nú síðast í nóvember.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um morðið, þar sem rætt var við Jónínu.
Pólland Tengdar fréttir Íbúar Gdansk hvattir til að gefa borgarstjóranum blóð Ástand borgarstjórans Pawel Adamowicz er sagt mjög alvarlegt eftir að hann var stunginn með hníf í gær. 14. janúar 2019 10:09 Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14 Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Íbúar Gdansk hvattir til að gefa borgarstjóranum blóð Ástand borgarstjórans Pawel Adamowicz er sagt mjög alvarlegt eftir að hann var stunginn með hníf í gær. 14. janúar 2019 10:09
Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14
Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14