Heimilislaus maður kom NFL-leikmanni til bjargar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2019 22:00 Þetta er hann Dave. Skjámynd/41 Action News Það snjóaði í Kansas City um helgina og það voru ekki bara áhorfendur sem áttu í vandræðum með að komast á völlinn. Sumir leikmenn lentu í vandræðum og einn þeirra fékk hjálp úr óvæntri átt. Lið Kansas City Chiefs er komið alla leið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í úrslitakeppni NFL sem er besti árangur félagsins í meira en aldarfjórðung. Kansas City Chiefs vann Indianapolis Colts í úrslitakeppni NFL um helgina en það voru vandræði á einum leikmanni liðsins fyrr um daginn. Hetja helgarinnar í Kansas City reyndist vera heimilislaus maður sem var tilbúinn að hjálpa nánunganum. Heimilismaður kom nefnilega einum leikmanni Kansas City Chiefs til bjargar á leiðinni í leikinn á móti Colts. Sá hafði fest bílinn sinn í snjónum. Umræddur leikmaður heitir Jeff Allen og spilar í sóknarlínu Kansas City Chiefs liðsins. Allen komst í leikinn í tíma og aðstoðaði liðsfélaga sína við að vinna öruggan 31-13 sigur á Colts.Homeless man gets three AFC championship tickets after helping a Chiefs player stuck in the snowhttps://t.co/fRcQ5Ck1Os — Post Sports (@PostSports) January 14, 2019Eftir leikinn kom Jeff Allen á Twitter og sagði frá þessum hjálpsama manni og bað um hjálp netverja til að finna hann aftur. Eina sem hann vissi var að hann hélti Dave og að hann keyri um á 97 eða 98 árgerð af svörtum Suburban. Jeff Allen ætlaði nefnilega að bjóða honum á næsta leik sem er á móti New England Patriots um næstu helgi. Maðurinn fannst á lokum og þá kom í ljós að hann var heimilislaus en jafnframt að hann hafi ekkert verið að pæla í því hvort Jeff Allen væri leikmaður Kansas City Chiefs eða ekki. Hann sá bara fólk í vandræðum í snjónum og vissi að hann gæti hjálpað til. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Dave, óvæntustu hetju helgarinnar í Kansas City.Update: Despite the recent influx in people changing their name to Dave in the KC area lol, I was actually able to track down the Dave that helped me thanks to the power of social media and #ChiefsKindgom. Thanks for your kindness https://t.co/e4OkEg6AAw — Jeff Allen (@JeffAllen71) January 13, 2019 NFL Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Það snjóaði í Kansas City um helgina og það voru ekki bara áhorfendur sem áttu í vandræðum með að komast á völlinn. Sumir leikmenn lentu í vandræðum og einn þeirra fékk hjálp úr óvæntri átt. Lið Kansas City Chiefs er komið alla leið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í úrslitakeppni NFL sem er besti árangur félagsins í meira en aldarfjórðung. Kansas City Chiefs vann Indianapolis Colts í úrslitakeppni NFL um helgina en það voru vandræði á einum leikmanni liðsins fyrr um daginn. Hetja helgarinnar í Kansas City reyndist vera heimilislaus maður sem var tilbúinn að hjálpa nánunganum. Heimilismaður kom nefnilega einum leikmanni Kansas City Chiefs til bjargar á leiðinni í leikinn á móti Colts. Sá hafði fest bílinn sinn í snjónum. Umræddur leikmaður heitir Jeff Allen og spilar í sóknarlínu Kansas City Chiefs liðsins. Allen komst í leikinn í tíma og aðstoðaði liðsfélaga sína við að vinna öruggan 31-13 sigur á Colts.Homeless man gets three AFC championship tickets after helping a Chiefs player stuck in the snowhttps://t.co/fRcQ5Ck1Os — Post Sports (@PostSports) January 14, 2019Eftir leikinn kom Jeff Allen á Twitter og sagði frá þessum hjálpsama manni og bað um hjálp netverja til að finna hann aftur. Eina sem hann vissi var að hann hélti Dave og að hann keyri um á 97 eða 98 árgerð af svörtum Suburban. Jeff Allen ætlaði nefnilega að bjóða honum á næsta leik sem er á móti New England Patriots um næstu helgi. Maðurinn fannst á lokum og þá kom í ljós að hann var heimilislaus en jafnframt að hann hafi ekkert verið að pæla í því hvort Jeff Allen væri leikmaður Kansas City Chiefs eða ekki. Hann sá bara fólk í vandræðum í snjónum og vissi að hann gæti hjálpað til. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Dave, óvæntustu hetju helgarinnar í Kansas City.Update: Despite the recent influx in people changing their name to Dave in the KC area lol, I was actually able to track down the Dave that helped me thanks to the power of social media and #ChiefsKindgom. Thanks for your kindness https://t.co/e4OkEg6AAw — Jeff Allen (@JeffAllen71) January 13, 2019
NFL Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira