Reiddu of hátt til höggs Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. janúar 2019 07:00 Kapp borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins bar skynsemina ofurliði á borgarstjórnarfundi í gær. Þar lögðu þær Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir til að Braggamálinu yrði vísað til héraðssaksóknara til sakamálarannsóknar. Þetta báru þær á borð þó að skýrsla Innri endurskoðunar hafi ekki tilgreint ástæðu til að blanda lögregluyfirvöldum í málið, en það er úrræði, sem hún vitaskuld getur gripið til telji hún líklegt að borgarstjóri og embættismenn borgarinnar hafi gerst sek um refsivert athæfi. Braggamálið er hrópandi dæmi um hversu illa er farið með fé almennings. Málið er birtingarmynd stærri vanda. Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur gefur stjórnsýslu borgarinnar falleinkunn. Haft er fyrir satt að um þessar mundir sé verið að gera fjórar sambærilegar skýrslur um lausatök í fjármálastjórn í borginni. Skapast hefur mynstur fjálglegrar ráðstöfunar almannafjár. Það er ólíðandi, og við því þarf að bregðast af festu. En til þess þarf enga sakamálarannsókn. Íþyngjandi úrræði á borð við rannsókn sakamáls á ekki að hafa í flimtingum eða nota til þess að slá ódýrar, pólitískar keilur. Það er ekkert grín að vera settur á sakamannabekk. Ákvarðanir um slíkt eiga einfaldlega ekki heima á vettvangi stjórnmálanna. Raunar eru pólitísk leikrit, líkt og það sem Vigdís og Kolbrún settu á svið í gær, til þess eins fallin að draga athyglina frá aðalatriðum málsins. Vissulega geta einstakir stjórnmálamenn kært mál ef þeir finna hjá sér hvöt til þess vegna grunsemda um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað, en að leita eftir pólitískum meirihluta til að styðja slíka kæru er glórulaust og setur ömurlegt fordæmi. Ekki þarf að líta langt aftur í sögunni til þess að rifja upp að varhugavert er að halda réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum. Menn þurfa ekki einu sinni að hafa sæmilegt skammtímaminni til að rifja upp að stjórnmálamenn sem gert hafa sig seka um slíkt hafa farið sneypuför, sem margir viðurkenna að þeir skammist sín fyrir. Í því ljósi verður að teljast furðulegt, að í hópi borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna sé fólk sem léði máls á að sameinast um að leggja til sakamálarannsókn byggða á meirihlutasamþykkt. Það er algjört stílbrot. Þau létu þær stallsystur Vigdísi og Kolbrúnu afvegaleiða sig og léku fullkominn afleik í borgarstjórn. Þátttakendur í fíflaganginum reiddu of hátt til höggs og urðu sjálfum sér til minnkunar. Ráðast þarf í nauðsynlegar úrbætur svo að Braggamálið endurtaki sig ekki. Til þess þarf engan saksóknara. Að minnsta kosti ekki fyrr en þær Vigdís og Kolbrún hafa eitthvað fast í hendi um að sakamál sé á ferðinni í tengslum við framkvæmdir við Nauthólsveg 100. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Kapp borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins bar skynsemina ofurliði á borgarstjórnarfundi í gær. Þar lögðu þær Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir til að Braggamálinu yrði vísað til héraðssaksóknara til sakamálarannsóknar. Þetta báru þær á borð þó að skýrsla Innri endurskoðunar hafi ekki tilgreint ástæðu til að blanda lögregluyfirvöldum í málið, en það er úrræði, sem hún vitaskuld getur gripið til telji hún líklegt að borgarstjóri og embættismenn borgarinnar hafi gerst sek um refsivert athæfi. Braggamálið er hrópandi dæmi um hversu illa er farið með fé almennings. Málið er birtingarmynd stærri vanda. Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur gefur stjórnsýslu borgarinnar falleinkunn. Haft er fyrir satt að um þessar mundir sé verið að gera fjórar sambærilegar skýrslur um lausatök í fjármálastjórn í borginni. Skapast hefur mynstur fjálglegrar ráðstöfunar almannafjár. Það er ólíðandi, og við því þarf að bregðast af festu. En til þess þarf enga sakamálarannsókn. Íþyngjandi úrræði á borð við rannsókn sakamáls á ekki að hafa í flimtingum eða nota til þess að slá ódýrar, pólitískar keilur. Það er ekkert grín að vera settur á sakamannabekk. Ákvarðanir um slíkt eiga einfaldlega ekki heima á vettvangi stjórnmálanna. Raunar eru pólitísk leikrit, líkt og það sem Vigdís og Kolbrún settu á svið í gær, til þess eins fallin að draga athyglina frá aðalatriðum málsins. Vissulega geta einstakir stjórnmálamenn kært mál ef þeir finna hjá sér hvöt til þess vegna grunsemda um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað, en að leita eftir pólitískum meirihluta til að styðja slíka kæru er glórulaust og setur ömurlegt fordæmi. Ekki þarf að líta langt aftur í sögunni til þess að rifja upp að varhugavert er að halda réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum. Menn þurfa ekki einu sinni að hafa sæmilegt skammtímaminni til að rifja upp að stjórnmálamenn sem gert hafa sig seka um slíkt hafa farið sneypuför, sem margir viðurkenna að þeir skammist sín fyrir. Í því ljósi verður að teljast furðulegt, að í hópi borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna sé fólk sem léði máls á að sameinast um að leggja til sakamálarannsókn byggða á meirihlutasamþykkt. Það er algjört stílbrot. Þau létu þær stallsystur Vigdísi og Kolbrúnu afvegaleiða sig og léku fullkominn afleik í borgarstjórn. Þátttakendur í fíflaganginum reiddu of hátt til höggs og urðu sjálfum sér til minnkunar. Ráðast þarf í nauðsynlegar úrbætur svo að Braggamálið endurtaki sig ekki. Til þess þarf engan saksóknara. Að minnsta kosti ekki fyrr en þær Vigdís og Kolbrún hafa eitthvað fast í hendi um að sakamál sé á ferðinni í tengslum við framkvæmdir við Nauthólsveg 100.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar