Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2019 16:23 Pelosi býður Trump að fresta stefnuræðu sinni eða senda hana inn skriflega. Vísir/EPA Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur dregið til baka boð sitt til Donalds Trump forseta um að hann flytji stefnuræðu í þinginu. Ástæðan er lokun alríkisstofnana sem hefur nú staðið yfir í tæpan mánuð. Í bréfi sem Pelosi sendi forsetanum kemur fram að lokun alríkisstofnana þýði að ekki sé hægt að tryggja nauðsynlegar öryggisráðstafanir í kringum árlega stefnuræðu sem til stóð að Trump flytti 29. janúar. Bauð Pelosi honum að fresta stefnuræðunni eða senda þinginu skrifaða ræðu í staðinn og vitnaði til fordæma um um það. Hluti bandarískra alríkisstofnana hefur verið lokaður frá því fyrir jól eftir að fjárveitingar til þeirra kláruðust. Trump hótaði að beita neitunarvaldi gegn frumvörpum sem demókratar og repúblikanar á þingi höfðu náð saman um og hefðu fjármagnað rekstur stofnananna áfram. Ástæðan var sú að í þeim var ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til landamæramúrsins sem Trump vill reisa á landamærunum við Mexíkó. Pelosi bendir á að hvorki leyniþjónustan sem sér um öryggismál forsetans né heimavarnaráðuneytið hafi verið fjármagnað í 26 daga. Lykildeildir þar séu nú í lamasessi vegna útgjaldadeilu forsetans við þingið. Hvíta húsið hefur ekki svarað erindi þingforsetans. Löng hefð er fyrir því að Bandaríkjaforseti flytji stefnuræðu á Bandaríkjaþingi fyrir báðum deildum þingsins, hæstaréttardómurum og yfirmönnum hersins einu sinni á ári.Here's the letter (dated Sept. 2018) from DHS that Pelosi references when she says SOTU, along with other big events, is designated a "National Special Security Event." pic.twitter.com/NOlAGasxuU— Ashley Killough (@KilloughCNN) January 16, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09 Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur dregið til baka boð sitt til Donalds Trump forseta um að hann flytji stefnuræðu í þinginu. Ástæðan er lokun alríkisstofnana sem hefur nú staðið yfir í tæpan mánuð. Í bréfi sem Pelosi sendi forsetanum kemur fram að lokun alríkisstofnana þýði að ekki sé hægt að tryggja nauðsynlegar öryggisráðstafanir í kringum árlega stefnuræðu sem til stóð að Trump flytti 29. janúar. Bauð Pelosi honum að fresta stefnuræðunni eða senda þinginu skrifaða ræðu í staðinn og vitnaði til fordæma um um það. Hluti bandarískra alríkisstofnana hefur verið lokaður frá því fyrir jól eftir að fjárveitingar til þeirra kláruðust. Trump hótaði að beita neitunarvaldi gegn frumvörpum sem demókratar og repúblikanar á þingi höfðu náð saman um og hefðu fjármagnað rekstur stofnananna áfram. Ástæðan var sú að í þeim var ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til landamæramúrsins sem Trump vill reisa á landamærunum við Mexíkó. Pelosi bendir á að hvorki leyniþjónustan sem sér um öryggismál forsetans né heimavarnaráðuneytið hafi verið fjármagnað í 26 daga. Lykildeildir þar séu nú í lamasessi vegna útgjaldadeilu forsetans við þingið. Hvíta húsið hefur ekki svarað erindi þingforsetans. Löng hefð er fyrir því að Bandaríkjaforseti flytji stefnuræðu á Bandaríkjaþingi fyrir báðum deildum þingsins, hæstaréttardómurum og yfirmönnum hersins einu sinni á ári.Here's the letter (dated Sept. 2018) from DHS that Pelosi references when she says SOTU, along with other big events, is designated a "National Special Security Event." pic.twitter.com/NOlAGasxuU— Ashley Killough (@KilloughCNN) January 16, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09 Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09
Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent