Falsfréttum dreift í Washington D.C. Andri Eysteinsson skrifar 16. janúar 2019 21:46 Falska blaðið er nauðalíkt hinni sönnu útgáfu Washington Post. Twitter/Ian Kullgren Falskri útgáfu Washington Post var í dag dreift víða um Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna. Blaðið var dagsett 1. maí 2019 og var forsíðufrétt blaðsins sú að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump hefði sagt af sér embætti forseta og hafi yfirgefið Hvíta húsið. Blaðið sem var nauðalíkt ósviknu Washington Post blaði var fullt af fréttum sem gagnrýndu forsetann. Washington Post greinir frá þessu í dag. Falsfréttirnar birtust ekki bara á blaði heldur líka á vefsíðu sem átti að líkjast vefsíðu Washington Post. Hið sanna Washington Post birti yfirlýsingu á Twitter síðu sinni þar sem greint var frá því að blaðið sem væri í dreifingu væri falskt. Hópur aktívista sem kallar sig Yes Men hafa stigið fram og sagt verknaðinn vera á þeirra vegum.There are fake print editions of The Washington Post being distributed around downtown DC, and we are aware of a website attempting to mimic The Post’s. They are not Post products, and we are looking into this. — Washington Post PR (@WashPostPR) January 16, 2019 Aðalfréttin í fölsku útgáfu Washington Post fjallaði, eins og áður sagði, um afsögn og flótta Donald Trump úr forsetaembættinu. Trump átti að hafa skilið eftir afsagnarbréf á servíettu í skrifstofu forsetans. Samkvæmt fréttinni hélt Trump því næst rakleitt til borgarinnar Yalta á Krímskaga. Samkvæmt Yes Men hópnum kostaði aðgerðin um 40.000 dali, 25.000 eintök voru prentuð en eingöngu var um 10.000 eintökum dreift. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fölskum dagblöðum er dreift af hópnum en sama var upp á teningunum árið 2008, skömmu eftir að Barack Obama var kosinn forseti. Þá var fölskum New York Times blöðum dreift. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Falskri útgáfu Washington Post var í dag dreift víða um Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna. Blaðið var dagsett 1. maí 2019 og var forsíðufrétt blaðsins sú að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump hefði sagt af sér embætti forseta og hafi yfirgefið Hvíta húsið. Blaðið sem var nauðalíkt ósviknu Washington Post blaði var fullt af fréttum sem gagnrýndu forsetann. Washington Post greinir frá þessu í dag. Falsfréttirnar birtust ekki bara á blaði heldur líka á vefsíðu sem átti að líkjast vefsíðu Washington Post. Hið sanna Washington Post birti yfirlýsingu á Twitter síðu sinni þar sem greint var frá því að blaðið sem væri í dreifingu væri falskt. Hópur aktívista sem kallar sig Yes Men hafa stigið fram og sagt verknaðinn vera á þeirra vegum.There are fake print editions of The Washington Post being distributed around downtown DC, and we are aware of a website attempting to mimic The Post’s. They are not Post products, and we are looking into this. — Washington Post PR (@WashPostPR) January 16, 2019 Aðalfréttin í fölsku útgáfu Washington Post fjallaði, eins og áður sagði, um afsögn og flótta Donald Trump úr forsetaembættinu. Trump átti að hafa skilið eftir afsagnarbréf á servíettu í skrifstofu forsetans. Samkvæmt fréttinni hélt Trump því næst rakleitt til borgarinnar Yalta á Krímskaga. Samkvæmt Yes Men hópnum kostaði aðgerðin um 40.000 dali, 25.000 eintök voru prentuð en eingöngu var um 10.000 eintökum dreift. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fölskum dagblöðum er dreift af hópnum en sama var upp á teningunum árið 2008, skömmu eftir að Barack Obama var kosinn forseti. Þá var fölskum New York Times blöðum dreift.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira