Réði fyrirtæki til að hagræða skoðanakönnunum fyrir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 13:05 Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi í síðasta mánuði. Vísir/EPA Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, er sagður hafa greitt hugbúnaðarfyrirtæki fyrir að reyna að hagræða úrslitum skoðanakannanna á netinu í þágu Trump áður en hann bauð sig fram til forseta. Cohen er jafnframt sagður hafa svikið fyrirtækið um hluta greiðslunnar.Wall Street Journal segir að Cohen hafi samið við RedFinch Solutions um 50.000 dollara greiðslu fyrir þjónustuna. Þegar til kastanna kom hafi Cohen látið John Gauger, eiganda fyrirtækisins, aðeins fá 12-13.000 dollara í reiðufé í plastpoka og boxhanska sem lögmaðurinn fullyrti að brasilískur bardagamaður hafi átt. Gauger fullyrðir að Cohen hafi aldrei greitt það sem eftir stóð. Engu að síður fékk Cohen 50.000 dollara endurgreidda frá fyrirtæki Trump vegna samnings við RedFinch. Cohen hafnar því að hafa greitt Gauger í reiðufé. Allar greiðslur hafi verið farið fram með ávísun. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið við blaðið. Gauger þessi vinnur fyrir Frelsisháskólann í Virginíu þar sem Jerry Falwell yngri, sonur prédikarans fræga, er forseti. Falwell yngri er einarður stuðningsmaður Trump og sagðist nýlega telja að Trump gæti ekkert gert sem myndi láta hann missa stuðnings hans eða annarra kristilegra leiðtoga. Fullyrt að Cohen hafi beðið Gauger um hjálp til að tryggja að Trump kæmi vel út úr skoðanakönnun CNBC-sjónvarpsstöðvarinnar um helstu viðskiptaleiðtoga þjóðarinnar sem fór fram á netinu í janúar árið 2014. Ætlunin var að skrifa hugbúnað sem hefði kosið Trump ítrekað á síðunni. Trump komst engu að síður ekki á lista yfir hundrað helstu viðskiptaforkólfana. Ári síðar vildi Cohan að Gauger hefði áhrif á netkönnun hægrivefsíðunnar Drudge Report um mögulega forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins. Þar lenti Trump í fimmta sæti með 5% atkvæða.Stofnaði Twitter-reikning um meintan kynþokka Cohen Kannanirnar voru ekki það eina sem Cohen fékk Gauger til að gera. Þannig stofnaðir RedFinch Twitter-reikninginn „KonurfyrirCohen“. Þar var Cohen lýst sem „kyntákni“ og útlit hans og persónuleiki lofaður. Reikningurinn deildi aðallega viðburðum sem Cohen kom fram á og stuðning hans við forsetaframboð Trump. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segir að það að Cohen hafi fengið meira endurgreitt frá Trump en hann greiddi RedFinch sýni að hann sé „þjófur“ og algerlega ótrúverðugur. Cohen hefur unnið með saksóknurum eftir að hann var ákærður fyrir ýmis brot, þar á meðal brot á kosningalögum, skattsvik og meinsæri. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi í síðasta mánuði. Hann hefur bendlað Trump sjálfan við 130.000 dollara greiðslu til fyrrverandi klámmyndaleikkonu sem heldur því fram að hún hafi átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Slíkt gæti talist brot á kosningalögum. Uppfært 15:00 Michael Cohen tísti um frétt WSJ í dag og fullyrðir að hann hafi greitt fyrir að hagræða könnununum að skipan og fyrir Donald Trump. „Ég iðrast sannarlega blindrar hollustu minnar við mann sem verðskuldar hana ekki,“ tísti Cohen.As for the @WSJ article on poll rigging, what I did was at the direction of and for the sole benefit of @realDonaldTrump @POTUS. I truly regret my blind loyalty to a man who doesn't deserve it.— Michael Cohen (@MichaelCohen212) January 17, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, er sagður hafa greitt hugbúnaðarfyrirtæki fyrir að reyna að hagræða úrslitum skoðanakannanna á netinu í þágu Trump áður en hann bauð sig fram til forseta. Cohen er jafnframt sagður hafa svikið fyrirtækið um hluta greiðslunnar.Wall Street Journal segir að Cohen hafi samið við RedFinch Solutions um 50.000 dollara greiðslu fyrir þjónustuna. Þegar til kastanna kom hafi Cohen látið John Gauger, eiganda fyrirtækisins, aðeins fá 12-13.000 dollara í reiðufé í plastpoka og boxhanska sem lögmaðurinn fullyrti að brasilískur bardagamaður hafi átt. Gauger fullyrðir að Cohen hafi aldrei greitt það sem eftir stóð. Engu að síður fékk Cohen 50.000 dollara endurgreidda frá fyrirtæki Trump vegna samnings við RedFinch. Cohen hafnar því að hafa greitt Gauger í reiðufé. Allar greiðslur hafi verið farið fram með ávísun. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið við blaðið. Gauger þessi vinnur fyrir Frelsisháskólann í Virginíu þar sem Jerry Falwell yngri, sonur prédikarans fræga, er forseti. Falwell yngri er einarður stuðningsmaður Trump og sagðist nýlega telja að Trump gæti ekkert gert sem myndi láta hann missa stuðnings hans eða annarra kristilegra leiðtoga. Fullyrt að Cohen hafi beðið Gauger um hjálp til að tryggja að Trump kæmi vel út úr skoðanakönnun CNBC-sjónvarpsstöðvarinnar um helstu viðskiptaleiðtoga þjóðarinnar sem fór fram á netinu í janúar árið 2014. Ætlunin var að skrifa hugbúnað sem hefði kosið Trump ítrekað á síðunni. Trump komst engu að síður ekki á lista yfir hundrað helstu viðskiptaforkólfana. Ári síðar vildi Cohan að Gauger hefði áhrif á netkönnun hægrivefsíðunnar Drudge Report um mögulega forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins. Þar lenti Trump í fimmta sæti með 5% atkvæða.Stofnaði Twitter-reikning um meintan kynþokka Cohen Kannanirnar voru ekki það eina sem Cohen fékk Gauger til að gera. Þannig stofnaðir RedFinch Twitter-reikninginn „KonurfyrirCohen“. Þar var Cohen lýst sem „kyntákni“ og útlit hans og persónuleiki lofaður. Reikningurinn deildi aðallega viðburðum sem Cohen kom fram á og stuðning hans við forsetaframboð Trump. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segir að það að Cohen hafi fengið meira endurgreitt frá Trump en hann greiddi RedFinch sýni að hann sé „þjófur“ og algerlega ótrúverðugur. Cohen hefur unnið með saksóknurum eftir að hann var ákærður fyrir ýmis brot, þar á meðal brot á kosningalögum, skattsvik og meinsæri. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi í síðasta mánuði. Hann hefur bendlað Trump sjálfan við 130.000 dollara greiðslu til fyrrverandi klámmyndaleikkonu sem heldur því fram að hún hafi átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Slíkt gæti talist brot á kosningalögum. Uppfært 15:00 Michael Cohen tísti um frétt WSJ í dag og fullyrðir að hann hafi greitt fyrir að hagræða könnununum að skipan og fyrir Donald Trump. „Ég iðrast sannarlega blindrar hollustu minnar við mann sem verðskuldar hana ekki,“ tísti Cohen.As for the @WSJ article on poll rigging, what I did was at the direction of and for the sole benefit of @realDonaldTrump @POTUS. I truly regret my blind loyalty to a man who doesn't deserve it.— Michael Cohen (@MichaelCohen212) January 17, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45
Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07