Spyr hvort útfærsla veggjalda standist lög Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. janúar 2019 06:15 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm „Ég dreg ekkert úr mikilvægi verkefnanna sem um er rætt en það verður að ganga úr skugga um að fjármögnun þeirra og skuldbindingar sem ríkissjóður tekst á hendur standist þau vinnubrögð sem við höfum einsett okkur að vinna eftir,“ segir Þorsteinn Víglundsson, áheyrnarfulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd, um hugmyndir um veggjöld. Sú útfærsla hefur verið rædd að ríkissjóður taki lán upp á 60-70 milljarða til þess að flýta samgönguframkvæmdum. Lánið yrði greitt niður með tekjum af veggjöldum. Þá eru uppi hugmyndir um stofnun opinbers hlutafélags um framkvæmdirnar. Þorsteinn vill svör frá fjármálaráðuneytinu um hvort þetta standist lög um opinber fjármál. Málið var rætt á fundi fjárlaganefndar í gær. Formleg fyrirspurn verður send ráðuneytinu eftir frekari umfjöllun í nefndinni. „Ég taldi mikilvægt að við fengjum svör við því hvernig rétt væri að halda á þessu þannig að þetta samrýmdist lögunum. Að við sköpum ekki hættulegt fordæmi sem gangi gegn markmiði laganna,“ segir Þorsteinn og bendir á að fjármálaáætlun sé sett fram til að ramma inn ríkisfjármálin. Þegar fram komi hugmyndir um umfangsmikil verkefni sem fjármagna eigi með öðrum hætti, en ríkissjóður beri ábyrgð á, hljóti það að falla undir fjármálaáætlun ríkisstjórnar á hverjum tíma. „Það má aldrei verða svo að Alþingi geti farið fram hjá lögum um opinber fjármál með því að ohf-væða skuldir.“ Samkvæmt heimildum blaðsins komu fram efasemdir um lögmæti fyrirhugaðrar fjármögnunarleiðar í kynningu sem formaður stýrihóps um fjármögnun samgöngukerfisins hélt nýverið fyrir stjórnarflokkana. Var hópnum falið að stilla upp tillögum um gjaldtöku, meta tekjur af henni og lagaleg skilyrði. Samflokksmaður Þorsteins, Hanna Katrín Friðriksson, lýsti sams konar efasemdum í grein í blaðinu í gær. Markmið laga um opinber fjármál væri að tryggja heildstæða stefnumörkun í opinberum fjármálum og tryggja vandaðan undirbúning áætlana og meðferð opinbers fjár. „Hvernig passar kúvending stjórnvalda með tilheyrandi risalántöku hér inn?“ spurði Hanna Katrín. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vegtollar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Ég dreg ekkert úr mikilvægi verkefnanna sem um er rætt en það verður að ganga úr skugga um að fjármögnun þeirra og skuldbindingar sem ríkissjóður tekst á hendur standist þau vinnubrögð sem við höfum einsett okkur að vinna eftir,“ segir Þorsteinn Víglundsson, áheyrnarfulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd, um hugmyndir um veggjöld. Sú útfærsla hefur verið rædd að ríkissjóður taki lán upp á 60-70 milljarða til þess að flýta samgönguframkvæmdum. Lánið yrði greitt niður með tekjum af veggjöldum. Þá eru uppi hugmyndir um stofnun opinbers hlutafélags um framkvæmdirnar. Þorsteinn vill svör frá fjármálaráðuneytinu um hvort þetta standist lög um opinber fjármál. Málið var rætt á fundi fjárlaganefndar í gær. Formleg fyrirspurn verður send ráðuneytinu eftir frekari umfjöllun í nefndinni. „Ég taldi mikilvægt að við fengjum svör við því hvernig rétt væri að halda á þessu þannig að þetta samrýmdist lögunum. Að við sköpum ekki hættulegt fordæmi sem gangi gegn markmiði laganna,“ segir Þorsteinn og bendir á að fjármálaáætlun sé sett fram til að ramma inn ríkisfjármálin. Þegar fram komi hugmyndir um umfangsmikil verkefni sem fjármagna eigi með öðrum hætti, en ríkissjóður beri ábyrgð á, hljóti það að falla undir fjármálaáætlun ríkisstjórnar á hverjum tíma. „Það má aldrei verða svo að Alþingi geti farið fram hjá lögum um opinber fjármál með því að ohf-væða skuldir.“ Samkvæmt heimildum blaðsins komu fram efasemdir um lögmæti fyrirhugaðrar fjármögnunarleiðar í kynningu sem formaður stýrihóps um fjármögnun samgöngukerfisins hélt nýverið fyrir stjórnarflokkana. Var hópnum falið að stilla upp tillögum um gjaldtöku, meta tekjur af henni og lagaleg skilyrði. Samflokksmaður Þorsteins, Hanna Katrín Friðriksson, lýsti sams konar efasemdum í grein í blaðinu í gær. Markmið laga um opinber fjármál væri að tryggja heildstæða stefnumörkun í opinberum fjármálum og tryggja vandaðan undirbúning áætlana og meðferð opinbers fjár. „Hvernig passar kúvending stjórnvalda með tilheyrandi risalántöku hér inn?“ spurði Hanna Katrín.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vegtollar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira