Endurkomukvöldið mikla í Domino´s deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2019 11:30 Baldur Ragnarsson og strákarnir hans í Þór unnu ótrúlegan sigur á KR í gær. Vísir/Daníel Þórsarar, Stjörnumenn og Njarðvíkingar unnu öll dramatískan sigur í Domino´s deild karla í gærkvöldi eftir frábærar endurkomur. Endurkoma Þórsara á móti Íslandsmeisturum KR verður verður aftur á móti örugglega sú sem mest verður talað um að kaffistofum landsins í dag. Þetta var líka örugglega erfið nótt fyrir KR-inga, Valsmenn og Skallagrímsmenn en þessi lið voru öll búin að eiga mjög góðan leik í gærkvöldi og sáu tvö stig í hillingum. Körfuboltaleikur er hins vegar 40 mínútur og það nýtt andstæðingar þeirra sér. KR-ingar voru með tögl og haldir í Þorlákshöfn og flestum fannst það bara formsatriði að klára leikinn. KR-liðið var þannig með 21 stigs forskot í upphafi lokleikhlutans þegar aðeins rúmar níu mínútur voru eftir. Þórsararnir Kinu Rochford, Halldór Garðar Hermannsson og Nikolas Tomsick fóru allir á kostum á lokamínútum á meðan KR-liðið fraus algjörlega. Á þessum síðustu níu mínútum náðu KR-ingar aðeins að skora fimm stig en á sama tíma var Kinu Rochford með 11 stig, Halldór Garðar Hermannsson skoraði 7 stig og gaf 3 stoðsendingar og Nikolas Tomsick var með 6 stig og 3 stoðsendingar. Davíð Arnar Ágústsson skoraði líka fimm stig eða jafnmörg stig og allt KR-liðið á þessum ótrúlega lokakafla. KR-liðið skoraði ekki eitt stig á síðustu sex mínútum og 45 sekúndum og Þórsliðið endaði því leikinn á 22-0 spretti. Á þessum kafla klikkuðu KR-ingar á 9 skotum í röð og tókst ekki að koma sér einu sinni á vítalínuna. Skallagrímsmenn voru yfir fram eftir öllum leik á móti Stjörnunni, með tuttugu stiga forystu í hálfleik, 56-36, og 21 stigs forystu þegar 17 mínútur voru eftir. Stjarnan vann hins vegar restina af leiknum með 35 stigum og tryggði sér sigurinn. Bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell tók yfir leikinn í Borgarnesi en hann var „bara“ með 8 stig og 4 stoðsendingar eftir 26 mínútna leik. Rozzell var með 20 stig og 3 stoðsendingar á síðustu fjórtán mínútunum sem Stjörnumenn unnu 45-14. Á Hlíðarenda náðu Valsmenn mest ellefu stiga forskoti á móti toppliði Njarðvíkur þegar aðeins níu mínútur voru eftir. Á þessum lokamínútum sýndu Njarðvíkingar hins vegar styrk sinn og tókst að landa sigri. Jeb Ivey var með 13 stig á lokakafla leiksins og Elvar Már Friðriksson skoraði tíu stig. Njarðvíkingar unnu þessar níu mínútur með fimmtán stigumEndurkomukvöldið mikla í Domino´s deildinni 17. janúar 2019:Leikur Þórs og KR í Þorlákshöfn KR með 21 stigs forystu í byrjun fjórða (83-62 Þór vann síðustu 9:30 33-5 (+28) Þórsliðið vann leikinn 95-88Leikur Skallagríms og Stjörnunnar í Borgarnesi Skallagrímur með 21 stiga forystu 17 mínútum fyrir leikslok (63-42) Stjarnan vann síðustu 17:00 52-17 (+35) Stjörnuliðið vann leikinn 94-80Leikur Vals og Njarðvíkur á Hlíðarenda Valur með 11 stiga forystu í byrjun fjórða (65-54) Njarðvík vann síðustu 9 mínúturnar 35-20 (+15) Njarðvíkurliðið vann leikinn 90-86 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 88-90 | Ljónin komin í vænlega stöðu á toppnum Njarðvíkingar þurftu að hafa fyriir sigrinum gegn Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld. Á sama tíma tapaði Tindastóll svo Njarðvík er með fjögurra stiga forskot á toppnum 17. janúar 2019 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Stjarnan 80-94 | Stjarnan sterkari í seinni hálfleik Skallagrímur leiddi með tuttugu stigum í hálfleik í Borgarnesi en Garðbæingar komu til baka og stálu sigrinum 17. janúar 2019 22:45 Umfjöllun: Þór Þ. - KR 95-88 | Dramatísk endurkoma Þórsara Þórsarar unnu upp tuttugu stiga mun í fjórða leikhluta gegn fimmföldum Íslandsmeisturum KR 17. janúar 2019 22:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Þórsarar, Stjörnumenn og Njarðvíkingar unnu öll dramatískan sigur í Domino´s deild karla í gærkvöldi eftir frábærar endurkomur. Endurkoma Þórsara á móti Íslandsmeisturum KR verður verður aftur á móti örugglega sú sem mest verður talað um að kaffistofum landsins í dag. Þetta var líka örugglega erfið nótt fyrir KR-inga, Valsmenn og Skallagrímsmenn en þessi lið voru öll búin að eiga mjög góðan leik í gærkvöldi og sáu tvö stig í hillingum. Körfuboltaleikur er hins vegar 40 mínútur og það nýtt andstæðingar þeirra sér. KR-ingar voru með tögl og haldir í Þorlákshöfn og flestum fannst það bara formsatriði að klára leikinn. KR-liðið var þannig með 21 stigs forskot í upphafi lokleikhlutans þegar aðeins rúmar níu mínútur voru eftir. Þórsararnir Kinu Rochford, Halldór Garðar Hermannsson og Nikolas Tomsick fóru allir á kostum á lokamínútum á meðan KR-liðið fraus algjörlega. Á þessum síðustu níu mínútum náðu KR-ingar aðeins að skora fimm stig en á sama tíma var Kinu Rochford með 11 stig, Halldór Garðar Hermannsson skoraði 7 stig og gaf 3 stoðsendingar og Nikolas Tomsick var með 6 stig og 3 stoðsendingar. Davíð Arnar Ágústsson skoraði líka fimm stig eða jafnmörg stig og allt KR-liðið á þessum ótrúlega lokakafla. KR-liðið skoraði ekki eitt stig á síðustu sex mínútum og 45 sekúndum og Þórsliðið endaði því leikinn á 22-0 spretti. Á þessum kafla klikkuðu KR-ingar á 9 skotum í röð og tókst ekki að koma sér einu sinni á vítalínuna. Skallagrímsmenn voru yfir fram eftir öllum leik á móti Stjörnunni, með tuttugu stiga forystu í hálfleik, 56-36, og 21 stigs forystu þegar 17 mínútur voru eftir. Stjarnan vann hins vegar restina af leiknum með 35 stigum og tryggði sér sigurinn. Bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell tók yfir leikinn í Borgarnesi en hann var „bara“ með 8 stig og 4 stoðsendingar eftir 26 mínútna leik. Rozzell var með 20 stig og 3 stoðsendingar á síðustu fjórtán mínútunum sem Stjörnumenn unnu 45-14. Á Hlíðarenda náðu Valsmenn mest ellefu stiga forskoti á móti toppliði Njarðvíkur þegar aðeins níu mínútur voru eftir. Á þessum lokamínútum sýndu Njarðvíkingar hins vegar styrk sinn og tókst að landa sigri. Jeb Ivey var með 13 stig á lokakafla leiksins og Elvar Már Friðriksson skoraði tíu stig. Njarðvíkingar unnu þessar níu mínútur með fimmtán stigumEndurkomukvöldið mikla í Domino´s deildinni 17. janúar 2019:Leikur Þórs og KR í Þorlákshöfn KR með 21 stigs forystu í byrjun fjórða (83-62 Þór vann síðustu 9:30 33-5 (+28) Þórsliðið vann leikinn 95-88Leikur Skallagríms og Stjörnunnar í Borgarnesi Skallagrímur með 21 stiga forystu 17 mínútum fyrir leikslok (63-42) Stjarnan vann síðustu 17:00 52-17 (+35) Stjörnuliðið vann leikinn 94-80Leikur Vals og Njarðvíkur á Hlíðarenda Valur með 11 stiga forystu í byrjun fjórða (65-54) Njarðvík vann síðustu 9 mínúturnar 35-20 (+15) Njarðvíkurliðið vann leikinn 90-86
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 88-90 | Ljónin komin í vænlega stöðu á toppnum Njarðvíkingar þurftu að hafa fyriir sigrinum gegn Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld. Á sama tíma tapaði Tindastóll svo Njarðvík er með fjögurra stiga forskot á toppnum 17. janúar 2019 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Stjarnan 80-94 | Stjarnan sterkari í seinni hálfleik Skallagrímur leiddi með tuttugu stigum í hálfleik í Borgarnesi en Garðbæingar komu til baka og stálu sigrinum 17. janúar 2019 22:45 Umfjöllun: Þór Þ. - KR 95-88 | Dramatísk endurkoma Þórsara Þórsarar unnu upp tuttugu stiga mun í fjórða leikhluta gegn fimmföldum Íslandsmeisturum KR 17. janúar 2019 22:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 88-90 | Ljónin komin í vænlega stöðu á toppnum Njarðvíkingar þurftu að hafa fyriir sigrinum gegn Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld. Á sama tíma tapaði Tindastóll svo Njarðvík er með fjögurra stiga forskot á toppnum 17. janúar 2019 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Stjarnan 80-94 | Stjarnan sterkari í seinni hálfleik Skallagrímur leiddi með tuttugu stigum í hálfleik í Borgarnesi en Garðbæingar komu til baka og stálu sigrinum 17. janúar 2019 22:45
Umfjöllun: Þór Þ. - KR 95-88 | Dramatísk endurkoma Þórsara Þórsarar unnu upp tuttugu stiga mun í fjórða leikhluta gegn fimmföldum Íslandsmeisturum KR 17. janúar 2019 22:00