Óásættanlegt að tugir farist í umferðinni á ári Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. janúar 2019 13:09 Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, tók til máls á Vöfflukaffi Framsóknarmanna í Árborg. Vísir/Magnus Hlynur Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það þyngra en tárum taki að sjá að það séu tuttugu til þrjátíu einstaklingar sem farist í bílslysum á hverjum ári. Slíkt sé óásættanlegt. Sigurður Ingi vill fyrst og fremst beita sér að umferðaröryggismálum þegar samgöngumál séu annars vegar. Sigurður Ingi var gestur í vöfflukaffi hjá Framsóknarmönnum í Árborg í gær. Ráðherrann kom víða við í máli sínu og svaraði fjölmörgum spurningum sem var beint til hans. Umferðaröryggismál eru ofarlega í huga Sigurðar Inga. „Áhersla mín sem samgönguráðherra er sú að leggja ofuráherslu á umferðaröryggi. Mér finnst það vera þyngra en tárum taki að sjá að það eru tuttugu eða þrjátíu einstaklingar sem að farist í bílslysum á hverju ári. Mér finnst það óásættanlegt. Við höfum náð þeim árangri á sjónum. Á síðustu tveimur árum dó enginn. Fyrir fimmtíu árum hefði það talist ótrúlegt, þar sem það var algengt að við töpuðum tugum manna á sjó,“ sagði ráðherrann.Hrósaði Slysavarnaskóla sjómanna Sigurður Ingi hrósaði Slysavarnaskóla sjómanna og þeim góða árangri sem hann hefur náð, og vill sjá samskonar árangur í umferðinni. „Við verðum einfaldlega að setja okkur – og nú verð ég að sletta – „zero tolerance“. Núll þolinmæði fyrir því að menn deyi í umferð. Væri það dálítið bratt af mér að segja það núna? Já, það er það. Það mun taka einhver ár. Fimm, tíu ár þangað til að við getum farið að sjá til þess enda, að við komumst þangað. Ef við náum á næstu fimm árum, sex árum, að taka þessar meginleiðir, inn og út úr Reykjavík, hérna austur fyrir Selfoss, upp í Borgarnes og inn í Leifsstöð, aðskilja akstursstefnurnar þangað, gætum við væntanlega lækkað þennan kostnað, úr fimmtíu, sextíu milljörðum á ári niður í 25 til þrjátíu. Ávinningurinn væri tuttugu, 25 milljarðar á ári,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála. Árborg Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það þyngra en tárum taki að sjá að það séu tuttugu til þrjátíu einstaklingar sem farist í bílslysum á hverjum ári. Slíkt sé óásættanlegt. Sigurður Ingi vill fyrst og fremst beita sér að umferðaröryggismálum þegar samgöngumál séu annars vegar. Sigurður Ingi var gestur í vöfflukaffi hjá Framsóknarmönnum í Árborg í gær. Ráðherrann kom víða við í máli sínu og svaraði fjölmörgum spurningum sem var beint til hans. Umferðaröryggismál eru ofarlega í huga Sigurðar Inga. „Áhersla mín sem samgönguráðherra er sú að leggja ofuráherslu á umferðaröryggi. Mér finnst það vera þyngra en tárum taki að sjá að það eru tuttugu eða þrjátíu einstaklingar sem að farist í bílslysum á hverju ári. Mér finnst það óásættanlegt. Við höfum náð þeim árangri á sjónum. Á síðustu tveimur árum dó enginn. Fyrir fimmtíu árum hefði það talist ótrúlegt, þar sem það var algengt að við töpuðum tugum manna á sjó,“ sagði ráðherrann.Hrósaði Slysavarnaskóla sjómanna Sigurður Ingi hrósaði Slysavarnaskóla sjómanna og þeim góða árangri sem hann hefur náð, og vill sjá samskonar árangur í umferðinni. „Við verðum einfaldlega að setja okkur – og nú verð ég að sletta – „zero tolerance“. Núll þolinmæði fyrir því að menn deyi í umferð. Væri það dálítið bratt af mér að segja það núna? Já, það er það. Það mun taka einhver ár. Fimm, tíu ár þangað til að við getum farið að sjá til þess enda, að við komumst þangað. Ef við náum á næstu fimm árum, sex árum, að taka þessar meginleiðir, inn og út úr Reykjavík, hérna austur fyrir Selfoss, upp í Borgarnes og inn í Leifsstöð, aðskilja akstursstefnurnar þangað, gætum við væntanlega lækkað þennan kostnað, úr fimmtíu, sextíu milljörðum á ári niður í 25 til þrjátíu. Ávinningurinn væri tuttugu, 25 milljarðar á ári,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála.
Árborg Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira