Gagnrýna stjórnvöld fyrir að fresta #metoo ráðstefnu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 08:15 Ungar athafnakonur gagnrýna stjórnvöld fyrir að fresta ráðstefnu um #metoo byltinguna. Nauðsynlegt sé að halda umræðunni á lofti því enn sé langt í land. Nýrri herferð hefur verið hrint af stað. Herferð með myllumerkinu #vinnufriður hefur verið hrint af stað til að minna á að #metoo er hvergi lokið. Krafan er að stjórnvöld og leiðtogar í atvinnulífinu skilgreini hvaða afleiðingar áreitni á vinnustað hafi fyrir gerendur og þolendur. Það er ekki nóg að viðurkenna vandann. Það þarf að bregðast við honum líka. „Hvað þarf að gerast svo hér ríki vinnufriður?“ spyrja Ungar athafnakonur en þær gagnrýna stjórnvöld fyrir að hafa frestað #metoo ráðstefnu sem átti að fara fram áþingsetningardegi 21. janúar næstkomandi. „Það gengur svolítið brösulega hjá Alþingi núna en það þýðir ekki að það eigi að fresta þessu. Ef þetta er að koma upp þá þarf að taka á því. Það á ekki bara að tala um #metoo þegar gengur vel. Þetta þarf að tækla og þessi #metoo fundur þarf að eiga sér stað. Ef að Alþingi tekur ekki ábyrgð og æðstu leiðtogar samfélagsins þurfa ekki að axla ábyrgð, af hverju ættu einhverjir aðrir að gera það? Þeir eru fyrirmynd þjóðarinnar,“ segir Kolfinna Tómasdóttir, stjórnarmeðlimur Ungra athafnakvenna.Langt í að uppræta áreiti á vinnustöðum Herferðin fór af stað í vikunni og segir Kolfinna viðbrögð hafa verið framar vonum. Hún segir sorglegt að sjá hversu grófar sumar sögurnar eru. Sjálf á hún nokkrar og sagði frá þessari á Twitter síðu sinni: „Ég fitnaði og samstarfsfélagi sagði í vinnunni að það væri allt í lagi því brjóstin mín væru þá stærri, svo kleip hann í það hægra.“ Fjöldi kvenna og karla hafa tekið þátt og benda á að enn sé langt í langt í að uppræta áreiti á vinnustöðum. Kolfinna segir það í okkar valdi að taka höndum saman og breyta þessu. „Svo heyrir maður líka að fólk sé orðið þreytt á þessu og þetta sé alltaf sama umræðan. Auðvitað er fólk þreytt á þessu, við erum líka þreyttar á þessu, það eru allir þreyttir á þessu. Það er ekkert gaman að ræða þetta og rifa upp fyrir fólk. Málið er líka annað hvort breytum við þessu hér og nú eða við bara höldum áfram að ræða þetta,“ segir hún ákveðin. MeToo Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Ungar athafnakonur gagnrýna stjórnvöld fyrir að fresta ráðstefnu um #metoo byltinguna. Nauðsynlegt sé að halda umræðunni á lofti því enn sé langt í land. Nýrri herferð hefur verið hrint af stað. Herferð með myllumerkinu #vinnufriður hefur verið hrint af stað til að minna á að #metoo er hvergi lokið. Krafan er að stjórnvöld og leiðtogar í atvinnulífinu skilgreini hvaða afleiðingar áreitni á vinnustað hafi fyrir gerendur og þolendur. Það er ekki nóg að viðurkenna vandann. Það þarf að bregðast við honum líka. „Hvað þarf að gerast svo hér ríki vinnufriður?“ spyrja Ungar athafnakonur en þær gagnrýna stjórnvöld fyrir að hafa frestað #metoo ráðstefnu sem átti að fara fram áþingsetningardegi 21. janúar næstkomandi. „Það gengur svolítið brösulega hjá Alþingi núna en það þýðir ekki að það eigi að fresta þessu. Ef þetta er að koma upp þá þarf að taka á því. Það á ekki bara að tala um #metoo þegar gengur vel. Þetta þarf að tækla og þessi #metoo fundur þarf að eiga sér stað. Ef að Alþingi tekur ekki ábyrgð og æðstu leiðtogar samfélagsins þurfa ekki að axla ábyrgð, af hverju ættu einhverjir aðrir að gera það? Þeir eru fyrirmynd þjóðarinnar,“ segir Kolfinna Tómasdóttir, stjórnarmeðlimur Ungra athafnakvenna.Langt í að uppræta áreiti á vinnustöðum Herferðin fór af stað í vikunni og segir Kolfinna viðbrögð hafa verið framar vonum. Hún segir sorglegt að sjá hversu grófar sumar sögurnar eru. Sjálf á hún nokkrar og sagði frá þessari á Twitter síðu sinni: „Ég fitnaði og samstarfsfélagi sagði í vinnunni að það væri allt í lagi því brjóstin mín væru þá stærri, svo kleip hann í það hægra.“ Fjöldi kvenna og karla hafa tekið þátt og benda á að enn sé langt í langt í að uppræta áreiti á vinnustöðum. Kolfinna segir það í okkar valdi að taka höndum saman og breyta þessu. „Svo heyrir maður líka að fólk sé orðið þreytt á þessu og þetta sé alltaf sama umræðan. Auðvitað er fólk þreytt á þessu, við erum líka þreyttar á þessu, það eru allir þreyttir á þessu. Það er ekkert gaman að ræða þetta og rifa upp fyrir fólk. Málið er líka annað hvort breytum við þessu hér og nú eða við bara höldum áfram að ræða þetta,“ segir hún ákveðin.
MeToo Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira